Skoða enn hvort Samherji og Síldarvinnslan séu sama fyrirtækið Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2024 11:30 Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar og Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. vísir/arnar/vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur hafið athugun á því hvort samband Samherja og Síldarvinnslunnar sé svo náið að félögin jafngildi einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta. Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að tilefnið sé að eftirlitinu hafi borist tilkynning um kaup Síldarvinnslunnar hf. á helmingshlut í Ice Fresh Seafood ehf. og fleiri félögum af Samherja hf. Með þeim kaupum muni sjávarútvegsfyrirtækin fara með sameiginleg yfirráð í Ice Fresh Seafood og það félag framvegis sjá um sölu og markaðssetningu þeirra afurða sem bæði Samherji og Síldarvinnslan framleiða, það er íslenskar sjávarafurðir. Ekki fyrsta rannsóknin Samkeppniseftirlitið hefur áður fjallað um tengsl milli Síldarvinnslunnar og Samherja, meðal annars í ákvörðunum vegna samruna Bergs-Hugins ehf. og Bergs ehf. árið 2021 og vegna samruna Síldarvinnslunnar hf. og Vísis hf. árið 2022. Í báðum tilfellum taldi Samkeppniseftirlitið ekki tilefni til að aðhafast sérstaklega. Í ákvörðunum tveimur var hins vegar gerð grein fyrir talsverðum stjórnunar-, eignar- og viðskiptatengslum milli Síldarvinnslunnar og Samherja, ásamt Gjögur hf./Kjálkanesi hf. Í tilkynningunni nú segir þessi atriði hafi verið talin veita vísbendingu um að stofnast hafi mögulega til yfirráða yfir Síldarvinnslunni umfram það sem áður hefur komið fram í tilkynningum til Samkeppniseftirlitsins. Ekki hafi hins vegar verið talin þörf á því að leiða þetta til lykta í fyrri samrunamálum. Aftur sérstakt athugunarefni Þá segir að tilkynningarskyldir samrunar eigi sér stað samkvæmt samkeppnislögum þegar breytingar verða á yfirráðum. Eitt af þeim atriðum sem þarfnist nánari rannsóknar í þessu máli séu tengsl Samherja og Síldarvinnslunnar, bæði fyrir og eftir samrunann, þar með talið hvaða áhrif kaup Síldarvinnslunnar og sameiginleg yfirráð með Samherja í Ice Fresh Seafood hafi í því samhengi. Það verði því sérstakt athugunarefni hvort slík tengsl séu til staðar, eða séu að myndast með kaupunum, að líta beri á félögin sem eitt og sama fyrirtækið, sem í samkeppnisrétti sé nefnt ein efnahagsleg eining, það er hvort samband þeirra sé svo náið að það jafngildir einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta. Óska eftir umsögnum í tilkynningunni segir að Samkeppniseftirlitið veiti hér með hverjum þeim sem hagsmuni eða áhuga hefur færi á því að koma á framfæri umsögnum, athugasemdum og/eða sjónarmiðum um viðskiptin, svo sem um eignar- og stjórnunarleg tengsl þessara fyrirtækja, hvort líta megi á þau sem eina efnahagslega einingu í skilningi samkeppnislag, áhrif samrunans, stöðu markaða og virkni samkeppni á viðkomandi mörkuðum. Sjávarútvegur Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Síldarvinnslan Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að tilefnið sé að eftirlitinu hafi borist tilkynning um kaup Síldarvinnslunnar hf. á helmingshlut í Ice Fresh Seafood ehf. og fleiri félögum af Samherja hf. Með þeim kaupum muni sjávarútvegsfyrirtækin fara með sameiginleg yfirráð í Ice Fresh Seafood og það félag framvegis sjá um sölu og markaðssetningu þeirra afurða sem bæði Samherji og Síldarvinnslan framleiða, það er íslenskar sjávarafurðir. Ekki fyrsta rannsóknin Samkeppniseftirlitið hefur áður fjallað um tengsl milli Síldarvinnslunnar og Samherja, meðal annars í ákvörðunum vegna samruna Bergs-Hugins ehf. og Bergs ehf. árið 2021 og vegna samruna Síldarvinnslunnar hf. og Vísis hf. árið 2022. Í báðum tilfellum taldi Samkeppniseftirlitið ekki tilefni til að aðhafast sérstaklega. Í ákvörðunum tveimur var hins vegar gerð grein fyrir talsverðum stjórnunar-, eignar- og viðskiptatengslum milli Síldarvinnslunnar og Samherja, ásamt Gjögur hf./Kjálkanesi hf. Í tilkynningunni nú segir þessi atriði hafi verið talin veita vísbendingu um að stofnast hafi mögulega til yfirráða yfir Síldarvinnslunni umfram það sem áður hefur komið fram í tilkynningum til Samkeppniseftirlitsins. Ekki hafi hins vegar verið talin þörf á því að leiða þetta til lykta í fyrri samrunamálum. Aftur sérstakt athugunarefni Þá segir að tilkynningarskyldir samrunar eigi sér stað samkvæmt samkeppnislögum þegar breytingar verða á yfirráðum. Eitt af þeim atriðum sem þarfnist nánari rannsóknar í þessu máli séu tengsl Samherja og Síldarvinnslunnar, bæði fyrir og eftir samrunann, þar með talið hvaða áhrif kaup Síldarvinnslunnar og sameiginleg yfirráð með Samherja í Ice Fresh Seafood hafi í því samhengi. Það verði því sérstakt athugunarefni hvort slík tengsl séu til staðar, eða séu að myndast með kaupunum, að líta beri á félögin sem eitt og sama fyrirtækið, sem í samkeppnisrétti sé nefnt ein efnahagsleg eining, það er hvort samband þeirra sé svo náið að það jafngildir einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta. Óska eftir umsögnum í tilkynningunni segir að Samkeppniseftirlitið veiti hér með hverjum þeim sem hagsmuni eða áhuga hefur færi á því að koma á framfæri umsögnum, athugasemdum og/eða sjónarmiðum um viðskiptin, svo sem um eignar- og stjórnunarleg tengsl þessara fyrirtækja, hvort líta megi á þau sem eina efnahagslega einingu í skilningi samkeppnislag, áhrif samrunans, stöðu markaða og virkni samkeppni á viðkomandi mörkuðum.
Sjávarútvegur Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Síldarvinnslan Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur