Taxi! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2024 14:30 Ég bið lesendur velvirðingar á að sletta í fyrirsögn en sú var tíð að hægt var að ná sér í leigubíl í Reykjavík með því að veifa og kalla frá gangstéttarbrún. Þú gast treyst því að laus bíll stöðvaði, stigið um borð og fengið örugga ferð heim að dyrum hvert sem ferðinni var heitið og greitt uppsett verð samkvæmt mæli. Þú gast gengið að því vísu að bílstjórinn skildi hvað þú sagðir og að hann rataði á áfangastað. Ekki lengur. Sá og þó einkanlega sú sem kallar á leigubíl á Höfuðborgarsvæðinu eða tekur leigubíl í röð í Reykjavík eða við Leifsstöð veit ekkert hvaða þjónustu hann eða hún fær nema bíllinn sé merktur ábyrgri leigubílastöð. Veit ekkert um hvort bíll og bílstjóri uppfylli settar reglur. Veit ekkert um hvort bíll og bílstjóri eru skráð á leigubílastöð. Veit ekkert um hvort bílstjóri hefur tilskilin leyfi og réttindi. Veit ekkert um hvort leigubíllinn sé fulltryggður. Veit ekki fyrirfram hvort bílstjóri skilur þig eða ratar um Höfuðborgarsvæðið og nágrenni. Meðan þetta ástand varir eru þau ein óhult sem panta bíl með símtali eða appi ellegar aðgæta hvort leigubíll í röð sé merktur ábyrgri leigubílastöð. Því miður eru nokkur mjög alvarleg og sár dæmi um reynslu af mislukkaðri „frelsun“ leigubílamarkaðarins og hafa ekki öll komið fram í dagsljósið. Þau alvarlegustu eru meint kynferðisbrot en einnig berast fréttir af ofrukkunum, hótunum um líkamsmeiðingar og fleira. Rökstuddur grunur er um að leigubílstjórar utan ábyrgra leigubílastöðva féfletti erlenda ferðamenn m.a. á leið til og frá Keflavíkurflugvelli. Það kemur óorði á íslenska ferðaþjónustu. Þessa þróun þarf að stöðva strax. Einn stjórmálaflokkur stóð vaktina þegar lögum um leigubifreiðar var breytt og tafði framgang laganna nokkrum sinnum. Nefnilega Miðflokkurinn. Við marg vöruðum við þeim afleiðingum sem ,,aukið frjálsræði” í leigubílaakstri myndu hafa. Við lögðum ofuráherslu á öryggi farþega í hvívetna. En allt kom fyrir ekki. Að lokum máttum við ekki við margnum og málið var keyrt í gegn. Það hlýtur að vera keppikefli allra að tryggja öryggi viðskiptavina þeirra sem nota þjónustu leigubifreiða. Það má ekki eyðileggja þá góðu og öruggu þjónustu sem byggst hefur upp undanfarna áratugi með fúski og fljótræði í nafni frjálsræðis. Breytum lögum nú þegar áður en fleiri alvarleg atvik verða. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Leigubílar Miðflokkurinn Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bið lesendur velvirðingar á að sletta í fyrirsögn en sú var tíð að hægt var að ná sér í leigubíl í Reykjavík með því að veifa og kalla frá gangstéttarbrún. Þú gast treyst því að laus bíll stöðvaði, stigið um borð og fengið örugga ferð heim að dyrum hvert sem ferðinni var heitið og greitt uppsett verð samkvæmt mæli. Þú gast gengið að því vísu að bílstjórinn skildi hvað þú sagðir og að hann rataði á áfangastað. Ekki lengur. Sá og þó einkanlega sú sem kallar á leigubíl á Höfuðborgarsvæðinu eða tekur leigubíl í röð í Reykjavík eða við Leifsstöð veit ekkert hvaða þjónustu hann eða hún fær nema bíllinn sé merktur ábyrgri leigubílastöð. Veit ekkert um hvort bíll og bílstjóri uppfylli settar reglur. Veit ekkert um hvort bíll og bílstjóri eru skráð á leigubílastöð. Veit ekkert um hvort bílstjóri hefur tilskilin leyfi og réttindi. Veit ekkert um hvort leigubíllinn sé fulltryggður. Veit ekki fyrirfram hvort bílstjóri skilur þig eða ratar um Höfuðborgarsvæðið og nágrenni. Meðan þetta ástand varir eru þau ein óhult sem panta bíl með símtali eða appi ellegar aðgæta hvort leigubíll í röð sé merktur ábyrgri leigubílastöð. Því miður eru nokkur mjög alvarleg og sár dæmi um reynslu af mislukkaðri „frelsun“ leigubílamarkaðarins og hafa ekki öll komið fram í dagsljósið. Þau alvarlegustu eru meint kynferðisbrot en einnig berast fréttir af ofrukkunum, hótunum um líkamsmeiðingar og fleira. Rökstuddur grunur er um að leigubílstjórar utan ábyrgra leigubílastöðva féfletti erlenda ferðamenn m.a. á leið til og frá Keflavíkurflugvelli. Það kemur óorði á íslenska ferðaþjónustu. Þessa þróun þarf að stöðva strax. Einn stjórmálaflokkur stóð vaktina þegar lögum um leigubifreiðar var breytt og tafði framgang laganna nokkrum sinnum. Nefnilega Miðflokkurinn. Við marg vöruðum við þeim afleiðingum sem ,,aukið frjálsræði” í leigubílaakstri myndu hafa. Við lögðum ofuráherslu á öryggi farþega í hvívetna. En allt kom fyrir ekki. Að lokum máttum við ekki við margnum og málið var keyrt í gegn. Það hlýtur að vera keppikefli allra að tryggja öryggi viðskiptavina þeirra sem nota þjónustu leigubifreiða. Það má ekki eyðileggja þá góðu og öruggu þjónustu sem byggst hefur upp undanfarna áratugi með fúski og fljótræði í nafni frjálsræðis. Breytum lögum nú þegar áður en fleiri alvarleg atvik verða. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og situr í stjórn Miðflokksins.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun