Gerðist svo ógnarhratt að þau gátu ekki tekið neitt með sér Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 21:01 Erla María hefur verið búsett í Valencia nær óslitið síðan 2006. Hún segir borgarbúa slegna vegna stórbrunans. Samsett Minnst tíu fórust í gríðarlegum eldsvoða í fjölbýlishúsi í Valencia á Spáni í gær. Íslendingur búsettur í borginni segir íbúa í algjöru áfalli. Fjölskylda sem hún þekkir missti heimili sitt í brunanum. Eldurinn braust út rétt fyrir kvöldmat í Campanar-hverfinu í norðvesturhluta Valencia. Vitni lýsa því að logarnir hafi breitt ógnarhratt úr sér; húsið hafi orðið alelda á fáeinum mínútum. Einhverjir komust út af sjálfsdáðum en mörgum var bjargað af svölum. Erla María Huttunen, íslenskur kennari sem búsettur er í Valencia, segir borgarbúa í áfalli. „Fólk er bara í sjokki, það býst enginn við svona svakalegu. Ég held að sjokkið sé líka yfir því hvað eldurinn breiddist hratt út og hvernig allt gerðist rosalega hratt. Það koma upp eldar af og til en ekki svona gríðarlega stórir. Og þetta er bara versti eldsvoði í sögu Valencia.“ Viðtal við Erlu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Á meðal þeirra sem misstu heimili sitt í eldsvoðanum er fjölskylda sem Erla kannast við; börnin eru nemendur í skólanum sem hún kennir í og bekkjarfélagar dætra hennar. Yngri strákurinn var veikur heima þegar eldurinn braust út. „Ég held það hafi einmitt verið mamma hans sem var heima með honum og þau sjá að þetta er allt að gerast. Þau grípa blautt handklæði og hlaupa út, gátu ekki tekið neitt með sér af því að þetta gerðist svo rosalega hratt.“ Sá eldri mætti í skólann í dag og var furðu brattur, að sögn Erlu. „Ein bekkjarsystirin var að grátandi og hann segir: Vertu ekkert að gráta, það var nú ég sem lenti í þessu!“ Óttast er að eldfim klæðning utan á húsinu hafi stuðlað að hraðri útbreiðslu eldsins, sem minnir um margt á hinn hryllilega Grenfell-bruna í London árið 2017. Þá var einnig mjög hvasst í Valencia í gær, sem gæti hafa spilað inn í. Þriggja daga sorgartímabili hefur verið lýst yfir í borginni. „Fótboltaleikjum hefur verið aflýst tímabundið, æfingum líka. Dóttir mín átti að fara á fótboltaleik núna en honum var aflýst. Það er mikil sorg. Maður eiginlega áttar sig ekki á því að svona hlutir geti gerst við hliðina á manni.“ Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fresta Valencia leiknum vegna stórbrunans Leikur Valencia í spænsku deildinni fer ekki fram um helgina en liðið átti útileik á móti Granada í La Liga. 23. febrúar 2024 13:32 Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. 23. febrúar 2024 08:28 Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Eldurinn braust út rétt fyrir kvöldmat í Campanar-hverfinu í norðvesturhluta Valencia. Vitni lýsa því að logarnir hafi breitt ógnarhratt úr sér; húsið hafi orðið alelda á fáeinum mínútum. Einhverjir komust út af sjálfsdáðum en mörgum var bjargað af svölum. Erla María Huttunen, íslenskur kennari sem búsettur er í Valencia, segir borgarbúa í áfalli. „Fólk er bara í sjokki, það býst enginn við svona svakalegu. Ég held að sjokkið sé líka yfir því hvað eldurinn breiddist hratt út og hvernig allt gerðist rosalega hratt. Það koma upp eldar af og til en ekki svona gríðarlega stórir. Og þetta er bara versti eldsvoði í sögu Valencia.“ Viðtal við Erlu Maríu í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Á meðal þeirra sem misstu heimili sitt í eldsvoðanum er fjölskylda sem Erla kannast við; börnin eru nemendur í skólanum sem hún kennir í og bekkjarfélagar dætra hennar. Yngri strákurinn var veikur heima þegar eldurinn braust út. „Ég held það hafi einmitt verið mamma hans sem var heima með honum og þau sjá að þetta er allt að gerast. Þau grípa blautt handklæði og hlaupa út, gátu ekki tekið neitt með sér af því að þetta gerðist svo rosalega hratt.“ Sá eldri mætti í skólann í dag og var furðu brattur, að sögn Erlu. „Ein bekkjarsystirin var að grátandi og hann segir: Vertu ekkert að gráta, það var nú ég sem lenti í þessu!“ Óttast er að eldfim klæðning utan á húsinu hafi stuðlað að hraðri útbreiðslu eldsins, sem minnir um margt á hinn hryllilega Grenfell-bruna í London árið 2017. Þá var einnig mjög hvasst í Valencia í gær, sem gæti hafa spilað inn í. Þriggja daga sorgartímabili hefur verið lýst yfir í borginni. „Fótboltaleikjum hefur verið aflýst tímabundið, æfingum líka. Dóttir mín átti að fara á fótboltaleik núna en honum var aflýst. Það er mikil sorg. Maður eiginlega áttar sig ekki á því að svona hlutir geti gerst við hliðina á manni.“
Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fresta Valencia leiknum vegna stórbrunans Leikur Valencia í spænsku deildinni fer ekki fram um helgina en liðið átti útileik á móti Granada í La Liga. 23. febrúar 2024 13:32 Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. 23. febrúar 2024 08:28 Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Fresta Valencia leiknum vegna stórbrunans Leikur Valencia í spænsku deildinni fer ekki fram um helgina en liðið átti útileik á móti Granada í La Liga. 23. febrúar 2024 13:32
Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. 23. febrúar 2024 08:28
Eldur gleypir í sig stóra blokk í Valencia Fjórtán hæða fjölbýlishús er í ljósum logum í Campanarhverfi Valenciaborgar á Spáni. Eldurinn hefur náð til flestra hæða í húsinu og þykkur reykmökkur sést um alla borgina. 22. febrúar 2024 18:41
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent