Mesti hagnaður í tæplega sextíu ára sögu Landsvirkjunnar Jón Þór Stefánsson skrifar 29. febrúar 2024 16:25 Landsvirkjun greiðir ríkinu tuttugu milljarða í arð. Vísir/Vilhelm Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna. Um er að ræða besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Hagnaðurinn jókst um nítján prósent frá árinu á undan, sem var líka metár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en þar segir að fjárhagsstaða fyrirtækisins hafi aldrei verið betri. Eiginfjárhlutfall sé 65,4 prósent og skuldsetning komin niður í 1,4 sinnum meira en rekstrarhagnaður ársins fyrir afskriftir. Stjórn fyrirtækisins samþykkti ársreikninginn á fundi sínum í dag og lagði til að arður til ríkisins verði tuttugu milljarðar króna í ár, líkt og síðastliðin ár, en það eru um 72 prósent af hagnaði ársins. Samanlagður arður síðastliðinna þriggja ára nemur rúmum 40 milljörðum króna. „Þessi árangur náðist þrátt fyrir að tekjur af sölu til stórnotenda drægjust saman vegna verðlækkana á mörkuðum, en heildarrekstrartekjur jukust verulega, einkum vegna áhættuvarna. Þannig hefur virk áhættustýring í rekstri Landsvirkjunar sannað gildi sitt, en hún dregur úr tekjusveiflum og stuðlar að stöðugri rekstrarafkomu fyrirtækisins,“ er haft eftir Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunnar. „Á meðan rekstur orkufyrirtækis þjóðarinnar gengur betur en nokkru sinni fyrr eru blikur á lofti í raforkumálum Íslendinga. Framkvæmdir við orkuöflun hafa tafist af ýmsum orsökum, og líkur eru á því að raforkuframleiðsla nái ekki að anna eftirspurn vegna orkuskipta og almenns vaxtar samfélagsins fyrr en í fyrsta lagi á árunum 2027-28,“ segir Hörður, en hann bendir þó á að vonir standi um að hægt verði að hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun og Búrfellslund á árinu. Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en þar segir að fjárhagsstaða fyrirtækisins hafi aldrei verið betri. Eiginfjárhlutfall sé 65,4 prósent og skuldsetning komin niður í 1,4 sinnum meira en rekstrarhagnaður ársins fyrir afskriftir. Stjórn fyrirtækisins samþykkti ársreikninginn á fundi sínum í dag og lagði til að arður til ríkisins verði tuttugu milljarðar króna í ár, líkt og síðastliðin ár, en það eru um 72 prósent af hagnaði ársins. Samanlagður arður síðastliðinna þriggja ára nemur rúmum 40 milljörðum króna. „Þessi árangur náðist þrátt fyrir að tekjur af sölu til stórnotenda drægjust saman vegna verðlækkana á mörkuðum, en heildarrekstrartekjur jukust verulega, einkum vegna áhættuvarna. Þannig hefur virk áhættustýring í rekstri Landsvirkjunar sannað gildi sitt, en hún dregur úr tekjusveiflum og stuðlar að stöðugri rekstrarafkomu fyrirtækisins,“ er haft eftir Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunnar. „Á meðan rekstur orkufyrirtækis þjóðarinnar gengur betur en nokkru sinni fyrr eru blikur á lofti í raforkumálum Íslendinga. Framkvæmdir við orkuöflun hafa tafist af ýmsum orsökum, og líkur eru á því að raforkuframleiðsla nái ekki að anna eftirspurn vegna orkuskipta og almenns vaxtar samfélagsins fyrr en í fyrsta lagi á árunum 2027-28,“ segir Hörður, en hann bendir þó á að vonir standi um að hægt verði að hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun og Búrfellslund á árinu.
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira