Lífið

Í­búð Berg­steins í Kast­ljósinu til sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eignin er í nýlegu fjölbýlishúsi á vinsælum stað við Laugardalinn.
Eignin er í nýlegu fjölbýlishúsi á vinsælum stað við Laugardalinn.

Bergsteinn Sigurðsson, sjónvarpsmaður á RÚV, hefur sett íbúð sína við Drekavog í Reykjavík á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 63,9 milljónir.

Um er að ræða rúmlega 80 fermetra eign í nýlegu fjölbýlishúsi með sérinngangi á vinsælum stað við Laugardalinn. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu og borðstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu í kjallara. Auk þess eru stórar suðvestur svalir með góðu útsýni.

Stofan er björt og opin máluð í hlýlegum grænum lit.Fasteignaljósmyndun
Útgengt er úr stofu á rúmgóðar svalir.Fasteignaljósmyndun

„Skammt stórra högga á milli. Við feðginin vorum í miðjum klíðum við að hreiðra um okkur í frábærri íbúð þegar sannkölluð draumaeign fyrir okkur datt inn á markaðinn. Ég ákvað að freista gæfunnar og ef allt gengur eftir flytjum við þangað á næstu mánuðum,“ skrifaði Bergsteinn við færslu á Facebook vegna sölunnar. 

Nánari upplýsingar um fasteignavef Vísis.

Í eldhúsi er dökk og smekkleg innrétting.Fasteignaljósmyndun
Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni.Fasteignaljósmyndun
Góðir gluggar eru í hjónaherbergi.Fasteignaljósmyndun
Þvottahús er innaf baðherbergi.Fasteignaljósmyndun

Tengdar fréttir

Bergsteinn og Vigdís selja í Vogunum

Bergsteinn Sigurðsson, sjónvarpsmaður á RÚV, og Vigdís Másdóttir, nýráðin kynningar- og markaðsstjóri menningarmála í Kópavogi hafa sett íbúð sína við Karfavog í Reykjavík á sölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.