Hræddur að fara of nærri Norður-Kóreu Valur Páll Eiríksson skrifar 5. mars 2024 10:00 Benjamin Stokke hafnaði tilboðum víða að, þar á meðal frá Kína. Vísir/Einar Norðmaðurinn Benjamin Stokke hafnaði tilboðum víða að á kostnað Breiðabliks sem hann mun leika með í Bestu deild karla í sumar. Fyrrum leikmaður Blika gerði mikið til að sannfæra Norðmanninn um að koma til Íslands. Stokke raðaði inn mörkum fyrir Haugesund er liðið komst upp í efstu deild Noregs á síðustu leiktíð. Hann komst hins vegar ekki að samkomulagi um nýjan samning við liðið að leiktíðinni lokinni og hafnaði tilboðum víða að. „Það komu tilboð frá Noregi, Litháen, Möltu, Færeyjum og líka frá Kína en það var við landamærin að Norður-Kóreu svo það var ekki öruggasti staðurinn,“ „Þetta var besta lausnin fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Stokke. Sterkt að fá svo góðan leikmann Þjálfarinn Halldór Árnason er ánægður að klófesta framherjann en Blikar voru í leit að slíkum eftir brottför Færeyingsins Klæmint Olsen. Halldór Árnason, þjálfari Blika, er sáttur með að fá Stokke inn.Vísir/Einar „Við erum gríðarlega sáttir að hafa landað þessum leikmanni. Benjamin er frábær framherji sem er mjög leikreyndur. Hann á flottan feril að baki og er að koma út úr kannski einum af hans bestu tímabilum, sem er frábært,“ „Það er mikil ánægja að hafa náð að semja við hann og mikilvægt að fá leikmann af þessu kaliberi inn í hópinn,“ segir Halldór. Brynjólfur mælti með félaginu og gerir nú kröfur Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, var samherji Stokke í framlínu Kristiansund. Sá norski gat því leitað ráða hjá félaga sínum. Brynjólfur Andersen Willumsson fór frá Breiðabliki til Kristiansund árið 2020. Liðsfélagi hans Stokke fer nú öfuga leið.Vísir/Hulda Margrét „Hann er góður strákur. Ég talaði mikið við hann um þetta félag og hann hefur verið mjög hjálpsamur. Við spiluðum saman í sókninni hjá Kristiansund og við náðum vel saman. Við höfum þá eiginleika að bæta hvor annan upp.“ „Hann er frábær leikmaður og framtíðin er björt hjá honum. Það var gott að hafa heimamann frá Íslandi sem þekkir félagið jafn vel og hann gerir.“ Brynjólfur sagði í samtali við Fótbolti.net á dögunum að hann vildi ekki setja of mikla pressu á Stokke en lágmarkið væri hins vegar að hann skoraði 15 mörk. Hvað segir Norðmaðurinn um það? „Ég hef tekið eftir því að það eru færri leikir í íslensku deildinni en ég vona að ég geti hjálpað liðinu að skora mörk. Ég er dæmigerður sóknarmaður sem vill vera inni í teignum og ef sendingarnar koma er ég viss um að ég muni skora nokkur mörk.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik hefur leik í Bestu deild karla er FH heimsækir Kópavogsvöll þann 8. apríl. Deildin hefst laugardaginn 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Stokke raðaði inn mörkum fyrir Haugesund er liðið komst upp í efstu deild Noregs á síðustu leiktíð. Hann komst hins vegar ekki að samkomulagi um nýjan samning við liðið að leiktíðinni lokinni og hafnaði tilboðum víða að. „Það komu tilboð frá Noregi, Litháen, Möltu, Færeyjum og líka frá Kína en það var við landamærin að Norður-Kóreu svo það var ekki öruggasti staðurinn,“ „Þetta var besta lausnin fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Stokke. Sterkt að fá svo góðan leikmann Þjálfarinn Halldór Árnason er ánægður að klófesta framherjann en Blikar voru í leit að slíkum eftir brottför Færeyingsins Klæmint Olsen. Halldór Árnason, þjálfari Blika, er sáttur með að fá Stokke inn.Vísir/Einar „Við erum gríðarlega sáttir að hafa landað þessum leikmanni. Benjamin er frábær framherji sem er mjög leikreyndur. Hann á flottan feril að baki og er að koma út úr kannski einum af hans bestu tímabilum, sem er frábært,“ „Það er mikil ánægja að hafa náð að semja við hann og mikilvægt að fá leikmann af þessu kaliberi inn í hópinn,“ segir Halldór. Brynjólfur mælti með félaginu og gerir nú kröfur Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrrum leikmaður Breiðabliks, var samherji Stokke í framlínu Kristiansund. Sá norski gat því leitað ráða hjá félaga sínum. Brynjólfur Andersen Willumsson fór frá Breiðabliki til Kristiansund árið 2020. Liðsfélagi hans Stokke fer nú öfuga leið.Vísir/Hulda Margrét „Hann er góður strákur. Ég talaði mikið við hann um þetta félag og hann hefur verið mjög hjálpsamur. Við spiluðum saman í sókninni hjá Kristiansund og við náðum vel saman. Við höfum þá eiginleika að bæta hvor annan upp.“ „Hann er frábær leikmaður og framtíðin er björt hjá honum. Það var gott að hafa heimamann frá Íslandi sem þekkir félagið jafn vel og hann gerir.“ Brynjólfur sagði í samtali við Fótbolti.net á dögunum að hann vildi ekki setja of mikla pressu á Stokke en lágmarkið væri hins vegar að hann skoraði 15 mörk. Hvað segir Norðmaðurinn um það? „Ég hef tekið eftir því að það eru færri leikir í íslensku deildinni en ég vona að ég geti hjálpað liðinu að skora mörk. Ég er dæmigerður sóknarmaður sem vill vera inni í teignum og ef sendingarnar koma er ég viss um að ég muni skora nokkur mörk.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Breiðablik hefur leik í Bestu deild karla er FH heimsækir Kópavogsvöll þann 8. apríl. Deildin hefst laugardaginn 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira