Mikil uppbygging framundan í Fjarðabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. febrúar 2024 14:01 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands heimsótti meðal annars Fjarðabyggð 2023 og fékk að kynnast öllu því helsta, sem er að gerast í sveitarfélaginu. Aðsend Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð undirbúa sig nú undir mikla fjölgun íbúa í sveitarfélaginu en samkvæmt spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er gert ráð fyrir að íbúunum fjölgi um tæp 10 prósent næstu fimm árin, eða um 520 íbúa. Í dag eru íbúarnir um 5.400 talsins. Í nýrri spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að mikil íbúafjölgun verði í Fjarðabyggð á næstu árin og er staðan þannig í dag að þær íbúðir, sem eru í byggingu í sveitarfélaginu ná ekki að mæta mikilli fólksfjölgun næstu árin. Það þarf því að spýta í lófana og byggja og byggja fleiri íbúðir en Fjarðabyggð ætlar einmitt að skapa skilyrði svo mögulegt verði að byggja um 300 nýjar íbúðir á næstu fimm árum til að mæta spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð. „Það hefur verið mikil þróun hjá okkur og uppbygging ýmiskonar í ýmsum atvinnugreinum og allt kallar þetta á fólk og þá þarf húsnæðisuppbyggingin að fylgja með,” segir bæjarstjórinn. Jóna Árný segir að töluverð uppbygging hafi verið í sveitarfélaginu síðustu þrjú ár og það séu greinilega mjög spennandi tímar framundan hvað varðar frekari uppbyggingu en nú þegar sé verið að byggja nýjar íbúðir hér og þar í sveitarfélaginu. „En það þarf meira og við erum bara að nýta allar leiðir til þess að hvetja umhverfið áfram til þess að stuðla að frekari uppbyggingu íbúahúsæðis í Fjarðabyggð og þar held ég að sé bara góður grunnur til að gera það núna,”segir Jóna Árný. Sveitarfélagið á töluvert af lóðum og því sé ekkert að vanbúnaði til að byrja að byggja á þeim eins og á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði og þá sé töluvert um nýbyggingar á Norðfirði. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð.Aðsend Og það hlýtur að vera gaman að vinna í þessu umhverfi þegar allt er að gerast og mikil spenna framundan? „Já, það er mjög gaman, það er alltaf gaman þegar það er verið að byggja upp og líka bara gaman að sjá væntingar og áhuga íbúa á frekari uppbyggingu,” segir bæjarstjórinn. Íbúar Fjarðabyggðar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið og þá miklu uppbyggingu, sem er þar framundan.Aðsend Og lokaorð bæjarstjórans, Jónu Árnýjar Þórðardóttir eru þessi. „Já, bara, verið velkomin austur, hér er gott samfélag og góðir staðir til að búa á.” Byggðakjarnarnir í sveitarfélaginu.Aðsend Heimasíða Fjarðabyggðar Fjarðabyggð Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Í nýrri spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að mikil íbúafjölgun verði í Fjarðabyggð á næstu árin og er staðan þannig í dag að þær íbúðir, sem eru í byggingu í sveitarfélaginu ná ekki að mæta mikilli fólksfjölgun næstu árin. Það þarf því að spýta í lófana og byggja og byggja fleiri íbúðir en Fjarðabyggð ætlar einmitt að skapa skilyrði svo mögulegt verði að byggja um 300 nýjar íbúðir á næstu fimm árum til að mæta spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð. „Það hefur verið mikil þróun hjá okkur og uppbygging ýmiskonar í ýmsum atvinnugreinum og allt kallar þetta á fólk og þá þarf húsnæðisuppbyggingin að fylgja með,” segir bæjarstjórinn. Jóna Árný segir að töluverð uppbygging hafi verið í sveitarfélaginu síðustu þrjú ár og það séu greinilega mjög spennandi tímar framundan hvað varðar frekari uppbyggingu en nú þegar sé verið að byggja nýjar íbúðir hér og þar í sveitarfélaginu. „En það þarf meira og við erum bara að nýta allar leiðir til þess að hvetja umhverfið áfram til þess að stuðla að frekari uppbyggingu íbúahúsæðis í Fjarðabyggð og þar held ég að sé bara góður grunnur til að gera það núna,”segir Jóna Árný. Sveitarfélagið á töluvert af lóðum og því sé ekkert að vanbúnaði til að byrja að byggja á þeim eins og á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði og þá sé töluvert um nýbyggingar á Norðfirði. Jóna Árný Þórðardóttir er bæjarstjóri í Fjarðabyggð.Aðsend Og það hlýtur að vera gaman að vinna í þessu umhverfi þegar allt er að gerast og mikil spenna framundan? „Já, það er mjög gaman, það er alltaf gaman þegar það er verið að byggja upp og líka bara gaman að sjá væntingar og áhuga íbúa á frekari uppbyggingu,” segir bæjarstjórinn. Íbúar Fjarðabyggðar eru mjög ánægðir með sveitarfélagið og þá miklu uppbyggingu, sem er þar framundan.Aðsend Og lokaorð bæjarstjórans, Jónu Árnýjar Þórðardóttir eru þessi. „Já, bara, verið velkomin austur, hér er gott samfélag og góðir staðir til að búa á.” Byggðakjarnarnir í sveitarfélaginu.Aðsend Heimasíða Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira