„Ég vona við mætum með kassann úti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 16:31 Þórey Rósa Stefánsdóttir fagnar sigri með Fram. Vísir/Hulda Margrét Reynsluboltinn Þórey Rósa Stefánsdóttir er klár í slaginn fyrir kvöldið þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Svíum í undankeppni EM 2024. Þetta er þriðji leikur þjóðanna í baráttunni um sæti á Evrópumótinu í desember en tvö lið komast á EM. Hin liðin í riðlinum eru Færeyjar og Lúxemborg sem íslensku stelpurnar unnu í október. Eftir það unnu íslensku stelpurnar Fortsetabikarinn á HM í Noregi og Danmörku. „Það er gaman að koma aftur saman. Við vorum bara að hittast núna og það er stutt í leik. Það var farið beint á mjög krefjandi vídeófund. Bara beint í djúpu laugina aftur og það er bara spenningur,“ sagði Þórey Rósa í viðtali við Val Pál Eiríksson, eftir æfingu liðsins í vikunni. Það reyndi á stelpurnar á vídeófundinum hjá Arnari Péturssyni þjálfara. En hvað var svona krefjandi við hann? Klippa: Ég vona við mætum með kassann úti „Bara mjög mörg atriði sem hann fór yfir í sóknarleik Svía og þær eru eitt af topp tíu liðum í heimi. Þetta er verðugur andstæðingum sem við mætum strax á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey Rósa. Það er ekkert grín að eiga við þetta sænska lið? „Nei, þær eru mjög góðar. Við höfum spilað við þær oft í gegnum tíðina og oft náð að narta í þær. Ég vona við mætum með kassann úti og gefum þeim alvöru leik á heimavelli,“ sagði Þórey. Það eru breytingar á íslenska hópnum frá því á HM í desember. Meiðsli og ólétta. „Það voru líka margir ungir, óreyndir leikmenn með okkur á HM, alla vega á stórmótum. Við fórum nokkuð vel með fannst mér. Við erum búin að byggja upp breiðan hóp. Það eru alltaf nýir ungir leikmenn sem koma inn og líta mjög vel út. Við erum að auka breiddina og það er bara jákvætt,“ sagði Þórey. Hvað ætlar íslenska liðið að taka út úr þessum leikjum við Svía? „Auðvitað stefnir maður alltaf á sigur í öllum leikjum. Eins og þjálfarasvarið væri örugglega að einblína á okkar eigin frammistöðu. Ég fer alltaf í leiki til að vinna og gera það örugglega á heimavelli á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey. Æfingin fór fram í Safamýrinni sem var einu sinni Framhúsið en en nú allt þar í Víkingslitunum. Þórey Rósa er Framari og þetta var örugglega skrýtið fyrir hana. „Þetta fer þessu húsi ekkert sérstaklega vel ef þú spyrð mig en það er mjög gaman að koma í Safamýrina. Það er mikill heimilisbragur í Safamýrinni og manni líður alltaf vel hérna niðri á gólfi,“ sagði Þórey. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
Þetta er þriðji leikur þjóðanna í baráttunni um sæti á Evrópumótinu í desember en tvö lið komast á EM. Hin liðin í riðlinum eru Færeyjar og Lúxemborg sem íslensku stelpurnar unnu í október. Eftir það unnu íslensku stelpurnar Fortsetabikarinn á HM í Noregi og Danmörku. „Það er gaman að koma aftur saman. Við vorum bara að hittast núna og það er stutt í leik. Það var farið beint á mjög krefjandi vídeófund. Bara beint í djúpu laugina aftur og það er bara spenningur,“ sagði Þórey Rósa í viðtali við Val Pál Eiríksson, eftir æfingu liðsins í vikunni. Það reyndi á stelpurnar á vídeófundinum hjá Arnari Péturssyni þjálfara. En hvað var svona krefjandi við hann? Klippa: Ég vona við mætum með kassann úti „Bara mjög mörg atriði sem hann fór yfir í sóknarleik Svía og þær eru eitt af topp tíu liðum í heimi. Þetta er verðugur andstæðingum sem við mætum strax á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey Rósa. Það er ekkert grín að eiga við þetta sænska lið? „Nei, þær eru mjög góðar. Við höfum spilað við þær oft í gegnum tíðina og oft náð að narta í þær. Ég vona við mætum með kassann úti og gefum þeim alvöru leik á heimavelli,“ sagði Þórey. Það eru breytingar á íslenska hópnum frá því á HM í desember. Meiðsli og ólétta. „Það voru líka margir ungir, óreyndir leikmenn með okkur á HM, alla vega á stórmótum. Við fórum nokkuð vel með fannst mér. Við erum búin að byggja upp breiðan hóp. Það eru alltaf nýir ungir leikmenn sem koma inn og líta mjög vel út. Við erum að auka breiddina og það er bara jákvætt,“ sagði Þórey. Hvað ætlar íslenska liðið að taka út úr þessum leikjum við Svía? „Auðvitað stefnir maður alltaf á sigur í öllum leikjum. Eins og þjálfarasvarið væri örugglega að einblína á okkar eigin frammistöðu. Ég fer alltaf í leiki til að vinna og gera það örugglega á heimavelli á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey. Æfingin fór fram í Safamýrinni sem var einu sinni Framhúsið en en nú allt þar í Víkingslitunum. Þórey Rósa er Framari og þetta var örugglega skrýtið fyrir hana. „Þetta fer þessu húsi ekkert sérstaklega vel ef þú spyrð mig en það er mjög gaman að koma í Safamýrina. Það er mikill heimilisbragur í Safamýrinni og manni líður alltaf vel hérna niðri á gólfi,“ sagði Þórey.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira