Árinni kennir illur ræðari Oddur Steinarsson skrifar 4. mars 2024 12:30 Heilsugæslan og mönnun hennar hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Meðal annars eru mál heimilislækna á Akureyri áberandi. Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar Græns Framboðs (VG) ritar grein á akureyri.net í síðustu viku og talar þar meðal annars um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Þessi umræðuhefð er orðin verulega þreytt þegar kemur að málefnum heilsugæslunnar og mönnun heimilislækna. Hún einkennist af upphrópunum fremur en staðreyndum og hafa ófáir stjórmálamenn talið almenningi trú um að það sé varasamt að leyfa heimilislæknum/heilsugæslum að starfa sjálfstætt hér. Hvað varðar þetta þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001. Það var vinstri stjórn Jens Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum á landsvísu leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna í Noregi. Það skarð er í dag að mestu fyllt og 95% Norðmanna hafa fastan heimilislækni í dag meðan innan við 50% Íslendinga hafa skráðan heimilislækni. Það hefði verið óskandi að VG og samstarfsflokkar þeirra hefðu komið á svipuðu kerfi á landsvísu meðan þau réðu heilbrigðismálum. Þá væru væntanlega fleiri Akureyringar og aðrir landsmenn með fastan heimilislækni. Ekki hefur borið á umræðu um að þetta hafi grafið undan heilbrigðiskerfinu í Noregi undanfarna áratugi. Þvert á móti sýndi nýleg rannsókn að sá hópur Norðmanna, sem hefur haft sama heimilislækni lengi var með um 30% lægri komu- og innlagnartíðni á sjúkrahús. Benda má einnig á í þessu samhengi að sjúkraþjálfarar og tannlæknar hafa starfað sjálfstætt á Íslandi í áratugi. Ekki hefur það grafið undan þjónustu þeirra heilbrigðisstétta. En þegar kemur að læknum þá er viðhorfið annað og lýsti það sér meðal annars í 5 ára samningsleysi sérfræðilækna þar til á síðasta ári. Við inleiddum heilsugæslukerfi að sænskri fyrirmynd 2017. Kerfið sem er til fyrirmyndar hér er hið sænska „Vårdvalsmodel“. Lykilatriði í því eru meðal annars svokölluð ,,fri etablering”, þar sem þjónustuaðilar geta opnað nýjar stöðvar hvar sem er, að uppfylltum ákveðnum grunnskilyrðum varðandi mönnun og fjármögnun. Þetta er gert til þess að skapa ákveðna samkeppni. Jafnframt er í Svíþjóð óháð eftirlit þar með módelinu, í höndum Samkeppnisyfirvalda. Þessi ákvæði voru ekki tekin upp og hér vantar rekstrareftirlit með módelinu. Samkvæmt nýrri talningu Félags Íslenskra Heimilislækna eru milli 161-170 starfandi sérfræðingar í heimilislæknum á heilsugæslum landsins og ekki allir í fullu starfi. Viðmið Félags Íslenskra Heimilislækna er að heimilislæknir í 100% stöðu sinni 1200 manns í þéttbýli. Sænska landsviðmiðið er 1100 á lækni. Ljóst er að skapa þarf tafarlaust meira aðlaðandi vinnuumhverfi fyrir þá heimilislækna sem eftir eru og til að lokka fleiri lækna í fagið. Ísland er eftirbátur Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar í því að hafa val um að starfa sjálfstætt í heilsugæslu. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra frekar til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna sem og annarra starfsmanna. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum og MBA og varaformaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsugæsla Oddur Steinarsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Heilsugæslan og mönnun hennar hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Meðal annars eru mál heimilislækna á Akureyri áberandi. Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar Græns Framboðs (VG) ritar grein á akureyri.net í síðustu viku og talar þar meðal annars um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Þessi umræðuhefð er orðin verulega þreytt þegar kemur að málefnum heilsugæslunnar og mönnun heimilislækna. Hún einkennist af upphrópunum fremur en staðreyndum og hafa ófáir stjórmálamenn talið almenningi trú um að það sé varasamt að leyfa heimilislæknum/heilsugæslum að starfa sjálfstætt hér. Hvað varðar þetta þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001. Það var vinstri stjórn Jens Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum á landsvísu leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna í Noregi. Það skarð er í dag að mestu fyllt og 95% Norðmanna hafa fastan heimilislækni í dag meðan innan við 50% Íslendinga hafa skráðan heimilislækni. Það hefði verið óskandi að VG og samstarfsflokkar þeirra hefðu komið á svipuðu kerfi á landsvísu meðan þau réðu heilbrigðismálum. Þá væru væntanlega fleiri Akureyringar og aðrir landsmenn með fastan heimilislækni. Ekki hefur borið á umræðu um að þetta hafi grafið undan heilbrigðiskerfinu í Noregi undanfarna áratugi. Þvert á móti sýndi nýleg rannsókn að sá hópur Norðmanna, sem hefur haft sama heimilislækni lengi var með um 30% lægri komu- og innlagnartíðni á sjúkrahús. Benda má einnig á í þessu samhengi að sjúkraþjálfarar og tannlæknar hafa starfað sjálfstætt á Íslandi í áratugi. Ekki hefur það grafið undan þjónustu þeirra heilbrigðisstétta. En þegar kemur að læknum þá er viðhorfið annað og lýsti það sér meðal annars í 5 ára samningsleysi sérfræðilækna þar til á síðasta ári. Við inleiddum heilsugæslukerfi að sænskri fyrirmynd 2017. Kerfið sem er til fyrirmyndar hér er hið sænska „Vårdvalsmodel“. Lykilatriði í því eru meðal annars svokölluð ,,fri etablering”, þar sem þjónustuaðilar geta opnað nýjar stöðvar hvar sem er, að uppfylltum ákveðnum grunnskilyrðum varðandi mönnun og fjármögnun. Þetta er gert til þess að skapa ákveðna samkeppni. Jafnframt er í Svíþjóð óháð eftirlit þar með módelinu, í höndum Samkeppnisyfirvalda. Þessi ákvæði voru ekki tekin upp og hér vantar rekstrareftirlit með módelinu. Samkvæmt nýrri talningu Félags Íslenskra Heimilislækna eru milli 161-170 starfandi sérfræðingar í heimilislæknum á heilsugæslum landsins og ekki allir í fullu starfi. Viðmið Félags Íslenskra Heimilislækna er að heimilislæknir í 100% stöðu sinni 1200 manns í þéttbýli. Sænska landsviðmiðið er 1100 á lækni. Ljóst er að skapa þarf tafarlaust meira aðlaðandi vinnuumhverfi fyrir þá heimilislækna sem eftir eru og til að lokka fleiri lækna í fagið. Ísland er eftirbátur Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar í því að hafa val um að starfa sjálfstætt í heilsugæslu. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra frekar til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna sem og annarra starfsmanna. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum og MBA og varaformaður Læknafélags Íslands.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun