„Ég vona við mætum með kassann úti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 16:31 Þórey Rósa Stefánsdóttir fagnar sigri með Fram. Vísir/Hulda Margrét Reynsluboltinn Þórey Rósa Stefánsdóttir er klár í slaginn fyrir kvöldið þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Svíum í undankeppni EM 2024. Þetta er þriðji leikur þjóðanna í baráttunni um sæti á Evrópumótinu í desember en tvö lið komast á EM. Hin liðin í riðlinum eru Færeyjar og Lúxemborg sem íslensku stelpurnar unnu í október. Eftir það unnu íslensku stelpurnar Fortsetabikarinn á HM í Noregi og Danmörku. „Það er gaman að koma aftur saman. Við vorum bara að hittast núna og það er stutt í leik. Það var farið beint á mjög krefjandi vídeófund. Bara beint í djúpu laugina aftur og það er bara spenningur,“ sagði Þórey Rósa í viðtali við Val Pál Eiríksson, eftir æfingu liðsins í vikunni. Það reyndi á stelpurnar á vídeófundinum hjá Arnari Péturssyni þjálfara. En hvað var svona krefjandi við hann? Klippa: Ég vona við mætum með kassann úti „Bara mjög mörg atriði sem hann fór yfir í sóknarleik Svía og þær eru eitt af topp tíu liðum í heimi. Þetta er verðugur andstæðingum sem við mætum strax á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey Rósa. Það er ekkert grín að eiga við þetta sænska lið? „Nei, þær eru mjög góðar. Við höfum spilað við þær oft í gegnum tíðina og oft náð að narta í þær. Ég vona við mætum með kassann úti og gefum þeim alvöru leik á heimavelli,“ sagði Þórey. Það eru breytingar á íslenska hópnum frá því á HM í desember. Meiðsli og ólétta. „Það voru líka margir ungir, óreyndir leikmenn með okkur á HM, alla vega á stórmótum. Við fórum nokkuð vel með fannst mér. Við erum búin að byggja upp breiðan hóp. Það eru alltaf nýir ungir leikmenn sem koma inn og líta mjög vel út. Við erum að auka breiddina og það er bara jákvætt,“ sagði Þórey. Hvað ætlar íslenska liðið að taka út úr þessum leikjum við Svía? „Auðvitað stefnir maður alltaf á sigur í öllum leikjum. Eins og þjálfarasvarið væri örugglega að einblína á okkar eigin frammistöðu. Ég fer alltaf í leiki til að vinna og gera það örugglega á heimavelli á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey. Æfingin fór fram í Safamýrinni sem var einu sinni Framhúsið en en nú allt þar í Víkingslitunum. Þórey Rósa er Framari og þetta var örugglega skrýtið fyrir hana. „Þetta fer þessu húsi ekkert sérstaklega vel ef þú spyrð mig en það er mjög gaman að koma í Safamýrina. Það er mikill heimilisbragur í Safamýrinni og manni líður alltaf vel hérna niðri á gólfi,“ sagði Þórey. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira
Þetta er þriðji leikur þjóðanna í baráttunni um sæti á Evrópumótinu í desember en tvö lið komast á EM. Hin liðin í riðlinum eru Færeyjar og Lúxemborg sem íslensku stelpurnar unnu í október. Eftir það unnu íslensku stelpurnar Fortsetabikarinn á HM í Noregi og Danmörku. „Það er gaman að koma aftur saman. Við vorum bara að hittast núna og það er stutt í leik. Það var farið beint á mjög krefjandi vídeófund. Bara beint í djúpu laugina aftur og það er bara spenningur,“ sagði Þórey Rósa í viðtali við Val Pál Eiríksson, eftir æfingu liðsins í vikunni. Það reyndi á stelpurnar á vídeófundinum hjá Arnari Péturssyni þjálfara. En hvað var svona krefjandi við hann? Klippa: Ég vona við mætum með kassann úti „Bara mjög mörg atriði sem hann fór yfir í sóknarleik Svía og þær eru eitt af topp tíu liðum í heimi. Þetta er verðugur andstæðingum sem við mætum strax á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey Rósa. Það er ekkert grín að eiga við þetta sænska lið? „Nei, þær eru mjög góðar. Við höfum spilað við þær oft í gegnum tíðina og oft náð að narta í þær. Ég vona við mætum með kassann úti og gefum þeim alvöru leik á heimavelli,“ sagði Þórey. Það eru breytingar á íslenska hópnum frá því á HM í desember. Meiðsli og ólétta. „Það voru líka margir ungir, óreyndir leikmenn með okkur á HM, alla vega á stórmótum. Við fórum nokkuð vel með fannst mér. Við erum búin að byggja upp breiðan hóp. Það eru alltaf nýir ungir leikmenn sem koma inn og líta mjög vel út. Við erum að auka breiddina og það er bara jákvætt,“ sagði Þórey. Hvað ætlar íslenska liðið að taka út úr þessum leikjum við Svía? „Auðvitað stefnir maður alltaf á sigur í öllum leikjum. Eins og þjálfarasvarið væri örugglega að einblína á okkar eigin frammistöðu. Ég fer alltaf í leiki til að vinna og gera það örugglega á heimavelli á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey. Æfingin fór fram í Safamýrinni sem var einu sinni Framhúsið en en nú allt þar í Víkingslitunum. Þórey Rósa er Framari og þetta var örugglega skrýtið fyrir hana. „Þetta fer þessu húsi ekkert sérstaklega vel ef þú spyrð mig en það er mjög gaman að koma í Safamýrina. Það er mikill heimilisbragur í Safamýrinni og manni líður alltaf vel hérna niðri á gólfi,“ sagði Þórey.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira