Innlent

Lítill eldur í Kató í Hafnar­firði

Samúel Karl Ólason skrifar
Ekki er um mikinn eld að ræða í Kató í Hafnarfirði.
Ekki er um mikinn eld að ræða í Kató í Hafnarfirði. Vísir/vilhelm

Eldur kviknaði í húsi sem kallast Kató og er á móti St. Jósefsspítala í dag. Ekki er um mikinn eld að ræða samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Reykkafarar eru komnir inn í húsið og voru aðrir slökkviliðsmenn á leiðinni, en þó ekki í forgangsakstri, þar sem tilefni þótti ekki til. Enginn býr í húsinu.

Eins og fram kemur í frétt Fjarðarfrétta frá 2022 hýsti húsið á árum áður leikskóla kaþólskra nunna. Til stóð að rífa húsið og reisa þar fimmtán íbúða hús. Seinna meir var ákveðið að nýta húsið og íþróttahúsið sem er á staðnum og breyta þeim í íbúðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×