Verslun Guðsteins á Laugavegi lokar Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2024 16:57 Á Facebook-síðu verslunarinnar, þar sem tilkynnt var að rekstrinum við Laugaveg yrði hætt, ríkir mikil gremja og sorg en nú má segja að Laugavegurinn eins og hann var sé endanlega horfinn. Miðborgarbúar gráta Herrafataverslun Guðsteins á Laugavegi sem hefur staðið hefur af sér tískustrauma nú í hartnær heila öld. Hún lokar eftir rúma viku. Einn af síðustu móhíkönunum er að hverfa. Verslun Guðsteins þekkja flestir. Búðin sjálf fagnar 106 ára afmæli á þessu ári og rekur að auki búð við Ármúla 11. En Verslun Guðsteins hefur verið staðsett í þessu tiltekna húsi, við Laugaveg 34, frá því árið 1929. Sem þýðir að þar hefur verið rekstur í hartnær öld. Elmar Gísli er afgreiðslumaður og hann segir þetta vissulega tímamót. Hann minnir að verslunin hafi fyrsta kastið verið við Bergstaðastræti. „Já, þetta er síðasta vígið hér á Laugaveginum,“ segir Elmar og helst á honum að heyra að nú sé hann endanlega farinn, í þeirri mynd sem gamlir Reykvíkingar þekkja. Af hverju er verið að loka búðinni? „Það er nú bara af því að fólk er hætt að koma hingað.“ Eru menn þá að flýja túristana? „Njahh, það er erfitt aðgengi í miðbænum fyrir marga.“ Ljóst er að viðskiptavinir Guðsteins myndu gjarnan vilja mæta á bíl, þeir eru ekki líklegir til að vera að spássera niður göngugötu. Ljóst er að Elmar Gísli er ekki sáttur við það hvernig haldið hefur verið á málum varðandi göngugötuna, að lokað hafi verið fyrir bílaumferð og finni menn einhvers staðar stæði þá sé það á uppsprengdu verði. Elmar segir að fullt hafi verið út úr dyrum frá því að opnað var í morgun, en búðin lokar 9. mars. Þá færir starfsemin sig alfarið í Ármúla þar sem hún mun starfa áfram. „Um aldur og ævi,“ segir Elmar. Verslun Reykjavík Göngugötur Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Verslun Guðsteins þekkja flestir. Búðin sjálf fagnar 106 ára afmæli á þessu ári og rekur að auki búð við Ármúla 11. En Verslun Guðsteins hefur verið staðsett í þessu tiltekna húsi, við Laugaveg 34, frá því árið 1929. Sem þýðir að þar hefur verið rekstur í hartnær öld. Elmar Gísli er afgreiðslumaður og hann segir þetta vissulega tímamót. Hann minnir að verslunin hafi fyrsta kastið verið við Bergstaðastræti. „Já, þetta er síðasta vígið hér á Laugaveginum,“ segir Elmar og helst á honum að heyra að nú sé hann endanlega farinn, í þeirri mynd sem gamlir Reykvíkingar þekkja. Af hverju er verið að loka búðinni? „Það er nú bara af því að fólk er hætt að koma hingað.“ Eru menn þá að flýja túristana? „Njahh, það er erfitt aðgengi í miðbænum fyrir marga.“ Ljóst er að viðskiptavinir Guðsteins myndu gjarnan vilja mæta á bíl, þeir eru ekki líklegir til að vera að spássera niður göngugötu. Ljóst er að Elmar Gísli er ekki sáttur við það hvernig haldið hefur verið á málum varðandi göngugötuna, að lokað hafi verið fyrir bílaumferð og finni menn einhvers staðar stæði þá sé það á uppsprengdu verði. Elmar segir að fullt hafi verið út úr dyrum frá því að opnað var í morgun, en búðin lokar 9. mars. Þá færir starfsemin sig alfarið í Ármúla þar sem hún mun starfa áfram. „Um aldur og ævi,“ segir Elmar.
Verslun Reykjavík Göngugötur Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira