Hissa og sorgmædd yfir ákvörðun VR Magnús Jochum Pálsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. febrúar 2024 20:22 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri SA segir það miður að VR hafi slitið viðræðum í ljósi þess að félagið var búið að samþykkja launaliðinn og að horft væri til verðbólguviðmiða. Það væri sorglegt að 0,2 prósentustiga munur hafi gert útslagið. Fulltrúar breiðfylkingar stéttarfélaga, fagfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í Karphúsinu í allan dag. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, um ákvörðun VR að ganga frá borði. Hlusta má á viðtalið eftir um 2 mínútur og 20 sekúndur í klippunni að neðan. Sigríður Margrét sagði langtímakjarasamninga sem geta stuðlað að efnahagslegum stöðugleika á Íslandi vera það mikilvægasta sem verið væri að vinna að í viðræðunum. Henni þykir miður að VR hafi hætt þegar viðræðurnar voru komnar svona langt. Hver eru viðbrögð þín við útspili VR? „Okkur þykir það mjög miður að VR hafi ákveðið að slíta sig frá þessu samstarfi vegna þess að VR var áður búið að samþykkja launaliðinn sem við erum að semja um og eins var VR búið að samþykkja það að við værum að horfa til verðbólguviðmiða í svokölluðum forsenduákvæðum sem eru auðvitað nauðsynlegur hluti af því að gera svona langtímakjarasamninga,“ sagði hún. Öll stéttarfélög samþykkt viðmiðið nema VR Ragnar Þór sagði fyrr í dag að ágreiningur um forsenduákvæðið hafa snúið að tímasetningum. Sigríður segir sorglegt að 0,2 prósentustiga munur á verðbólguviðmiði hafi gert útslagið. Var ekki hægt að hliðra til tímasetningum? „Sorglega staðreyndin er sú að VR fer frá þessum viðræðum meðan það munar 0,2 prósentustigum á því verðbólguviðmiði sem við erum að horfa til og öll önnur stéttarfélög voru tilbúin til að samþykkja. Það munaði þremur mánuðum á viðmiðunartímabilinu sem við erum að horfa til varðandi verðbólguviðmiðin,“ sagði hún. „Frá okkar bæjardyrum séð finnst okkur þetta fyrst og fremst miður vegna þess að VR var búið að samþykkja þessa launastefnu, þennan launalið og eins líka það að horfa til þess að vera að miða við verðbólguviðmiðin í forsenduákvæðunum,“ sagði hún. „Fyrst og fremst hissa og sorgmædd“ Ragnar Þór sagði tímasetninguna á forsenduákvæðunum vera stóran þátt í viðræðunum. Sigríður setti spurningarmerki við ákvörðunina og segist bæði hissa og sorgmædd. Finnst þér þetta ábyrgðalaust af formanni eða stjórn VR að stíga frá borði? „Við setjum spurningarmerki við að þau stígi frá borði á þessum tímapunkti eftir að hafa verið búin að samþykkja launaliðinn, samþykkja það að horfa til verðbólguviðmiða. Við höfum svo sannarlega verið tilbúin til þess og vitum að það sé mikilvægt að það séu forsenduákvæði inni í svona langtímakjarasamningum,“ sagði Sigríður. „Við erum bara fyrst og fremst hissa og sorgmædd,“ bætti hún við. Nást samningar um helgina? „Við ætlum að gera okkar allra besta til að svo geti verið vegna þess að þetta eru tímamótasamningar sem við erum að gera. Gríðarlega mikilvægir samningar til að hér geti verið efnahagslegur stöðugleiki,“ sagði hún. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Atvinnurekendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51 Fagfélögin undirbúa verkfallsaðgerðir Fagfélögin, sem innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS, samþykktu á fjölmennum fundi í dag að stofna aðgerðahóp til að undirbúa verkfallsaðgerðir. 23. febrúar 2024 16:18 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Fulltrúar breiðfylkingar stéttarfélaga, fagfélaga og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað í Karphúsinu í allan dag. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, um ákvörðun VR að ganga frá borði. Hlusta má á viðtalið eftir um 2 mínútur og 20 sekúndur í klippunni að neðan. Sigríður Margrét sagði langtímakjarasamninga sem geta stuðlað að efnahagslegum stöðugleika á Íslandi vera það mikilvægasta sem verið væri að vinna að í viðræðunum. Henni þykir miður að VR hafi hætt þegar viðræðurnar voru komnar svona langt. Hver eru viðbrögð þín við útspili VR? „Okkur þykir það mjög miður að VR hafi ákveðið að slíta sig frá þessu samstarfi vegna þess að VR var áður búið að samþykkja launaliðinn sem við erum að semja um og eins var VR búið að samþykkja það að við værum að horfa til verðbólguviðmiða í svokölluðum forsenduákvæðum sem eru auðvitað nauðsynlegur hluti af því að gera svona langtímakjarasamninga,“ sagði hún. Öll stéttarfélög samþykkt viðmiðið nema VR Ragnar Þór sagði fyrr í dag að ágreiningur um forsenduákvæðið hafa snúið að tímasetningum. Sigríður segir sorglegt að 0,2 prósentustiga munur á verðbólguviðmiði hafi gert útslagið. Var ekki hægt að hliðra til tímasetningum? „Sorglega staðreyndin er sú að VR fer frá þessum viðræðum meðan það munar 0,2 prósentustigum á því verðbólguviðmiði sem við erum að horfa til og öll önnur stéttarfélög voru tilbúin til að samþykkja. Það munaði þremur mánuðum á viðmiðunartímabilinu sem við erum að horfa til varðandi verðbólguviðmiðin,“ sagði hún. „Frá okkar bæjardyrum séð finnst okkur þetta fyrst og fremst miður vegna þess að VR var búið að samþykkja þessa launastefnu, þennan launalið og eins líka það að horfa til þess að vera að miða við verðbólguviðmiðin í forsenduákvæðunum,“ sagði hún. „Fyrst og fremst hissa og sorgmædd“ Ragnar Þór sagði tímasetninguna á forsenduákvæðunum vera stóran þátt í viðræðunum. Sigríður setti spurningarmerki við ákvörðunina og segist bæði hissa og sorgmædd. Finnst þér þetta ábyrgðalaust af formanni eða stjórn VR að stíga frá borði? „Við setjum spurningarmerki við að þau stígi frá borði á þessum tímapunkti eftir að hafa verið búin að samþykkja launaliðinn, samþykkja það að horfa til verðbólguviðmiða. Við höfum svo sannarlega verið tilbúin til þess og vitum að það sé mikilvægt að það séu forsenduákvæði inni í svona langtímakjarasamningum,“ sagði Sigríður. „Við erum bara fyrst og fremst hissa og sorgmædd,“ bætti hún við. Nást samningar um helgina? „Við ætlum að gera okkar allra besta til að svo geti verið vegna þess að þetta eru tímamótasamningar sem við erum að gera. Gríðarlega mikilvægir samningar til að hér geti verið efnahagslegur stöðugleiki,“ sagði hún.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Atvinnurekendur Vinnumarkaður Tengdar fréttir VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51 Fagfélögin undirbúa verkfallsaðgerðir Fagfélögin, sem innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS, samþykktu á fjölmennum fundi í dag að stofna aðgerðahóp til að undirbúa verkfallsaðgerðir. 23. febrúar 2024 16:18 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51
Fagfélögin undirbúa verkfallsaðgerðir Fagfélögin, sem innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS, samþykktu á fjölmennum fundi í dag að stofna aðgerðahóp til að undirbúa verkfallsaðgerðir. 23. febrúar 2024 16:18