Þarfagreining: Hvar þurfa liðin í Bestu deild karla að styrkja sig? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. febrúar 2024 10:00 Þjálfarar í Bestu deild karla hafa um margt að hugsa fram að móti. Keppni í Bestu deildinni hefst 6. apríl. Það styttist óðum í að keppni í Bestu deild karla hefjist. Að því tilefni réðist Vísir í þarfagreiningu fyrir liðin í deildinni. Víkingur Íslands- og bikarmeistararnir eru vel í stakk búnir til að verja titlana tvo sem þeir unnu á síðasta tímabili. Þeir misstu vissulega besta leikmanns síðasta tímabils, Birni Snæ Ingason, en hafa fengið Valdimar Þór Ingimundarson, Jón Guðna Fjóluson og Pálma Rafn Arinbjörnsson. En Víkingar hafa ekki enn fyllt skarðið sem Logi Tómasson skildi eftir sig þegar hann fór undir lok síðasta tímabils. Í leikmannahópi Víkings er enginn eiginlegur vinstri bakvörður og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, myndi eflaust ekki slá hendinni á móti einum slíkum. Valur Hlynur Freyr Karlsson var einn besti leikmaður Vals á síðasta tímabili. Hann lék jafnan aftastur á miðjunni en gekk í öll störf og reddaði liðinu margoft. Hlynur er farinn til Haugasunds í Noregi og Valur hefur ekki fengið mann í hans stað. Birkir Heimisson mun líklega leysa stöðu varnarmiðjumanns sem er svo mikilvæg í 4-3-3 leikkerfinu sem Arnar Grétarsson notar jafnan en Valur þarf annan miðjumann til. Valur er heldur ekki með eiginlegan varamann fyrir Patrick Pedersen en Tryggvi Hrafn Haraldsson ætti að geta fyllt stöðu fremsta manns ef Daninn verður eitthvað frá. Stjarnan Það er kannski skrítið að segja að liðið sem var með bestu vörnina á síðasta tímabili þurfi liðsstyrk þar en það er samt raunin. Bronsliðið frá því í fyrra er vel mannað en myndi ekki veita af einum miðverði í viðbót. Guðmundur Kristjánsson verður ekkert yngri og Daníel Laxdal er farinn að nálgast fertugt. Stjarnan hefði svo eflaust viljað fá Alex Þór Hauksson aftur heim en Jóhann Árni Gunnarsson hefur leyst stöðu aftasta miðjumanns vel þótt hann sé vanari að vera framar á vellinum. Breiðablik Blikar eru í leit að miðverði og framherja en samkvæmt fréttum eru þeir búnir að finna menn í þær stöður. Danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær og norski framherjinn Benjamin Stokke ku vera á leiðinni í Kópavoginn. Anton Ari Einarsson átti ekki gott sumar í marki Breiðabliks í fyrra en Blikar virðast ætla að halda tryggð við hann. Breiðablik hefur misst þrjá miðjumenn sem spiluðu mikið í fyrra, Anton Loga Lúðvíksson, Gísla Eyjólfsson og Ágúst Eðvald Hlynsson, og gæti ef til vill þurft að fylla þau skörð. FH Kjartan Henry Finnbogason reyndist FH vel í fyrra og var markahæsti maður liðsins. Hann er hættur og orðinn aðstoðarþjálfari. Úlfur Ágúst Björnsson fer til náms í Bandaríkjunum seinni hluta sumars og FH-inga vantar sárlega framherja í hópinn. Þá hefur skarð Davíðs Snæs Jóhannssonar, sem lék vel í fyrra, ekki verið fyllt. FH hefur verið rólegt á félagaskiptamarkaðnum í vetur en gæti þurft að ranka við sér þar til að tryggja stöðu sína í efri hluta deildarinnar. KR Öfugt við FH hefur KR verið nokkuð stórtækt á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Aron Sigurðarson og Alex Þór komu heim úr atvinnumennsku og Guy Smit er kominn í markið. KR-ingar hafa aftur á móti ekki fyllt skörð þeirra Kennies Chopart, Jakobs Franz Pálssonar og Kristins Jónssonar sem eru farnir úr vörninni. Eins og staðan er núna er KR-vörnin mjög ung og Gregg Ryder þarf nauðsynlega á meiri reynslu að halda aftast á vellinum. KA KA þarf liðsstyrk en það er kannski erfiðara að festa fingur á hvar þeir þurfa hann. Hans Viktor Guðmundsson er kominn og honum er væntanlega ætlað að fylla skarð Dusans Brkovic sem er farinn í FH. Jóan Símun Edmundsson er horfinn á braut og Sveinn Margeir Hauksson klárar ekki tímabilið vegna náms erlendis svo KA-menn þurfa á styrkingu framarlega á vellinum að halda. Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur dregið sóknarvagninn hjá KA undanfarin ár og liðið þarf einhvern til að létta undir með honum. Svo er leikmannahópur KA orðinn svolítið aldraður og veitti ekkert af smá yfirhalningu. Fylkir Árbæjarliðið vantar sóknarmann, eða sóknarmenn öllu heldur. Pétur Bjarnason er farinn í Vestra og Ólafur Karl Finsen hættur en þeir reyndust Fylki vel í fyrra. Sóknarmiðjumaðurinn Matthias Præst er kominn en Fylkir þarf fleiri hendur á dekk framarlega á vellinum. Þá hafa Árbæingar ekki fyllt skarð Arnórs Gauta Jónssonar sem er farinn í Breiðablik. HK Hvar á að byrja? HK endaði síðasta tímabil illa, hefur lítið getað í vetur og hefur ekki fengið einn einasta leikmann. Og HK-ingar þurfa nauðsynlega leikmenn. Frá síðasta tímabili hafa þeir misst Ahmad Faqa, Hassan Jalloh, Anton Söjlund og sinn markahæsta mann, Örvar Eggertsson. Þörfin eftir liðsstyrk er víða en mest knýjandi er að fá miðvörð og einhvern sem getur skorað. Ef þeir leikmenn koma ekki er hætt við að sumarið verði mjög langt í efri byggðum Kópavogs. Fram Kennie Chopart fylgdi Rúnari Kristinssyni til Fram og Kyle McLagan og Þorri Stefán Þorbjörnsson eru komnir aftur til liðsins. Fram er því búið að styrkja vörnina en vantar enn vinstri bakvörð. Svo veitti Fram ekkert af auka miðjumanni og framherja, sérstaklega ef liðið ætlar að spila tveggja framherja leikkerfi í sumar. ÍA Skagamenn hafa verið duglegir á leikmannamarkaðnum í vetur enda veskið orðið þyngra eftir Hákonssöluna. ÍA hefur fengið Hinrik Harðarson, Marko Vardic, Oliver Stefánsson, vin Erlings Haaland, norska varnarmanninn Erik Tobias Sandberg, og svo gæti Rúnar Már Sigurjónsson verið á leiðinni. Skagamenn gætu samt enn þurft kantmann í staðinn fyrir Gísla Laxdal Unnarsson sem fór í Val. Vestri Nýliðarnir frá Ísafirði þurfa markvörð. Marvin Darri Steinarsson stóð sig vel í fyrra og hefur verið í markinu í Lengjubikarnum en Vestri er eflaust á höttunum eftir reyndari manni í búrið. Svo veitti liðinu ekkert af hægri kantmanni til að fá jafnari ógn í sóknarleikinn. Besta deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Víkingur Íslands- og bikarmeistararnir eru vel í stakk búnir til að verja titlana tvo sem þeir unnu á síðasta tímabili. Þeir misstu vissulega besta leikmanns síðasta tímabils, Birni Snæ Ingason, en hafa fengið Valdimar Þór Ingimundarson, Jón Guðna Fjóluson og Pálma Rafn Arinbjörnsson. En Víkingar hafa ekki enn fyllt skarðið sem Logi Tómasson skildi eftir sig þegar hann fór undir lok síðasta tímabils. Í leikmannahópi Víkings er enginn eiginlegur vinstri bakvörður og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, myndi eflaust ekki slá hendinni á móti einum slíkum. Valur Hlynur Freyr Karlsson var einn besti leikmaður Vals á síðasta tímabili. Hann lék jafnan aftastur á miðjunni en gekk í öll störf og reddaði liðinu margoft. Hlynur er farinn til Haugasunds í Noregi og Valur hefur ekki fengið mann í hans stað. Birkir Heimisson mun líklega leysa stöðu varnarmiðjumanns sem er svo mikilvæg í 4-3-3 leikkerfinu sem Arnar Grétarsson notar jafnan en Valur þarf annan miðjumann til. Valur er heldur ekki með eiginlegan varamann fyrir Patrick Pedersen en Tryggvi Hrafn Haraldsson ætti að geta fyllt stöðu fremsta manns ef Daninn verður eitthvað frá. Stjarnan Það er kannski skrítið að segja að liðið sem var með bestu vörnina á síðasta tímabili þurfi liðsstyrk þar en það er samt raunin. Bronsliðið frá því í fyrra er vel mannað en myndi ekki veita af einum miðverði í viðbót. Guðmundur Kristjánsson verður ekkert yngri og Daníel Laxdal er farinn að nálgast fertugt. Stjarnan hefði svo eflaust viljað fá Alex Þór Hauksson aftur heim en Jóhann Árni Gunnarsson hefur leyst stöðu aftasta miðjumanns vel þótt hann sé vanari að vera framar á vellinum. Breiðablik Blikar eru í leit að miðverði og framherja en samkvæmt fréttum eru þeir búnir að finna menn í þær stöður. Danski miðvörðurinn Daniel Obbekjær og norski framherjinn Benjamin Stokke ku vera á leiðinni í Kópavoginn. Anton Ari Einarsson átti ekki gott sumar í marki Breiðabliks í fyrra en Blikar virðast ætla að halda tryggð við hann. Breiðablik hefur misst þrjá miðjumenn sem spiluðu mikið í fyrra, Anton Loga Lúðvíksson, Gísla Eyjólfsson og Ágúst Eðvald Hlynsson, og gæti ef til vill þurft að fylla þau skörð. FH Kjartan Henry Finnbogason reyndist FH vel í fyrra og var markahæsti maður liðsins. Hann er hættur og orðinn aðstoðarþjálfari. Úlfur Ágúst Björnsson fer til náms í Bandaríkjunum seinni hluta sumars og FH-inga vantar sárlega framherja í hópinn. Þá hefur skarð Davíðs Snæs Jóhannssonar, sem lék vel í fyrra, ekki verið fyllt. FH hefur verið rólegt á félagaskiptamarkaðnum í vetur en gæti þurft að ranka við sér þar til að tryggja stöðu sína í efri hluta deildarinnar. KR Öfugt við FH hefur KR verið nokkuð stórtækt á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Aron Sigurðarson og Alex Þór komu heim úr atvinnumennsku og Guy Smit er kominn í markið. KR-ingar hafa aftur á móti ekki fyllt skörð þeirra Kennies Chopart, Jakobs Franz Pálssonar og Kristins Jónssonar sem eru farnir úr vörninni. Eins og staðan er núna er KR-vörnin mjög ung og Gregg Ryder þarf nauðsynlega á meiri reynslu að halda aftast á vellinum. KA KA þarf liðsstyrk en það er kannski erfiðara að festa fingur á hvar þeir þurfa hann. Hans Viktor Guðmundsson er kominn og honum er væntanlega ætlað að fylla skarð Dusans Brkovic sem er farinn í FH. Jóan Símun Edmundsson er horfinn á braut og Sveinn Margeir Hauksson klárar ekki tímabilið vegna náms erlendis svo KA-menn þurfa á styrkingu framarlega á vellinum að halda. Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur dregið sóknarvagninn hjá KA undanfarin ár og liðið þarf einhvern til að létta undir með honum. Svo er leikmannahópur KA orðinn svolítið aldraður og veitti ekkert af smá yfirhalningu. Fylkir Árbæjarliðið vantar sóknarmann, eða sóknarmenn öllu heldur. Pétur Bjarnason er farinn í Vestra og Ólafur Karl Finsen hættur en þeir reyndust Fylki vel í fyrra. Sóknarmiðjumaðurinn Matthias Præst er kominn en Fylkir þarf fleiri hendur á dekk framarlega á vellinum. Þá hafa Árbæingar ekki fyllt skarð Arnórs Gauta Jónssonar sem er farinn í Breiðablik. HK Hvar á að byrja? HK endaði síðasta tímabil illa, hefur lítið getað í vetur og hefur ekki fengið einn einasta leikmann. Og HK-ingar þurfa nauðsynlega leikmenn. Frá síðasta tímabili hafa þeir misst Ahmad Faqa, Hassan Jalloh, Anton Söjlund og sinn markahæsta mann, Örvar Eggertsson. Þörfin eftir liðsstyrk er víða en mest knýjandi er að fá miðvörð og einhvern sem getur skorað. Ef þeir leikmenn koma ekki er hætt við að sumarið verði mjög langt í efri byggðum Kópavogs. Fram Kennie Chopart fylgdi Rúnari Kristinssyni til Fram og Kyle McLagan og Þorri Stefán Þorbjörnsson eru komnir aftur til liðsins. Fram er því búið að styrkja vörnina en vantar enn vinstri bakvörð. Svo veitti Fram ekkert af auka miðjumanni og framherja, sérstaklega ef liðið ætlar að spila tveggja framherja leikkerfi í sumar. ÍA Skagamenn hafa verið duglegir á leikmannamarkaðnum í vetur enda veskið orðið þyngra eftir Hákonssöluna. ÍA hefur fengið Hinrik Harðarson, Marko Vardic, Oliver Stefánsson, vin Erlings Haaland, norska varnarmanninn Erik Tobias Sandberg, og svo gæti Rúnar Már Sigurjónsson verið á leiðinni. Skagamenn gætu samt enn þurft kantmann í staðinn fyrir Gísla Laxdal Unnarsson sem fór í Val. Vestri Nýliðarnir frá Ísafirði þurfa markvörð. Marvin Darri Steinarsson stóð sig vel í fyrra og hefur verið í markinu í Lengjubikarnum en Vestri er eflaust á höttunum eftir reyndari manni í búrið. Svo veitti liðinu ekkert af hægri kantmanni til að fá jafnari ógn í sóknarleikinn.
Besta deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira