Tuttugu ára afmæli Aldrei fór ég suður: Of Monsters and Men meðal hljómsveita Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 1. mars 2024 13:54 Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri. Vísir/Einar Of Monsters and Men verður á meðal þeirra hljómsveita sem munu koma fram á vestfirsku tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður sem fram fer um páskana á Ísafirði. Hátíðin fagnar tuttugu ára afmæli í ár og verður blásið í herlúða að sögn skipuleggjanda. „Alveg magnað að hugsa til þess að það séu komin tuttugu ár af þessari vitleysu, sem byrjaði sem einhver brandari en er bara langt því frá að vera fyndinn lengur,“ segir Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri í samtali við fréttastofu. Dagskrá tónlistarhátíðarinnar í ár var kynnt í dag. „Það verður blásið í herlúðra og boginn spenntur til hins ítrasta,“ segir Kristján. Hann segir allan bæinn undir. Metfjöldi tónlistaratriða verði í boði og ekki króna rukkuð inn, líkt og síðustu ár. Hátíðin fer fram föstudaginn langa þann 29. mars og laugardaginn 30. mars. „Þetta er alveg ótrúleg dagskrá. Þó ég segi það bara sjálfur, við erum alltaf að toppa okkur og það er ótrúlegt að fólk vilji koma og vera með okkur og spila. Við erum með fleiri atriði en áður, bættum við fjórum atriðum í viðbót við það sem við vorum með í fyrra í fjölda,“ segir Kristján. Hann nefnir listamenn líkt og Helga Björns, Mugison, GDRN, Emmsjé Gauta, Of Monsters and Men, Bogomil Fonte, Celebs og Dr. Gunna. „Þetta er bara endalaust. Lúðrasveit tónlistarskólans. Þetta er bland eins og ég segi, landsþekkt nöfn í bland við okkar stjörnur hér að vestan.“ Blússandi stemning var þegar dagskrá hátíðarinnar var kynnt. Vísir/Einar Stundum staðið tæpt en alltaf gaman Kristján hefur verið viðriðinn tónlistarhátíðina frá upphafi, allt síðan hún fór fyrst fram fyrir tuttugu árum síðan. Allir sem koma að hátíðinni eru sjálfboðaliðar og segir Kristján málin stundum hafa staðið tæpt. Í ár verður sérstök sögusýning um hátíðina. „Undirstaða hennar er að maður gerir ekki rassgat einn og það segir mikið um það að einhvern veginn allur bærinn tekur þátt í þessu. Það er nánast hver einasti íbúi sem hefur snertiflöt á hátíðinni og við erum svolítð að sýna það,“ segir Kristján. „Sýna það hvernig samfélagið hefur vaxið síðustu tuttugu ár. Af því að við erum svo sannarlega ekki ein í þessu þó að við séum svolítið samheldinn hópur sem hefur haldið utan um stýrið á hátíðinni, þá er það þannig að þetta er hátíð þessa samfélags hér fyrir vestan og við munum sýna það með mörgum hætti.“ Aldrei fór ég suður fagnar stórafmæli í ár og verður tónlistarhátíðin nú sú stærsta frá upphafi. Vísir/Einar Stal eitt sinn bíl með Mugison Kristján segir að í heildina séu það um fjögur hundruð tónlistarmenn sem hafi komið fram á hátíðinni undanfarin tuttugu ár. Hann segir mörg atriði koma í hugann undanfarin ár við skipulagninguna en segir eitt sérlega minnisstætt. „Ég man til dæmis eftir því að ég og Mugison við áttum að hengja upp veggspjöld með dagskránni eitt árið og fórum í það og ætluðum að fá lánaðan bíl hjá hafnarstjóranum og hann sagði: „Já lykillinn er í bílnum takið hann.“ Kristján segir þá félaga hafa keyrt út um allt á bílnum, meðal annars á Þingeyri. Síðar sama dag hafi hafnarstjórinn hringt aftur í þá félaga. „Og sagði: „Hva, af hverju tókuð þið ekki bílinn og hvert fóruð þið? Þá kom í ljós að lögregna var að leita að bíl sem hafði verið stolið af iðnaðarmanni sem hafði hlaupið inn til að ná í rörtöng niður á höfn,“ segir Kristján hlæjandi. „Það var frábær safndiskur í tækinu, Bruce Springsteen og allt þannig að við skemmtum okkur í heilan dag á bíl sem við stálum.“ Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Tónleikar á Íslandi Of Monsters and Men Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Alveg magnað að hugsa til þess að það séu komin tuttugu ár af þessari vitleysu, sem byrjaði sem einhver brandari en er bara langt því frá að vera fyndinn lengur,“ segir Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri í samtali við fréttastofu. Dagskrá tónlistarhátíðarinnar í ár var kynnt í dag. „Það verður blásið í herlúðra og boginn spenntur til hins ítrasta,“ segir Kristján. Hann segir allan bæinn undir. Metfjöldi tónlistaratriða verði í boði og ekki króna rukkuð inn, líkt og síðustu ár. Hátíðin fer fram föstudaginn langa þann 29. mars og laugardaginn 30. mars. „Þetta er alveg ótrúleg dagskrá. Þó ég segi það bara sjálfur, við erum alltaf að toppa okkur og það er ótrúlegt að fólk vilji koma og vera með okkur og spila. Við erum með fleiri atriði en áður, bættum við fjórum atriðum í viðbót við það sem við vorum með í fyrra í fjölda,“ segir Kristján. Hann nefnir listamenn líkt og Helga Björns, Mugison, GDRN, Emmsjé Gauta, Of Monsters and Men, Bogomil Fonte, Celebs og Dr. Gunna. „Þetta er bara endalaust. Lúðrasveit tónlistarskólans. Þetta er bland eins og ég segi, landsþekkt nöfn í bland við okkar stjörnur hér að vestan.“ Blússandi stemning var þegar dagskrá hátíðarinnar var kynnt. Vísir/Einar Stundum staðið tæpt en alltaf gaman Kristján hefur verið viðriðinn tónlistarhátíðina frá upphafi, allt síðan hún fór fyrst fram fyrir tuttugu árum síðan. Allir sem koma að hátíðinni eru sjálfboðaliðar og segir Kristján málin stundum hafa staðið tæpt. Í ár verður sérstök sögusýning um hátíðina. „Undirstaða hennar er að maður gerir ekki rassgat einn og það segir mikið um það að einhvern veginn allur bærinn tekur þátt í þessu. Það er nánast hver einasti íbúi sem hefur snertiflöt á hátíðinni og við erum svolítð að sýna það,“ segir Kristján. „Sýna það hvernig samfélagið hefur vaxið síðustu tuttugu ár. Af því að við erum svo sannarlega ekki ein í þessu þó að við séum svolítið samheldinn hópur sem hefur haldið utan um stýrið á hátíðinni, þá er það þannig að þetta er hátíð þessa samfélags hér fyrir vestan og við munum sýna það með mörgum hætti.“ Aldrei fór ég suður fagnar stórafmæli í ár og verður tónlistarhátíðin nú sú stærsta frá upphafi. Vísir/Einar Stal eitt sinn bíl með Mugison Kristján segir að í heildina séu það um fjögur hundruð tónlistarmenn sem hafi komið fram á hátíðinni undanfarin tuttugu ár. Hann segir mörg atriði koma í hugann undanfarin ár við skipulagninguna en segir eitt sérlega minnisstætt. „Ég man til dæmis eftir því að ég og Mugison við áttum að hengja upp veggspjöld með dagskránni eitt árið og fórum í það og ætluðum að fá lánaðan bíl hjá hafnarstjóranum og hann sagði: „Já lykillinn er í bílnum takið hann.“ Kristján segir þá félaga hafa keyrt út um allt á bílnum, meðal annars á Þingeyri. Síðar sama dag hafi hafnarstjórinn hringt aftur í þá félaga. „Og sagði: „Hva, af hverju tókuð þið ekki bílinn og hvert fóruð þið? Þá kom í ljós að lögregna var að leita að bíl sem hafði verið stolið af iðnaðarmanni sem hafði hlaupið inn til að ná í rörtöng niður á höfn,“ segir Kristján hlæjandi. „Það var frábær safndiskur í tækinu, Bruce Springsteen og allt þannig að við skemmtum okkur í heilan dag á bíl sem við stálum.“
Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Tónleikar á Íslandi Of Monsters and Men Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira