Vonir bundnar við vopnahlé á Gaza á mánudag Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2024 19:21 Algert vonleysi ríkir meðal Palestínumanna sem hafast við í Rafahborg. Tugir féllu, aðallega konur og börn, í loftárás Ísraelsmanna á íbúðarhús í borginni í dag. AP/Hatem Al Vonir eru bundnar við að vopnahlé komist á í átökunum á Gaza á mánudag. Fjöldi manns hefur fallið í loftárásum Ísraels á Rafahborg undanfarinn sólahring og gífurlegur skortur er á öllum lífsnauðsynjum. Ísraelsher hefur smátt og smátt fært árásir sínar suður á bóginn á Gaza frá því hefndarárásir hersins hófust eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael hinn 7. október. Hundruð þúsunda manna hefur flúið suður eftir Gazaströndinni og eru nú í Rafahborg. Þar hafa Ísraelsmenn haldið uppi stöðugum loftárásum meðal annars á fjölbýlishús þar sem hundrað manns höfðust við síðast liðna nótt, aðallega konur og börn að sögn vitna. Íbúum eru flestar bjargir bannaðar og skortur á öllu, bæði mat, lyfjum og eldsneyti. Fólk bíður klukkustundum saman í von um brauð handa börnum sínum. Shurooq Shannan flúði til Rafah með börn sín þar sem hún deilir tjaldi með átta fjölskyldum. Kona syrgir barn sem lést í loftárás Ísraelshers á borgina Khan Younis í dag.AP/Hatem Ali „Ég er alltaf mætt kl. 6 og bíð í þrjá tíma. Við erum átta fjölskyldur sem búum í einu tjaldi. Ég reyni að ná í brauð handa börnunum. Við eigum ekkert brauð og ástandið er erfitt. Við höfum engan eldivið til að kveikja eld og við eigum ekkert hveiti," sagði Shannan í röðinni í dag. Sameinuðu þjóðunum tekst enn að koma hjálpargögnum til Rafah en ná engan veginn að anna þörfinni. Á Al-Awda spítalanum er neyðin mikil þar sem tugir kvenna fæða börn á hverjum degi og önnur eru tekin með keisaraskurði. En þótt hörmungarnar séu miklar í Rafah er neyðin enn meiri í Gazaborg og nágrenni í norðurhlutanum þangað sem lítið sem ekkert berst af hjálpargögnum. Nú er talið að um 30 þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela á Gaza, sem segjast hafa fellt tíu þúsund vígamenn. Konur og börn eru hátt hlutfall fallina og særðra.AP/Fatima Shbair „Ég óska þess að börnin deyi því ég get ekki gefið þeim brauð. Ég get ekki brauðfætt þau. Ég get ekki gefið börnum mínum að borða. Fólk deyr á hverjum degi. Engin hrísgrjón eru til, enginn maður, ekkert hveiti,“ hrópaði Naim Abouseido örvæntingarfullur á Gazaströndinni í dag þar sem hann hélt í hönd sonar síns. Sprengjunum er hætt að rigna á Gazaborg en neyð íbúanna er algjör. Joe Biden Bandaríkjaforseti vonar að vopnahlé komist á bráðlega fyrir milligöngu Qatar og Egyptalands. „Öryggisráðgjafi minn segir mér að stutt sé eftir. Við erum að nálgast en þetta er ekki enn búið. Ég vona að það verði vopnahlé á mánudaginn," sagði forsetinn þar sem fréttamenn komust að honum eftir sjónvarpsviðtal í dag. Stefnt er að því að vopnahléð standi í sex vikur. Það verði notað til að skiptast á gíslum í haldi Hamasliða og Palestínumönnum í haldi Ísraels og koma vistum til íbúa Gaza. Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Ísrael Bandaríkin Tengdar fréttir Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37 Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27 Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. 26. febrúar 2024 10:26 Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Ísraelsher hefur smátt og smátt fært árásir sínar suður á bóginn á Gaza frá því hefndarárásir hersins hófust eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael hinn 7. október. Hundruð þúsunda manna hefur flúið suður eftir Gazaströndinni og eru nú í Rafahborg. Þar hafa Ísraelsmenn haldið uppi stöðugum loftárásum meðal annars á fjölbýlishús þar sem hundrað manns höfðust við síðast liðna nótt, aðallega konur og börn að sögn vitna. Íbúum eru flestar bjargir bannaðar og skortur á öllu, bæði mat, lyfjum og eldsneyti. Fólk bíður klukkustundum saman í von um brauð handa börnum sínum. Shurooq Shannan flúði til Rafah með börn sín þar sem hún deilir tjaldi með átta fjölskyldum. Kona syrgir barn sem lést í loftárás Ísraelshers á borgina Khan Younis í dag.AP/Hatem Ali „Ég er alltaf mætt kl. 6 og bíð í þrjá tíma. Við erum átta fjölskyldur sem búum í einu tjaldi. Ég reyni að ná í brauð handa börnunum. Við eigum ekkert brauð og ástandið er erfitt. Við höfum engan eldivið til að kveikja eld og við eigum ekkert hveiti," sagði Shannan í röðinni í dag. Sameinuðu þjóðunum tekst enn að koma hjálpargögnum til Rafah en ná engan veginn að anna þörfinni. Á Al-Awda spítalanum er neyðin mikil þar sem tugir kvenna fæða börn á hverjum degi og önnur eru tekin með keisaraskurði. En þótt hörmungarnar séu miklar í Rafah er neyðin enn meiri í Gazaborg og nágrenni í norðurhlutanum þangað sem lítið sem ekkert berst af hjálpargögnum. Nú er talið að um 30 þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela á Gaza, sem segjast hafa fellt tíu þúsund vígamenn. Konur og börn eru hátt hlutfall fallina og særðra.AP/Fatima Shbair „Ég óska þess að börnin deyi því ég get ekki gefið þeim brauð. Ég get ekki brauðfætt þau. Ég get ekki gefið börnum mínum að borða. Fólk deyr á hverjum degi. Engin hrísgrjón eru til, enginn maður, ekkert hveiti,“ hrópaði Naim Abouseido örvæntingarfullur á Gazaströndinni í dag þar sem hann hélt í hönd sonar síns. Sprengjunum er hætt að rigna á Gazaborg en neyð íbúanna er algjör. Joe Biden Bandaríkjaforseti vonar að vopnahlé komist á bráðlega fyrir milligöngu Qatar og Egyptalands. „Öryggisráðgjafi minn segir mér að stutt sé eftir. Við erum að nálgast en þetta er ekki enn búið. Ég vona að það verði vopnahlé á mánudaginn," sagði forsetinn þar sem fréttamenn komust að honum eftir sjónvarpsviðtal í dag. Stefnt er að því að vopnahléð standi í sex vikur. Það verði notað til að skiptast á gíslum í haldi Hamasliða og Palestínumönnum í haldi Ísraels og koma vistum til íbúa Gaza.
Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Ísrael Bandaríkin Tengdar fréttir Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37 Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27 Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. 26. febrúar 2024 10:26 Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37
Mikil gleði við sameiningu fimm fjölskyldna frá Palestínu Seinnipartinn í dag komu til landsins í fylgd með Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) ellefu Palestínubúar sem nýlega flúðu stríðsástand á Gasa. Fólkið komst allt yfir landamærin til Egyptalands með aðstoð íslenskra sjálfboðaliða. 26. febrúar 2024 17:27
Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. 26. febrúar 2024 10:26
Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. 25. febrúar 2024 19:49