Hástökk Alvotech fyrir bí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2024 10:23 Róbert Wessman er stjórnarformaður og stofnandi Alvotech. Alvotech Fjórða daginn í röð lækkar verð á bréfum í Alvotech eftir hástökkið á mánudaginn þegar verðið hækkaði um ellefu prósent. Það er nú lægra en það var áður en matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna veitti fyrirtækinu langþráð leyfi síðastliðna helgi. Tilkynnt var um leyfið aðfaranótt laugardags fyrir tæpri viku og ríkti mikil spenna hvað yrði með bréf í Alvotech þegar opnað yrði fyrir viðskipti í Kauphöllinni á mánudagsmorgun. Félaginu barst 23 milljarða tilboð frá hópi fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila og rauk hlutabréfaverðið upp um ellefu prósent. Róbert Wessmann forstjóri Alvotech sagðist vænta þess að stórir sölusamningar myndu klárast á næstu vikum. Þá kom fram að Alvotech áformaði að auka umsvif sín í Vatnsmýrinni með því að efla framleiðslugetu og fjölga enn frekar starfsfólki. Verð á bréfunum lækkaði nokkuð skart strax á þriðjudag og hefur svo lækkað lítillega dag frá degi. Viðskipti með bréf í félaginu það sem af er degi nemur rúmlega hundrað milljónum og hefur verð á bréfum lækkað um tæp tvö prósent. Það stendur nú í 2130 krónum á hlut sem er lægsta verð á bréfum í félaginu síðan í lok janúar. Í stóra samhenginu hefur verð á bréfum fyrirtækisins aldrei verið hærra frá því að fyrirtækið kom á markað í júlí 2022 á genginu 1332 krónur á hlut. Það fór hæst í 2.050 krónur á hlut í mars í fyrra, tók svo skarpa dýfu en er nú komið aftur í 2.130 krónur á hlut. Alvotech sagði upp 21 starfsmanni í vikunni. Félagið er verðmætasta félagið í Kauphöllinni en það er metið á 629 milljarða íslenskra króna. Marel kemur þar á eftir með markaðsvirði upp á 360 milljarða króna. Alvotech Kauphöllin Tengdar fréttir Alvotech sagði 21 upp í gær 21 starfsmanni var sagt upp störfum hjá Alvotech í gær. Þar af voru fjórtán sem starfa á Íslandi. Þetta staðfestir Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech, í samtali við Vísi. 29. febrúar 2024 11:03 Lækkaði um átta prósent eftir mikla hækkun í gær Virði hlutabréfa í Alvotech lækkuðu um 7,76 prósent í dag. Velta dagsins var um 1,3 milljarðar króna. Verð hlutar í félaginu stendur nú í 2.260 krónum og á síðastliðnu ári hefur verðið hækkað um 42,6 prósent. 27. febrúar 2024 20:01 Forstjóri Alvotech væntir þess að stórir sölusamningar klárist „á næstu vikum“ Alvotech og samstarfsaðili þess í Bandaríkjunum, lyfjarisinn Teva, eru núna í „virkum viðræðum“ vegna stórra samninga um sölu á líftæknilyfjahliðstæðu íslenska fyrirtækisins við eitt mesta selda lyf í heimi, að sögn forstjóra félagsins, og ættu þær að klárast á næstu vikum. Eftir að samþykki fékkst um markaðsleyfi vestanhafs áformar Alvotech að auka umsvif sín í Vatnsmýrinni með því að efla framleiðslugetuna og fjölga enn frekar starfsfólki. 27. febrúar 2024 14:29 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Tilkynnt var um leyfið aðfaranótt laugardags fyrir tæpri viku og ríkti mikil spenna hvað yrði með bréf í Alvotech þegar opnað yrði fyrir viðskipti í Kauphöllinni á mánudagsmorgun. Félaginu barst 23 milljarða tilboð frá hópi fagfjárfesta og viðurkenndra gagnaðila og rauk hlutabréfaverðið upp um ellefu prósent. Róbert Wessmann forstjóri Alvotech sagðist vænta þess að stórir sölusamningar myndu klárast á næstu vikum. Þá kom fram að Alvotech áformaði að auka umsvif sín í Vatnsmýrinni með því að efla framleiðslugetu og fjölga enn frekar starfsfólki. Verð á bréfunum lækkaði nokkuð skart strax á þriðjudag og hefur svo lækkað lítillega dag frá degi. Viðskipti með bréf í félaginu það sem af er degi nemur rúmlega hundrað milljónum og hefur verð á bréfum lækkað um tæp tvö prósent. Það stendur nú í 2130 krónum á hlut sem er lægsta verð á bréfum í félaginu síðan í lok janúar. Í stóra samhenginu hefur verð á bréfum fyrirtækisins aldrei verið hærra frá því að fyrirtækið kom á markað í júlí 2022 á genginu 1332 krónur á hlut. Það fór hæst í 2.050 krónur á hlut í mars í fyrra, tók svo skarpa dýfu en er nú komið aftur í 2.130 krónur á hlut. Alvotech sagði upp 21 starfsmanni í vikunni. Félagið er verðmætasta félagið í Kauphöllinni en það er metið á 629 milljarða íslenskra króna. Marel kemur þar á eftir með markaðsvirði upp á 360 milljarða króna.
Alvotech Kauphöllin Tengdar fréttir Alvotech sagði 21 upp í gær 21 starfsmanni var sagt upp störfum hjá Alvotech í gær. Þar af voru fjórtán sem starfa á Íslandi. Þetta staðfestir Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech, í samtali við Vísi. 29. febrúar 2024 11:03 Lækkaði um átta prósent eftir mikla hækkun í gær Virði hlutabréfa í Alvotech lækkuðu um 7,76 prósent í dag. Velta dagsins var um 1,3 milljarðar króna. Verð hlutar í félaginu stendur nú í 2.260 krónum og á síðastliðnu ári hefur verðið hækkað um 42,6 prósent. 27. febrúar 2024 20:01 Forstjóri Alvotech væntir þess að stórir sölusamningar klárist „á næstu vikum“ Alvotech og samstarfsaðili þess í Bandaríkjunum, lyfjarisinn Teva, eru núna í „virkum viðræðum“ vegna stórra samninga um sölu á líftæknilyfjahliðstæðu íslenska fyrirtækisins við eitt mesta selda lyf í heimi, að sögn forstjóra félagsins, og ættu þær að klárast á næstu vikum. Eftir að samþykki fékkst um markaðsleyfi vestanhafs áformar Alvotech að auka umsvif sín í Vatnsmýrinni með því að efla framleiðslugetuna og fjölga enn frekar starfsfólki. 27. febrúar 2024 14:29 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Alvotech sagði 21 upp í gær 21 starfsmanni var sagt upp störfum hjá Alvotech í gær. Þar af voru fjórtán sem starfa á Íslandi. Þetta staðfestir Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech, í samtali við Vísi. 29. febrúar 2024 11:03
Lækkaði um átta prósent eftir mikla hækkun í gær Virði hlutabréfa í Alvotech lækkuðu um 7,76 prósent í dag. Velta dagsins var um 1,3 milljarðar króna. Verð hlutar í félaginu stendur nú í 2.260 krónum og á síðastliðnu ári hefur verðið hækkað um 42,6 prósent. 27. febrúar 2024 20:01
Forstjóri Alvotech væntir þess að stórir sölusamningar klárist „á næstu vikum“ Alvotech og samstarfsaðili þess í Bandaríkjunum, lyfjarisinn Teva, eru núna í „virkum viðræðum“ vegna stórra samninga um sölu á líftæknilyfjahliðstæðu íslenska fyrirtækisins við eitt mesta selda lyf í heimi, að sögn forstjóra félagsins, og ættu þær að klárast á næstu vikum. Eftir að samþykki fékkst um markaðsleyfi vestanhafs áformar Alvotech að auka umsvif sín í Vatnsmýrinni með því að efla framleiðslugetuna og fjölga enn frekar starfsfólki. 27. febrúar 2024 14:29