Stjórnlaust örríki Sævar Þór Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 11:30 Það er víða vandi við stjórnun þessa lands. Stjórnarflokkarnir eru langt því frá samstíga við stjórnun landsins og mikil ólga á meðla þeirra. Það sem heldur þeim hugsanlega saman er ástandið í efnahagsmálum og ástandið í Grindavík. Þetta er eins og hjá hjónum sem eru búin að ákveða að skilja en ætla að hanga saman fram yfir jól, svona fyrir börnin. Leiða má líkum að því að eftir skilnaðinn verði skiptin ekki jöfn og þar hallar eflaust mest á Vinstri-græn sem fara hvað verst út úr þessu ef marka má kannanir. Þá má þó ekki gleyma einum mikilvægum þætti í þessu og það eru völdin sem stjórnmálamenn virðist halda fast í og vilja ekki sleppa hendinni af þrátt fyrir óánægju innan eigin raða með stjórnarsamstarfið. En vandinn er ekki bara misklíð á stjórnarheimilinu því landið virðist vera sumpart stjórnlaust. Það væri of langt mál að skrifa um það allt í grein þessari á þessum fallega sunnudegi en staðreyndin er sú að ef horft er á vandamálin sem steðja að þessari þjóð þá má vel draga þá ályktun að landið sé á barmi stjórnleysis. Í innflytjendamálum ríkir algjört stjórnleysi eða stefnuleysi sem lýsir sér í hömlulausum fjárútlátum og getuleysi í því að móta stefnu til að taka á þeim málum. Afgreiðsla mála er seinvirk sem kostar þessa litlu þjóð gríðlega fjármuni. Geta til að taka á móti fólki eða sinna þörfum þess er á þolmörkum. Önnur þjónusta líka, s.s. við borgara þessa lands hvort sem það er í heilbrigðiskerfinu og á sviði félagsþjónustu. Öldrunarmál eru reyndar í ógöngum vegna stefnuleysis. Aldraðir einstaklingar sem þurfa þjónustu eða sértæk úrræði enda á biðlista eftir þjónustu og stundum mætti halda að stefna í málaflokknum væri einfaldlega að bíða eftir því að viðkomandi falli frá svo ekki þurfi að sinna honum. Þá kárnar gamanið í samgöngumálum þar sem stefnan er að skattleggja borgara þessa lands enn frekar til að viðhalda vegakerfi sem átti upphaflega að viðhalda með annarri skattheimtu sem virðist ekki lengur duga til þess. Þá virðist stefnubreyting hafa skyndilega orðið í rafbílavæðingunni með nýrri skattheimtu sem hefur dregið verulega úr kaupum á rafbílum. Það er kannski bara gott því innviðir eru hvort eð er ekki tilbúnir til að taka á móti nýjum rafbílum og orkuskortur virðist yfirvofandi í orkumálum. Efnahagsmálin eru heldur ekki góð því hér er óðaverðbólga sem virðist ekki vera hægt að ná tökum á. Það stoppaði samt ekki stjórnvöld í að halda stóra veislu fyrir stórþjóðir heimsins sem kostaði okkur milljarða bara svo ásýnd landsins yrði betri út á við en innihald var fyrir. Embættismannakerfið svokallaða þrífst vel í þessum aðstæðum eins og sjá má á nýlegu dæmi um bónuskerfi skattaeftirlitsins þar sem starfsmenn eftirlitsins gátu skaffað sér háa bónusa á kostnað skattgreiðenda með því að kreist meira út úr skattgreiðendum, því meira sem var kreist - því meira fengu þeir í eigin vasa. Þetta þótti embættismönnum hið best mál þar til upp komst og fjölmiðlar fóru að þjarma að þeim. Sama er hægt að segja um dómstóla landsins þar sem engin stjórnsýsla er til staðar og dómstjórar ráða lögum og lofum án eftirlits. Líklega er Ísland eina Norðurlandaþjóðin sem viðhefur slíkt kerfi sem er í reynd galið að ekki sé meira gagnsæi við stjórnun dómstólanna, sem eiga að útdeila réttlæti í landinu. Í lokin ekki gleyma höfuðborginni okkar sem ræðst á almenna borgara með sektargreiðslum vegna bílastæða sem fólk hefur nýtt í áratugi. Sumir kalla þetta enn eitt dæmið um aðförina að einkabílnum en kannski er borgin bara orðin svona blönk eftir áralanga vinstri slagsíðu og stjórnleysi í fjármálum. Það er alveg ljóst að þessi þjóð þarf nú kjarkmikla stjórnmálamenn sem þora að móta raunhæfa stefnu í þessum málum sem er hægt að vinna þannig að stjórnsýslan og stjórnun landsins verði markviss og gagnsæ. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það er víða vandi við stjórnun þessa lands. Stjórnarflokkarnir eru langt því frá samstíga við stjórnun landsins og mikil ólga á meðla þeirra. Það sem heldur þeim hugsanlega saman er ástandið í efnahagsmálum og ástandið í Grindavík. Þetta er eins og hjá hjónum sem eru búin að ákveða að skilja en ætla að hanga saman fram yfir jól, svona fyrir börnin. Leiða má líkum að því að eftir skilnaðinn verði skiptin ekki jöfn og þar hallar eflaust mest á Vinstri-græn sem fara hvað verst út úr þessu ef marka má kannanir. Þá má þó ekki gleyma einum mikilvægum þætti í þessu og það eru völdin sem stjórnmálamenn virðist halda fast í og vilja ekki sleppa hendinni af þrátt fyrir óánægju innan eigin raða með stjórnarsamstarfið. En vandinn er ekki bara misklíð á stjórnarheimilinu því landið virðist vera sumpart stjórnlaust. Það væri of langt mál að skrifa um það allt í grein þessari á þessum fallega sunnudegi en staðreyndin er sú að ef horft er á vandamálin sem steðja að þessari þjóð þá má vel draga þá ályktun að landið sé á barmi stjórnleysis. Í innflytjendamálum ríkir algjört stjórnleysi eða stefnuleysi sem lýsir sér í hömlulausum fjárútlátum og getuleysi í því að móta stefnu til að taka á þeim málum. Afgreiðsla mála er seinvirk sem kostar þessa litlu þjóð gríðlega fjármuni. Geta til að taka á móti fólki eða sinna þörfum þess er á þolmörkum. Önnur þjónusta líka, s.s. við borgara þessa lands hvort sem það er í heilbrigðiskerfinu og á sviði félagsþjónustu. Öldrunarmál eru reyndar í ógöngum vegna stefnuleysis. Aldraðir einstaklingar sem þurfa þjónustu eða sértæk úrræði enda á biðlista eftir þjónustu og stundum mætti halda að stefna í málaflokknum væri einfaldlega að bíða eftir því að viðkomandi falli frá svo ekki þurfi að sinna honum. Þá kárnar gamanið í samgöngumálum þar sem stefnan er að skattleggja borgara þessa lands enn frekar til að viðhalda vegakerfi sem átti upphaflega að viðhalda með annarri skattheimtu sem virðist ekki lengur duga til þess. Þá virðist stefnubreyting hafa skyndilega orðið í rafbílavæðingunni með nýrri skattheimtu sem hefur dregið verulega úr kaupum á rafbílum. Það er kannski bara gott því innviðir eru hvort eð er ekki tilbúnir til að taka á móti nýjum rafbílum og orkuskortur virðist yfirvofandi í orkumálum. Efnahagsmálin eru heldur ekki góð því hér er óðaverðbólga sem virðist ekki vera hægt að ná tökum á. Það stoppaði samt ekki stjórnvöld í að halda stóra veislu fyrir stórþjóðir heimsins sem kostaði okkur milljarða bara svo ásýnd landsins yrði betri út á við en innihald var fyrir. Embættismannakerfið svokallaða þrífst vel í þessum aðstæðum eins og sjá má á nýlegu dæmi um bónuskerfi skattaeftirlitsins þar sem starfsmenn eftirlitsins gátu skaffað sér háa bónusa á kostnað skattgreiðenda með því að kreist meira út úr skattgreiðendum, því meira sem var kreist - því meira fengu þeir í eigin vasa. Þetta þótti embættismönnum hið best mál þar til upp komst og fjölmiðlar fóru að þjarma að þeim. Sama er hægt að segja um dómstóla landsins þar sem engin stjórnsýsla er til staðar og dómstjórar ráða lögum og lofum án eftirlits. Líklega er Ísland eina Norðurlandaþjóðin sem viðhefur slíkt kerfi sem er í reynd galið að ekki sé meira gagnsæi við stjórnun dómstólanna, sem eiga að útdeila réttlæti í landinu. Í lokin ekki gleyma höfuðborginni okkar sem ræðst á almenna borgara með sektargreiðslum vegna bílastæða sem fólk hefur nýtt í áratugi. Sumir kalla þetta enn eitt dæmið um aðförina að einkabílnum en kannski er borgin bara orðin svona blönk eftir áralanga vinstri slagsíðu og stjórnleysi í fjármálum. Það er alveg ljóst að þessi þjóð þarf nú kjarkmikla stjórnmálamenn sem þora að móta raunhæfa stefnu í þessum málum sem er hægt að vinna þannig að stjórnsýslan og stjórnun landsins verði markviss og gagnsæ. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun