Reiknar ekki með að sjá Gylfa aftur Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2024 14:12 Gylfi Þór Sigurðsson náði aðeins að spila sex leiki í búningi Lyngby. Getty/Lars Ronbog Nýi þjálfarinn hjá danska knattspyrnufélaginu Lyngby, sem tók við af Frey Alexanderssyni, segist ekki búast við því að þjálfa Gylfa Þór Sigurðsson hjá félaginu. Gylfi hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og fékk samningi sínum við Lyngby rift í janúar, til að geta sinnt endurhæfingu sinni á Spáni án þess að þiggja laun hjá danska félaginu á meðan. Norðmaðurinn Magne Hoseth tók við Lyngby í byrjun árs, eftir að Freyr var ráðinn til Kortrijk í Belgíu, og Hoseth segir við danska miðilinn Bold.dk að Gylfi sé ekki á leiðinni aftur til Danmerkur. „Nei, ég reikna ekki með að hann snúi aftur. Ef að það gerist þá verð ég mjög undrandi, á jákvæðan hátt,“ sagði Hoseth brosandi en hafði annars lítinn áhuga á að ræða um Gylfa. „Ég einbeiti mér að þeim leikmönnum sem eru hér í Lyngby. Hann er í endurhæfingu á Spáni og svo sjáum við til hvort hann kemur aftur eða ekki. Það er ekki eitthvað sem ég stjórna,“ sagði Hoseth sem kvaðst þó hafa rætt við Gylfa. „Já, en hann er nú ekki leikmaður sem er samningsbundinn okkur. Svo ég vel að einbeita mér að þeim 27 leikmönnum sem ég hef hérna,“ sagði Hoseth. Gylfi, sem er 34 ára, náði aðeins að spila sex leiki fyrir Lyngby en skoraði tvö mörk. Hann kom til félagsins í fyrra og sneri þá aftur í fótboltann eftir tveggja ára hlé í kjölfar handtöku vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi á Englandi. Gylfi náði einnig að spila tvo A-landsleiki síðasta haust, þar sem hann skoraði tvö mörk og bætti markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar. Afar ólíklegt er hins vegar að hann geti verið með í næsta landsleik, gegn Ísrael 21. mars í umspili um sæti á EM. Danski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Sjá meira
Gylfi hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og fékk samningi sínum við Lyngby rift í janúar, til að geta sinnt endurhæfingu sinni á Spáni án þess að þiggja laun hjá danska félaginu á meðan. Norðmaðurinn Magne Hoseth tók við Lyngby í byrjun árs, eftir að Freyr var ráðinn til Kortrijk í Belgíu, og Hoseth segir við danska miðilinn Bold.dk að Gylfi sé ekki á leiðinni aftur til Danmerkur. „Nei, ég reikna ekki með að hann snúi aftur. Ef að það gerist þá verð ég mjög undrandi, á jákvæðan hátt,“ sagði Hoseth brosandi en hafði annars lítinn áhuga á að ræða um Gylfa. „Ég einbeiti mér að þeim leikmönnum sem eru hér í Lyngby. Hann er í endurhæfingu á Spáni og svo sjáum við til hvort hann kemur aftur eða ekki. Það er ekki eitthvað sem ég stjórna,“ sagði Hoseth sem kvaðst þó hafa rætt við Gylfa. „Já, en hann er nú ekki leikmaður sem er samningsbundinn okkur. Svo ég vel að einbeita mér að þeim 27 leikmönnum sem ég hef hérna,“ sagði Hoseth. Gylfi, sem er 34 ára, náði aðeins að spila sex leiki fyrir Lyngby en skoraði tvö mörk. Hann kom til félagsins í fyrra og sneri þá aftur í fótboltann eftir tveggja ára hlé í kjölfar handtöku vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi á Englandi. Gylfi náði einnig að spila tvo A-landsleiki síðasta haust, þar sem hann skoraði tvö mörk og bætti markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar. Afar ólíklegt er hins vegar að hann geti verið með í næsta landsleik, gegn Ísrael 21. mars í umspili um sæti á EM.
Danski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Sjá meira