Blæs á áhyggjur borgarfulltrúa af brúnni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2024 20:30 Kjartan og Davíð eru ekki sammála um Fossvogsbrú. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir ekkert til í því að Fossvogsbrú muni nýtast illa. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir allt of mikla fjármuni fara í framkvæmdina, sem myndu nýtast betur annars staðar. Brúin mun tengja saman Kópavog og Reykjavík, líkt og sjá má í fréttinni í spilaranum hér að neðan. Hún verður fyrir almenningssamgöngur og hjólandi og gangandi vegfarendur, en ekki einkabílinn. En sitt sýnist hverjum um gagnsemi framkvæmdarinnar, og kostnaðinn. „Þessi brú verður mjög dýr, hún verður ekki undir tíu milljörðum króna að mínu áliti. Kostnaðaráætlanir hafa margfaldast. En hún leysir í rauninni lítinn sem engan vanda fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta verkefni er ekki arðsamt, það væri hægt að finna verkefni sem væru arðsöm og miklu þarfari, fyrir þessa fjármuni,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Kjartan nefnir þar mislæg gatnamót á fjölförnustu gatnamótum borgarinnar, sem og eflingu Strætó. Nýting brúarinnar verði einhver, en þó ekki þannig að það réttlæti 8,3 milljarða kostnaðaráætlun. „Þarna erum við bara að setja allt of mikla peninga í eitthvað sem leysir lítinn sem engan vanda, alveg eins og Bragginn frægi sem er rétt við hliðina á okkur,“ sagði Kjartan þar sem hann var tekinn tali á þeim slóðum sem Reykjavíkurhluti brúarinnar mun standa. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar Brúin muni nýtast vel Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna, félagsins sem heldur utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, segir fullyrðingar um litla nýtingu eða kostnað yfir 10 milljarða ekki standast. Hönnun sé langt komin, og því sé kostnaðaráætlun áreiðanlegri. „Þannig að ég hef ekki mikla trú á því að það breytist mikið úr þessu. Ekki nema það verði einhverjar breytingar á ytri aðstæðum, á verði á stáli eða steypu, eða eitthvað óvænt komi upp á,“ segir Davíð. Brúin verði vel nýtt. „Það er gert ráð fyrir að 10 þúsund manns sem muni nota þessa brú daglega. Það er svipaður fjöldi og fer um Hvalfjarðargöng á hverjum degi, sem er nú ansi mikið, það eru fjölförnustu göng á Íslandi.“ Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna.Vísir/Einar Brúin muni einnig nýtast þeim sem ekki noti hana, en 60 þúsund manns keyra um Fossvoginn á hverjum degi. „Þetta léttir á umferðinni þar, þannig að það verða tíu þúsund manns sem munu ekki keyra um Fossvoginn, til viðbótar við þá 60 þúsund sem keyra þar í dag.“ Félagshagfræðileg greining á fyrstu lotu Borgalínu, þar með talið Fossvogsbrú, bendi til ábata upp á 26 milljarða á 30 árum. „Og að arðsemi sé um sjö prósent, sem þykir nokkuð gott í svona framkvæmdum.“ Samgöngur Reykjavík Kópavogur Fossvogsbrú Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Brúin mun tengja saman Kópavog og Reykjavík, líkt og sjá má í fréttinni í spilaranum hér að neðan. Hún verður fyrir almenningssamgöngur og hjólandi og gangandi vegfarendur, en ekki einkabílinn. En sitt sýnist hverjum um gagnsemi framkvæmdarinnar, og kostnaðinn. „Þessi brú verður mjög dýr, hún verður ekki undir tíu milljörðum króna að mínu áliti. Kostnaðaráætlanir hafa margfaldast. En hún leysir í rauninni lítinn sem engan vanda fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta verkefni er ekki arðsamt, það væri hægt að finna verkefni sem væru arðsöm og miklu þarfari, fyrir þessa fjármuni,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Kjartan nefnir þar mislæg gatnamót á fjölförnustu gatnamótum borgarinnar, sem og eflingu Strætó. Nýting brúarinnar verði einhver, en þó ekki þannig að það réttlæti 8,3 milljarða kostnaðaráætlun. „Þarna erum við bara að setja allt of mikla peninga í eitthvað sem leysir lítinn sem engan vanda, alveg eins og Bragginn frægi sem er rétt við hliðina á okkur,“ sagði Kjartan þar sem hann var tekinn tali á þeim slóðum sem Reykjavíkurhluti brúarinnar mun standa. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar Brúin muni nýtast vel Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna, félagsins sem heldur utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, segir fullyrðingar um litla nýtingu eða kostnað yfir 10 milljarða ekki standast. Hönnun sé langt komin, og því sé kostnaðaráætlun áreiðanlegri. „Þannig að ég hef ekki mikla trú á því að það breytist mikið úr þessu. Ekki nema það verði einhverjar breytingar á ytri aðstæðum, á verði á stáli eða steypu, eða eitthvað óvænt komi upp á,“ segir Davíð. Brúin verði vel nýtt. „Það er gert ráð fyrir að 10 þúsund manns sem muni nota þessa brú daglega. Það er svipaður fjöldi og fer um Hvalfjarðargöng á hverjum degi, sem er nú ansi mikið, það eru fjölförnustu göng á Íslandi.“ Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna.Vísir/Einar Brúin muni einnig nýtast þeim sem ekki noti hana, en 60 þúsund manns keyra um Fossvoginn á hverjum degi. „Þetta léttir á umferðinni þar, þannig að það verða tíu þúsund manns sem munu ekki keyra um Fossvoginn, til viðbótar við þá 60 þúsund sem keyra þar í dag.“ Félagshagfræðileg greining á fyrstu lotu Borgalínu, þar með talið Fossvogsbrú, bendi til ábata upp á 26 milljarða á 30 árum. „Og að arðsemi sé um sjö prósent, sem þykir nokkuð gott í svona framkvæmdum.“
Samgöngur Reykjavík Kópavogur Fossvogsbrú Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira