Umfangsmiklar uppsagnir hjá PlayStation Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2024 21:21 Jim Ryan, fráfarandi yfirmaður Sony Interactive Entertainment. EPA/CAROLINE BREHMAN Jim Ryan, fráfarandi yfirmaður Sony Interactive Entertainment, sem er í raun PlayStation, tilkynnti í dag að stórum hluta starfsmanna félagsins yrði sagt upp. Um er að ræða um níu hundruð manns, sem samsvarar um átta prósentum af öllum starfsmönnum SIE. Þetta á við skrifstofur SIE víðsvegar um heiminn og hjá tengdum leikjaframleiðendum sem framleiða leiki fyrir PlayStation. Firesprite, leikjafyrirtæki í Lundúnum verður alfarið lokað. Það fyrirtæki hefur að undanförnu framleitt nokkra sýndarveruleikaleiki fyrir PSVR2. Blaðamaður Bloomberg segir að einnig muni koma til uppsagna hjá Insomniac, sem gerðu Spider-Man leikina, Naughty Dog, sem gerðu Last of Us og Guerrilla, sem gerðu Horizon leikina. Þetta eru meðal vinsælustu leikjaseríum Sony. Ryan birti í dag yfirlýsingu og tölvupóst sem hann hafði sent á alla starfsmenn. Hann sagði ákvörðunina hafa verið erfiða en að starfsumhverfi leikjafyrirtækja hefði breyst mjög og byggja þyrfti SIE fyrir það sem koma skal. Í póstinum sagði hann þessar aðgerðir óhjákvæmilegar. Yfirmaður PlayStation Studios, Hermen Hulst, birti einnig yfirlýsingu í dag. Þar sagði hann að teknar hefðu verið ákvarðanir um að hætta við framleiðslu einhverra leikja, án þess þó að segja hvaða leiki um væri að ræða. Fyrr í þessum mánuði gaf Sony út að sala á PlayStation 5 leikjatölvum hefði ekki staðist væntingar kringum jólin í fyrra. Þúsund sagt upp í geiranum Forsvarsmenn fyrirtækja sem framleiða og gefa út tölvuleiki hafa að undanförnu tilkynnt umfangsmiklar uppsagnir og sparnaðaraðgerðir. Til að mynda var um nítján hundrað manns nýverið sagt upp hjá Microsoft og þar af unnu flestir hjá Activision-Blizzard, sem Microsoft fékk nýverið að taka yfir. Áætlað er að um tíu þúsund starfsmenn tölvuleikjaframleiðenda hafi misst vinnuna í fyrra. Þessi þróun hefur haldið áfram á þessu ári. Að hluta til hafa þessar uppsagnir verið raktar til faraldurs Covid-19. Þá hafi leikjafyrirtæki vaxið of mikið, ráðið of marga starfsmenn og eytt of miklum peningum. Þá hafi þessi fyrirtæki lent í vandræðum þegar eftirspurn dróst saman í kjölfar faraldursins. Sony Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Þetta á við skrifstofur SIE víðsvegar um heiminn og hjá tengdum leikjaframleiðendum sem framleiða leiki fyrir PlayStation. Firesprite, leikjafyrirtæki í Lundúnum verður alfarið lokað. Það fyrirtæki hefur að undanförnu framleitt nokkra sýndarveruleikaleiki fyrir PSVR2. Blaðamaður Bloomberg segir að einnig muni koma til uppsagna hjá Insomniac, sem gerðu Spider-Man leikina, Naughty Dog, sem gerðu Last of Us og Guerrilla, sem gerðu Horizon leikina. Þetta eru meðal vinsælustu leikjaseríum Sony. Ryan birti í dag yfirlýsingu og tölvupóst sem hann hafði sent á alla starfsmenn. Hann sagði ákvörðunina hafa verið erfiða en að starfsumhverfi leikjafyrirtækja hefði breyst mjög og byggja þyrfti SIE fyrir það sem koma skal. Í póstinum sagði hann þessar aðgerðir óhjákvæmilegar. Yfirmaður PlayStation Studios, Hermen Hulst, birti einnig yfirlýsingu í dag. Þar sagði hann að teknar hefðu verið ákvarðanir um að hætta við framleiðslu einhverra leikja, án þess þó að segja hvaða leiki um væri að ræða. Fyrr í þessum mánuði gaf Sony út að sala á PlayStation 5 leikjatölvum hefði ekki staðist væntingar kringum jólin í fyrra. Þúsund sagt upp í geiranum Forsvarsmenn fyrirtækja sem framleiða og gefa út tölvuleiki hafa að undanförnu tilkynnt umfangsmiklar uppsagnir og sparnaðaraðgerðir. Til að mynda var um nítján hundrað manns nýverið sagt upp hjá Microsoft og þar af unnu flestir hjá Activision-Blizzard, sem Microsoft fékk nýverið að taka yfir. Áætlað er að um tíu þúsund starfsmenn tölvuleikjaframleiðenda hafi misst vinnuna í fyrra. Þessi þróun hefur haldið áfram á þessu ári. Að hluta til hafa þessar uppsagnir verið raktar til faraldurs Covid-19. Þá hafi leikjafyrirtæki vaxið of mikið, ráðið of marga starfsmenn og eytt of miklum peningum. Þá hafi þessi fyrirtæki lent í vandræðum þegar eftirspurn dróst saman í kjölfar faraldursins.
Sony Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira