Gefum öllum séns Bragi Þór Thoroddsen skrifar 1. mars 2024 07:30 Undirritaður er áhugamaður um tungumál. Sem stúdent af málabraut er í farteski undirritaðs gutl í ensku, dönsku, frönsku og þýsku auk einhverrar innsýnar í okkar ylhýra. En í framhaldsnámi kom að því að latína varð einnig áhugamál þó ekki hafi farið fyrir námi í þeim fræðum ennþá. Latína gagnast mörgum og ekki síst starfsstéttum þar sem unnið er yfir landamæri og þvert á tungumál – hugtök í læknisfræði, lögfræði, náttúrufræðum, samskiptum viðskiptalífs og fleiri greinum samnýta þar alþjóðlegt tungumál sem þó enginn talar nema til skrauts. Fyrirgefið, jú, kirkjunnar menn í hinum ýmsu kimum jarðar. Eins og svo margir aðrir, líkt og alnetið ber vott um og ekki síst samfélagsmiðlar, hefur undirritaður líka áhuga á fólki og samfélagi. Eftir útskrift úr lagadeild hefur undirritaður notið þeirrar gæfu að starfa meira og minna með fólk og samfélag. Samfélag bæði innlendra og erlendra ríkisborgara. Lykillinn að slíkum samskiptum felst, eins og orðið felur í sér, í tungu sem báðir eða allir skilja. Ef vel á að takast. Íslenskt samfélag er lifandi og í sífelldri þróun. Það er tungumálið okkar líka – íslenskan. En vegna smæðar okkar samfélags á Íslandi er ekki sjálfgefið að íslenska verði um aldur og ævi það tungumál sem hún er fyrir okkur. Við erum örþjóð í stórum heimi, sem þó er ekki stærri en svo að samskipti margra á daglegum grunni eru beint á fundum og gegnum miðla á alls konar tungumálum. Heimurinn minnkaði og stækkaði um leið og alnetið haslaði sér völl. Heimur okkar í dag er annar en hann var á 8. og 9. áratug síðustu aldar þar sem erlend tunga heyrðist helst í sjónvarpi, í kvikmyndasýningum, af afspilun á spólum hinna ýmsu myndbandaleiga landsins. Og þá sjaldan að fólk brá sér af bæ út fyrir landsteinana. Við sem erum eilítið yfir þrítugu ólumst upp við takmarkað aðgengi að erlendu efni fyrstu æviárin, þó auðvitað hafi það verið misjafnt. Þá á ég við okkur, snar-íslensk, með innlendan bakgrunn og uppruna. Samfélag okkar hefur breyst mikið á stuttum tíma. Hlutfall fólks af erlendum uppruna er orðið hærra en það var fyrir þrjátíu árum og fer hækkandi. Tölfræði. Erlendir ríkisborgarar eiga greiðari aðgang að landinu í leit að tækifærum og atvinnu gegnum hluta fjórfrelsis Evrópusambandsins sem leiðir af samningi okkar um óbeina aðild frá samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Auðlegð landsins og sú staðreynd að við njótum auglýsingar fyrir náttúrufegurð og frjálslyndi laðar að sér fólk, sem er vel. Og fantar heimsins framleiða flóttafólk og jarðveg sem beinir til okkar fólki í leit að skjóli og ákjósanlegum stað til að búa fyrir sig og sína. Og miklu fleira til, þið þekkið þetta allt, hér hefur undanfarna áratugi orðið gjörbreyting á samsetningu íslenskrar þjóðar sem hefur sitt eigið tungumál þó fámenn sé. Birtingarmyndin frá nafla undirritaðs er sláandi. Staðreyndin er sú að í sveitarfélaginu sem undirritaður veitir framkvæmdarstjórn eru um 33% íbúa af erlendum uppruna. Fjölmenningarsamfélag sem sveitarfélagið Súðavíkurhreppur er stolt af og reynir sífellt eftir mætti að gera betra. En virkni í samfélaginu og endurspeglun í stjórn og aðkomu að sveitarfélaginu er ekki í takt við fjölda þeirra íbúa sem teljast til nýbúa eða erlendra. Í þeirri viðleytni að efla þann hluta íbúa höfum við tekið fegins hendi átaki sem ber yfirskriftina Gefum íslensku séns. Áhugi og árangur af átakinu er eftirtektarverður og ávinningur, ef til tekst, er langtum verðmætari en tilkostnaður og fyrirhöfn. Það er mikill mannauður í fólki sem til okkar flytur og ættum við að þiggja þann mannauð með þökkum, samfélaginu og okkur öllum til heilla. Og um leið, vonandi fylgir lífsfylling og hagsæld fyrir þá sem læra íslensku, þurfum við að gefa íslensku séns, í stað þess að grípa til enskunnar, hvers tungumáls kannski hvorugur kann góð skil á. Það afhjúpar okkur sem vonda samfélagskennara og hjálpar lítið við skilning á íslensku sé enska sífellt notuð. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Íslensk tunga Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður er áhugamaður um tungumál. Sem stúdent af málabraut er í farteski undirritaðs gutl í ensku, dönsku, frönsku og þýsku auk einhverrar innsýnar í okkar ylhýra. En í framhaldsnámi kom að því að latína varð einnig áhugamál þó ekki hafi farið fyrir námi í þeim fræðum ennþá. Latína gagnast mörgum og ekki síst starfsstéttum þar sem unnið er yfir landamæri og þvert á tungumál – hugtök í læknisfræði, lögfræði, náttúrufræðum, samskiptum viðskiptalífs og fleiri greinum samnýta þar alþjóðlegt tungumál sem þó enginn talar nema til skrauts. Fyrirgefið, jú, kirkjunnar menn í hinum ýmsu kimum jarðar. Eins og svo margir aðrir, líkt og alnetið ber vott um og ekki síst samfélagsmiðlar, hefur undirritaður líka áhuga á fólki og samfélagi. Eftir útskrift úr lagadeild hefur undirritaður notið þeirrar gæfu að starfa meira og minna með fólk og samfélag. Samfélag bæði innlendra og erlendra ríkisborgara. Lykillinn að slíkum samskiptum felst, eins og orðið felur í sér, í tungu sem báðir eða allir skilja. Ef vel á að takast. Íslenskt samfélag er lifandi og í sífelldri þróun. Það er tungumálið okkar líka – íslenskan. En vegna smæðar okkar samfélags á Íslandi er ekki sjálfgefið að íslenska verði um aldur og ævi það tungumál sem hún er fyrir okkur. Við erum örþjóð í stórum heimi, sem þó er ekki stærri en svo að samskipti margra á daglegum grunni eru beint á fundum og gegnum miðla á alls konar tungumálum. Heimurinn minnkaði og stækkaði um leið og alnetið haslaði sér völl. Heimur okkar í dag er annar en hann var á 8. og 9. áratug síðustu aldar þar sem erlend tunga heyrðist helst í sjónvarpi, í kvikmyndasýningum, af afspilun á spólum hinna ýmsu myndbandaleiga landsins. Og þá sjaldan að fólk brá sér af bæ út fyrir landsteinana. Við sem erum eilítið yfir þrítugu ólumst upp við takmarkað aðgengi að erlendu efni fyrstu æviárin, þó auðvitað hafi það verið misjafnt. Þá á ég við okkur, snar-íslensk, með innlendan bakgrunn og uppruna. Samfélag okkar hefur breyst mikið á stuttum tíma. Hlutfall fólks af erlendum uppruna er orðið hærra en það var fyrir þrjátíu árum og fer hækkandi. Tölfræði. Erlendir ríkisborgarar eiga greiðari aðgang að landinu í leit að tækifærum og atvinnu gegnum hluta fjórfrelsis Evrópusambandsins sem leiðir af samningi okkar um óbeina aðild frá samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Auðlegð landsins og sú staðreynd að við njótum auglýsingar fyrir náttúrufegurð og frjálslyndi laðar að sér fólk, sem er vel. Og fantar heimsins framleiða flóttafólk og jarðveg sem beinir til okkar fólki í leit að skjóli og ákjósanlegum stað til að búa fyrir sig og sína. Og miklu fleira til, þið þekkið þetta allt, hér hefur undanfarna áratugi orðið gjörbreyting á samsetningu íslenskrar þjóðar sem hefur sitt eigið tungumál þó fámenn sé. Birtingarmyndin frá nafla undirritaðs er sláandi. Staðreyndin er sú að í sveitarfélaginu sem undirritaður veitir framkvæmdarstjórn eru um 33% íbúa af erlendum uppruna. Fjölmenningarsamfélag sem sveitarfélagið Súðavíkurhreppur er stolt af og reynir sífellt eftir mætti að gera betra. En virkni í samfélaginu og endurspeglun í stjórn og aðkomu að sveitarfélaginu er ekki í takt við fjölda þeirra íbúa sem teljast til nýbúa eða erlendra. Í þeirri viðleytni að efla þann hluta íbúa höfum við tekið fegins hendi átaki sem ber yfirskriftina Gefum íslensku séns. Áhugi og árangur af átakinu er eftirtektarverður og ávinningur, ef til tekst, er langtum verðmætari en tilkostnaður og fyrirhöfn. Það er mikill mannauður í fólki sem til okkar flytur og ættum við að þiggja þann mannauð með þökkum, samfélaginu og okkur öllum til heilla. Og um leið, vonandi fylgir lífsfylling og hagsæld fyrir þá sem læra íslensku, þurfum við að gefa íslensku séns, í stað þess að grípa til enskunnar, hvers tungumáls kannski hvorugur kann góð skil á. Það afhjúpar okkur sem vonda samfélagskennara og hjálpar lítið við skilning á íslensku sé enska sífellt notuð. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar