Umfangsmiklar uppsagnir hjá PlayStation Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2024 21:21 Jim Ryan, fráfarandi yfirmaður Sony Interactive Entertainment. EPA/CAROLINE BREHMAN Jim Ryan, fráfarandi yfirmaður Sony Interactive Entertainment, sem er í raun PlayStation, tilkynnti í dag að stórum hluta starfsmanna félagsins yrði sagt upp. Um er að ræða um níu hundruð manns, sem samsvarar um átta prósentum af öllum starfsmönnum SIE. Þetta á við skrifstofur SIE víðsvegar um heiminn og hjá tengdum leikjaframleiðendum sem framleiða leiki fyrir PlayStation. Firesprite, leikjafyrirtæki í Lundúnum verður alfarið lokað. Það fyrirtæki hefur að undanförnu framleitt nokkra sýndarveruleikaleiki fyrir PSVR2. Blaðamaður Bloomberg segir að einnig muni koma til uppsagna hjá Insomniac, sem gerðu Spider-Man leikina, Naughty Dog, sem gerðu Last of Us og Guerrilla, sem gerðu Horizon leikina. Þetta eru meðal vinsælustu leikjaseríum Sony. Ryan birti í dag yfirlýsingu og tölvupóst sem hann hafði sent á alla starfsmenn. Hann sagði ákvörðunina hafa verið erfiða en að starfsumhverfi leikjafyrirtækja hefði breyst mjög og byggja þyrfti SIE fyrir það sem koma skal. Í póstinum sagði hann þessar aðgerðir óhjákvæmilegar. Yfirmaður PlayStation Studios, Hermen Hulst, birti einnig yfirlýsingu í dag. Þar sagði hann að teknar hefðu verið ákvarðanir um að hætta við framleiðslu einhverra leikja, án þess þó að segja hvaða leiki um væri að ræða. Fyrr í þessum mánuði gaf Sony út að sala á PlayStation 5 leikjatölvum hefði ekki staðist væntingar kringum jólin í fyrra. Þúsund sagt upp í geiranum Forsvarsmenn fyrirtækja sem framleiða og gefa út tölvuleiki hafa að undanförnu tilkynnt umfangsmiklar uppsagnir og sparnaðaraðgerðir. Til að mynda var um nítján hundrað manns nýverið sagt upp hjá Microsoft og þar af unnu flestir hjá Activision-Blizzard, sem Microsoft fékk nýverið að taka yfir. Áætlað er að um tíu þúsund starfsmenn tölvuleikjaframleiðenda hafi misst vinnuna í fyrra. Þessi þróun hefur haldið áfram á þessu ári. Að hluta til hafa þessar uppsagnir verið raktar til faraldurs Covid-19. Þá hafi leikjafyrirtæki vaxið of mikið, ráðið of marga starfsmenn og eytt of miklum peningum. Þá hafi þessi fyrirtæki lent í vandræðum þegar eftirspurn dróst saman í kjölfar faraldursins. Sony Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Þetta á við skrifstofur SIE víðsvegar um heiminn og hjá tengdum leikjaframleiðendum sem framleiða leiki fyrir PlayStation. Firesprite, leikjafyrirtæki í Lundúnum verður alfarið lokað. Það fyrirtæki hefur að undanförnu framleitt nokkra sýndarveruleikaleiki fyrir PSVR2. Blaðamaður Bloomberg segir að einnig muni koma til uppsagna hjá Insomniac, sem gerðu Spider-Man leikina, Naughty Dog, sem gerðu Last of Us og Guerrilla, sem gerðu Horizon leikina. Þetta eru meðal vinsælustu leikjaseríum Sony. Ryan birti í dag yfirlýsingu og tölvupóst sem hann hafði sent á alla starfsmenn. Hann sagði ákvörðunina hafa verið erfiða en að starfsumhverfi leikjafyrirtækja hefði breyst mjög og byggja þyrfti SIE fyrir það sem koma skal. Í póstinum sagði hann þessar aðgerðir óhjákvæmilegar. Yfirmaður PlayStation Studios, Hermen Hulst, birti einnig yfirlýsingu í dag. Þar sagði hann að teknar hefðu verið ákvarðanir um að hætta við framleiðslu einhverra leikja, án þess þó að segja hvaða leiki um væri að ræða. Fyrr í þessum mánuði gaf Sony út að sala á PlayStation 5 leikjatölvum hefði ekki staðist væntingar kringum jólin í fyrra. Þúsund sagt upp í geiranum Forsvarsmenn fyrirtækja sem framleiða og gefa út tölvuleiki hafa að undanförnu tilkynnt umfangsmiklar uppsagnir og sparnaðaraðgerðir. Til að mynda var um nítján hundrað manns nýverið sagt upp hjá Microsoft og þar af unnu flestir hjá Activision-Blizzard, sem Microsoft fékk nýverið að taka yfir. Áætlað er að um tíu þúsund starfsmenn tölvuleikjaframleiðenda hafi misst vinnuna í fyrra. Þessi þróun hefur haldið áfram á þessu ári. Að hluta til hafa þessar uppsagnir verið raktar til faraldurs Covid-19. Þá hafi leikjafyrirtæki vaxið of mikið, ráðið of marga starfsmenn og eytt of miklum peningum. Þá hafi þessi fyrirtæki lent í vandræðum þegar eftirspurn dróst saman í kjölfar faraldursins.
Sony Leikjavísir Bandaríkin Mest lesið Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira