Orkuskipti nást ekki án markaðslausna Jón Skafti Gestsson skrifar 23. febrúar 2024 13:30 Íslendingar hafa sett sér metnaðarfull markmið um orkuskipti. Þau njóta nánast undantekningalaust stuðnings. Almenningur og fyrirtæki styðja rafvæðingu samgangna og framleiðsluferla. En góður vilji og stuðningur við markmiðin er ekki nóg. Ef markmið eiga að nást þarf að átta sig á umfangi þeirra, skilgreina hvað þarf að gera til að ná þeim og svo þurfa verkin að tala. Þar vantar mikið upp á. Fyrir tveimur árum kom út svokölluð grænbók um orkumál. Þar var sett fram mat á orkuþörf vegna orkuskiptanna. Talið er nauðsynlegt að meira en tvöfalda raforkuframboð á Íslandi til að klára orkuskiptin. Sambærilegt mat kemur fram í raforkuspá Landsnets. Sumarið eftir var svo samþykkt rammaáætlun um virkjanakosti sem á að halda utan um mögulegt framboð raforku. Umfang markmiðanna liggur því nokkuð ljóst fyrir. Í rammaáætlun hefur þekktum virkjanakostum verið skipað í þrjá flokka: Nýtingarflokk fyrir þá kosti sem til stendur að virkja, biðflokk fyrir þá kosti sem ákvörðun hefur ekki verið tekin um og svo verndarflokk um þá virkjanakosti sem ákveðið hefur verið að nýta ekki. Þegar rammaáætlun og spár um orkuþörf eru skoðaðar saman kemur í ljós vandamál. Virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar duga ekki til að ná markmiðunum um orkuskiptin, jafnvel þótt að allir kostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir í virkjanaflokk vantar enn nokkuð upp á. Punktalínan sýnir vænta orkuþörf til að fara í orkuskipti og mæta þörfum vaxandi samfélags. Framboð á raforku í rammaáætlun dugar ekki fyrir orkuskiptumHér er gengið út frá því að kostir úr verndarflokki verði ekki nýttir. Því þurfa að koma til skoðunar virkjanakostir sem eru utan rammaáætlunar. Nýting vindorku verður þar líklega í lykilhlutverki enda verður hún sífellt hagkvæmari. Nýtingu vindorkunnar munu hins vegar fylgja nýjar kröfur um stýringu raforkukerfisins sem krefjast markaðslausna. Hvers vegna er virkur raforkumarkaður nauðsynlegur? Ein af grunnforsendum raforkukerfis er að framboð og eftirspurn þurfa að vera í jafnvægi á öllum stundum. Í því felst að ákveðinn sveigjanleiki þarf að vera til að takast á við sveiflur bæði í notkun og vinnslu raforku. Fáir stórir aðilar með fyrirsjáanlega eftirspurn hafa notað meirihluta orkunnar á Íslandi og lengst af hefur framboð verið nægjanlegt þannig að inngrip til að viðhalda jafnvægi hafa verið tiltölulega einföld. Framboðshliðin hefur byggst á jarðvarma og vatnsafli sem eru stýranlegir og áreiðanlegir orkugjafar. Sama á ekki við um vindorku. Hún sveiflast með veðrinu og raforkuframboðið þar með. Veðurspár eru ekki alltaf nákvæmar og því verða sveiflur í framboði vindorku að hluta til ófyrirsjáanlegar. Virkur markaður fyrir raforku er nauðsynlegur til að bregðast við þessum sveiflum því það er ógjörningur að miðstýra eins flóknu kerfi og raforkukerfið er. Að því leyti til er raforkukerfið líkt hagkerfinu. Miðstýring og skömmtun hefur hvergi reynst vel við ráðstöfun takmarkaðra gæða. Allar þjóðir í kringum okkur nýta nú markaðslausnir í vaxandi mæli við rekstur raforkukerfa enda virkjar vel skilgreint markaðsumhverfi hvata og hugvit til þess að ráðstafa takmörkuðum gæðum á hagkvæman hátt, öllum til hagsbóta. Búa þarf til hvata fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku til þess að auka sveigjanleika í raforkukerfinu til frambúðar. Sveigjanleiki getur dregið úr eða seinkað virkjanaþörf og bætt nýtingu þeirra sem þegar eru í rekstri. Sama á við á notendahliðinni. Eftirspurnarsvörun þar sem notendur fá borgað fyrir að hætta við eða fresta notkun sinni getur orðið hagkvæm leið til að lækka kostnað og í einhverjum tilfellum auka tekjur. Miðstýring verður æ óhagkvæmari kostur eftir því sem aðilum á markaði fjölgar og hlutur breytilegra orkugjafa vex. Þess vegna þurfum við að virkja markaðslausnir ef við ætlum að ná settum markmiðum um orkuskipti. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jón Skafti Gestsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa sett sér metnaðarfull markmið um orkuskipti. Þau njóta nánast undantekningalaust stuðnings. Almenningur og fyrirtæki styðja rafvæðingu samgangna og framleiðsluferla. En góður vilji og stuðningur við markmiðin er ekki nóg. Ef markmið eiga að nást þarf að átta sig á umfangi þeirra, skilgreina hvað þarf að gera til að ná þeim og svo þurfa verkin að tala. Þar vantar mikið upp á. Fyrir tveimur árum kom út svokölluð grænbók um orkumál. Þar var sett fram mat á orkuþörf vegna orkuskiptanna. Talið er nauðsynlegt að meira en tvöfalda raforkuframboð á Íslandi til að klára orkuskiptin. Sambærilegt mat kemur fram í raforkuspá Landsnets. Sumarið eftir var svo samþykkt rammaáætlun um virkjanakosti sem á að halda utan um mögulegt framboð raforku. Umfang markmiðanna liggur því nokkuð ljóst fyrir. Í rammaáætlun hefur þekktum virkjanakostum verið skipað í þrjá flokka: Nýtingarflokk fyrir þá kosti sem til stendur að virkja, biðflokk fyrir þá kosti sem ákvörðun hefur ekki verið tekin um og svo verndarflokk um þá virkjanakosti sem ákveðið hefur verið að nýta ekki. Þegar rammaáætlun og spár um orkuþörf eru skoðaðar saman kemur í ljós vandamál. Virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar duga ekki til að ná markmiðunum um orkuskiptin, jafnvel þótt að allir kostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir í virkjanaflokk vantar enn nokkuð upp á. Punktalínan sýnir vænta orkuþörf til að fara í orkuskipti og mæta þörfum vaxandi samfélags. Framboð á raforku í rammaáætlun dugar ekki fyrir orkuskiptumHér er gengið út frá því að kostir úr verndarflokki verði ekki nýttir. Því þurfa að koma til skoðunar virkjanakostir sem eru utan rammaáætlunar. Nýting vindorku verður þar líklega í lykilhlutverki enda verður hún sífellt hagkvæmari. Nýtingu vindorkunnar munu hins vegar fylgja nýjar kröfur um stýringu raforkukerfisins sem krefjast markaðslausna. Hvers vegna er virkur raforkumarkaður nauðsynlegur? Ein af grunnforsendum raforkukerfis er að framboð og eftirspurn þurfa að vera í jafnvægi á öllum stundum. Í því felst að ákveðinn sveigjanleiki þarf að vera til að takast á við sveiflur bæði í notkun og vinnslu raforku. Fáir stórir aðilar með fyrirsjáanlega eftirspurn hafa notað meirihluta orkunnar á Íslandi og lengst af hefur framboð verið nægjanlegt þannig að inngrip til að viðhalda jafnvægi hafa verið tiltölulega einföld. Framboðshliðin hefur byggst á jarðvarma og vatnsafli sem eru stýranlegir og áreiðanlegir orkugjafar. Sama á ekki við um vindorku. Hún sveiflast með veðrinu og raforkuframboðið þar með. Veðurspár eru ekki alltaf nákvæmar og því verða sveiflur í framboði vindorku að hluta til ófyrirsjáanlegar. Virkur markaður fyrir raforku er nauðsynlegur til að bregðast við þessum sveiflum því það er ógjörningur að miðstýra eins flóknu kerfi og raforkukerfið er. Að því leyti til er raforkukerfið líkt hagkerfinu. Miðstýring og skömmtun hefur hvergi reynst vel við ráðstöfun takmarkaðra gæða. Allar þjóðir í kringum okkur nýta nú markaðslausnir í vaxandi mæli við rekstur raforkukerfa enda virkjar vel skilgreint markaðsumhverfi hvata og hugvit til þess að ráðstafa takmörkuðum gæðum á hagkvæman hátt, öllum til hagsbóta. Búa þarf til hvata fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku til þess að auka sveigjanleika í raforkukerfinu til frambúðar. Sveigjanleiki getur dregið úr eða seinkað virkjanaþörf og bætt nýtingu þeirra sem þegar eru í rekstri. Sama á við á notendahliðinni. Eftirspurnarsvörun þar sem notendur fá borgað fyrir að hætta við eða fresta notkun sinni getur orðið hagkvæm leið til að lækka kostnað og í einhverjum tilfellum auka tekjur. Miðstýring verður æ óhagkvæmari kostur eftir því sem aðilum á markaði fjölgar og hlutur breytilegra orkugjafa vex. Þess vegna þurfum við að virkja markaðslausnir ef við ætlum að ná settum markmiðum um orkuskipti. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun