Um er að ræða rúmlega 80 fermetra eign í nýlegu fjölbýlishúsi með sérinngangi á vinsælum stað við Laugardalinn. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu og borðstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu í kjallara. Auk þess eru stórar suðvestur svalir með góðu útsýni.
„Skammt stórra högga á milli. Við feðginin vorum í miðjum klíðum við að hreiðra um okkur í frábærri íbúð þegar sannkölluð draumaeign fyrir okkur datt inn á markaðinn. Ég ákvað að freista gæfunnar og ef allt gengur eftir flytjum við þangað á næstu mánuðum,“ skrifaði Bergsteinn við færslu á Facebook vegna sölunnar.