Skoðun

Opið bréf til ríkis­endur­skoðanda

Árný Björg Blandon skrifar

Fyrst vil ég óska ykkur til hamingju með að vera kosin fyrirmyndarstofnun fimmta árið í röð.

Þið vinnið ykkar vinnu sem er traustvekjandi fyrir okkur, hina almennu landsmenn og borgara.

Eftir umfjöllun Kveiks 27. feb, 2024 um blóðmerahald, fer þá ekki eitthvað að gerast í áttina að því að forstjóri og yfirdýralæknir Mast verði látnar taka pokann sinn? Að ábyrgðarfyllra og traustara fólk taki þeirra sæti?

Fólk sem lætur sig varða dýravernd í alvöru og fer eftir reglum samkvæmt dýraverndunarlögum en "eru ekki með allt niðrum sig" eins og Inga Sæland kemst svo vel að orði um Mast og yfirdýralækni á netforsíðu Rúv 28 feb 2024.

Það virðist aldrei neitt vera Mast að kenna þegar alvarleg tilfelli og brotalöm koma upp varðandi dýraníð hér og þar um landið. Fara alltaf í vörn eða jafnvel kenna fjárskorti um. Það er engin afsökun fyrir því að hjálpa ekki dýrum I neyð. Samkæmt dýraverndunarlögum “skal” hjálpa þeim. III. kafli.Almenn ákvæði um meðferð dýra.

Það eru alltof mörg tifelli víða um landið þar sem ekkert er að gert þegar ill umhirða dýra á sér stað. Aðstæður sem hafa leitað í fréttamiðla, jafnvel ár eftir ár og ekkert að gert.

Gæti talið upp svo margt, en þið eruð farin að þekkja ýmis mál af ábendingum sem ykkur hafa verið sendar.

Ég vil líka nota tækifærið og þakka ykkur fyrir að svara þeim.

Með virðingu og þökk fyrir hönd óendanlega marga dýravina hér á landinu okkar fagra.

Höfundur vinnur við þýðingar og textaritun.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×