Dýralæknafélagið gagnrýnir ummæli Ingu og kallar eftir yfirvegun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. febrúar 2024 11:45 „Það slær okkur öll þegar við horfum upp á illa meðferð á dýrum og allir eru sammála um að það á aldrei að líðast. Æsifréttamennska og einhliða umræða er hins vegar ekki liður í því að bæta velferð dýra hérlendis,“ segir í færslu Dýralæknafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Dýralæknafélag Íslands segist fagna aukinni umræðu um velferð dýra en vill leggja áherslu á að opinber umræða um málaflokkinn sé málefnaleg og öguð. Félagið fordæmir ummæli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um yfirdýralækni. „Yfirdýralæknir gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki hérlendis og hefur yfirumsjón með forvörnum, heilbrigði og velferð dýra. Yfirdýralækni ber, eins og öðrum embættismönnum, að starfa eftir þeim lögum og reglum sem sett eru um störf hans og störf Matvælastofnunar,“ segir í Facebook-færslu Dýralæknafélagsins. „Ekki hafa verið lögð fram nein gögn sem styðja fullyrðingar Ingu Sæland um að yfirdýralæknir eða annað starfsfólk Matvælastofnunar hafi ekki uppfyllt sínar starfsskyldur. DÍ undirstrikar að slík ummæli, þar sem vegið er að starfsheiðri opinberra starfsmanna sem bundnir eru trúnaði um störf sín, þurfi að rökstyðja en ekki byggja á persónulegum skoðunum.“ Félagið er að vísa til viðbragða Ingu við Kveiks-þætti þar sem fjallað var um blóðmerahald en í þættinum steig bóndi fram og greindi frá því að fjórar hryssur hefðu drepist vegna vinnubragða við blóðtökuna. Inga sagði í samtali við RÚV að Matvæalstofnun hefði „verið með niðrum sig í mörg, mörg ár, ef ekki bara alltaf“ og að yfirdýralæknir væri ekki starfi sínu vaxinn. „Það þarf náttúrlega bara að gera gangskör í því að taka almennilega til, bæði hjá Mast og skipta um yfirdýralækni,“ sagði Inga. Dýraæknafélagið segir mikilvægt að staðreyndum sé haldið á lofti og vísa meðal annars til óháðrar blóðrannsóknar sem hafi verið framkvæmd en farið lágt í umræðunni. Persónulegar skoðanir og tilfinningar hafi verið lagðar að jöfnu við álit sérfræðinga. „Matvælastofnun, yfirdýralæknir eða aðrir dýralæknar eru ekki hafin yfir gagnrýni og fagnaði til að mynda DÍ úttekt Ríkisendurskoðunar á störfum Matvælastofnunar í dýravelferðarmálum. Hins vegar hefur DÍ áhyggjur af þeirri þróun sem hefur orðið varðandi umræðu um dýravelferðarmál hérlendis. Því kallar DÍ sérstaklega eftir því að fjölmiðlar og opinberir aðilar vandi sína nálgun í þessum málum og byggi umræðuna á faglegum gögnum sem unnin eru af sérfræðingum,“ segir í Facebook-færslunni. „Það slær okkur öll þegar við horfum upp á illa meðferð á dýrum og allir eru sammála um að það á aldrei að líðast. Æsifréttamennska og einhliða umræða er hins vegar ekki liður í því að bæta velferð dýra hérlendis.“ Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Blóð er ekki mjólk Framkvæmdastjóri Ísteka sagði í Kastljósi í gær að blóðtaka úr fylfullum hryssum væri ekkert annað en hefðbundinn landbúnaður. Þetta er rangt. Það liggur fyrir í ítarlegri niðurstöðu ESA, heilar 32 blaðsíður af rökstuðningi þess efnis hvers vegna blóðtakan er ekki og getur aldrei talist til landbúnaðar. 29. febrúar 2024 11:00 Frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka komi ekki á óvart Formaður Bændasamtakanna sér því ekkert til fyrirstöðu að blóðmerarhaldi verði fram haldið sé gildandi reglum fylgt og eftirlit í lagi. Formaður flokks fólksins segist aldrei munu hætta að berjast fyrir banni starfseminnar. 28. febrúar 2024 20:01 Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
„Yfirdýralæknir gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki hérlendis og hefur yfirumsjón með forvörnum, heilbrigði og velferð dýra. Yfirdýralækni ber, eins og öðrum embættismönnum, að starfa eftir þeim lögum og reglum sem sett eru um störf hans og störf Matvælastofnunar,“ segir í Facebook-færslu Dýralæknafélagsins. „Ekki hafa verið lögð fram nein gögn sem styðja fullyrðingar Ingu Sæland um að yfirdýralæknir eða annað starfsfólk Matvælastofnunar hafi ekki uppfyllt sínar starfsskyldur. DÍ undirstrikar að slík ummæli, þar sem vegið er að starfsheiðri opinberra starfsmanna sem bundnir eru trúnaði um störf sín, þurfi að rökstyðja en ekki byggja á persónulegum skoðunum.“ Félagið er að vísa til viðbragða Ingu við Kveiks-þætti þar sem fjallað var um blóðmerahald en í þættinum steig bóndi fram og greindi frá því að fjórar hryssur hefðu drepist vegna vinnubragða við blóðtökuna. Inga sagði í samtali við RÚV að Matvæalstofnun hefði „verið með niðrum sig í mörg, mörg ár, ef ekki bara alltaf“ og að yfirdýralæknir væri ekki starfi sínu vaxinn. „Það þarf náttúrlega bara að gera gangskör í því að taka almennilega til, bæði hjá Mast og skipta um yfirdýralækni,“ sagði Inga. Dýraæknafélagið segir mikilvægt að staðreyndum sé haldið á lofti og vísa meðal annars til óháðrar blóðrannsóknar sem hafi verið framkvæmd en farið lágt í umræðunni. Persónulegar skoðanir og tilfinningar hafi verið lagðar að jöfnu við álit sérfræðinga. „Matvælastofnun, yfirdýralæknir eða aðrir dýralæknar eru ekki hafin yfir gagnrýni og fagnaði til að mynda DÍ úttekt Ríkisendurskoðunar á störfum Matvælastofnunar í dýravelferðarmálum. Hins vegar hefur DÍ áhyggjur af þeirri þróun sem hefur orðið varðandi umræðu um dýravelferðarmál hérlendis. Því kallar DÍ sérstaklega eftir því að fjölmiðlar og opinberir aðilar vandi sína nálgun í þessum málum og byggi umræðuna á faglegum gögnum sem unnin eru af sérfræðingum,“ segir í Facebook-færslunni. „Það slær okkur öll þegar við horfum upp á illa meðferð á dýrum og allir eru sammála um að það á aldrei að líðast. Æsifréttamennska og einhliða umræða er hins vegar ekki liður í því að bæta velferð dýra hérlendis.“
Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Blóð er ekki mjólk Framkvæmdastjóri Ísteka sagði í Kastljósi í gær að blóðtaka úr fylfullum hryssum væri ekkert annað en hefðbundinn landbúnaður. Þetta er rangt. Það liggur fyrir í ítarlegri niðurstöðu ESA, heilar 32 blaðsíður af rökstuðningi þess efnis hvers vegna blóðtakan er ekki og getur aldrei talist til landbúnaðar. 29. febrúar 2024 11:00 Frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka komi ekki á óvart Formaður Bændasamtakanna sér því ekkert til fyrirstöðu að blóðmerarhaldi verði fram haldið sé gildandi reglum fylgt og eftirlit í lagi. Formaður flokks fólksins segist aldrei munu hætta að berjast fyrir banni starfseminnar. 28. febrúar 2024 20:01 Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Blóð er ekki mjólk Framkvæmdastjóri Ísteka sagði í Kastljósi í gær að blóðtaka úr fylfullum hryssum væri ekkert annað en hefðbundinn landbúnaður. Þetta er rangt. Það liggur fyrir í ítarlegri niðurstöðu ESA, heilar 32 blaðsíður af rökstuðningi þess efnis hvers vegna blóðtakan er ekki og getur aldrei talist til landbúnaðar. 29. febrúar 2024 11:00
Frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka komi ekki á óvart Formaður Bændasamtakanna sér því ekkert til fyrirstöðu að blóðmerarhaldi verði fram haldið sé gildandi reglum fylgt og eftirlit í lagi. Formaður flokks fólksins segist aldrei munu hætta að berjast fyrir banni starfseminnar. 28. febrúar 2024 20:01
Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01