Kýrnar á Stóru Mörk III mjólka mest allra kúa á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. mars 2024 20:31 Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir og Eyvindur Ágústsson, kúabændur á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum, sem hafa verið verðlaunuð fyrir að vera með nytjahæsta kúabúið á Íslandi fyrir árið 2023. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vantar ekki mjólkurmagnið í kýrnar á bæ undir Eyjafjöllunum enda var búið að fá verðlaun fyrir að vera afurðahæsta kúabúið á Íslandi á síðasta ári. Sú kýr sem mjólkar þar mest í dag er að mjólka fimmtíu lítra hvern einasta dag. Þá vekur athygli að bændurnir á bænum eru ekki með neina búfræðismenntun. Hér erum við að tala um kúabúið á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum hjá þeim Aðalbjörgu Rún og Eyvindi en þau eru með um 130 kýr og tvo mjaltaþjóna. Þau hafa fengið fjölmörg verðlaun í gegnum árin fyrir árangur búsins en sætustu verðlaunin eru að vera afurðahæsta kúabúið á Íslandi árið 2023, auk þess að fá sérstaka viðurkenningu frá Búnaðarsambandi Suðurlands fyrir þennan frábæra árangur en meðal nytin eftir árskú var 8.903 kíló mjólkur. „Já, já, þetta er bara gaman, við erum smá montin,” segir Aðalbjörg hlæjandi. Hverju þakkið þið þennan árangur? „Ég held að það sé númer eitt gróffóður, sem sagt heyið, sem við gefum en það þarf að vera mjög gott. Frá 2012 fórum við mikið að nota belgjurtir í að framleiða köfnunarefni fyrir túnin og minnka þar að leiðandi hluta tilbúins áburðar og það hefur bara gengið vonum framar,” segir Eyvindur. Verðlaunin, sem búið fékk fyrir þennan frábæra árangur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðalbjörg segir að svona góður árangur gerist ekki að sjálfum sér, það sé mikil vinna að vera kúabóndi og að það þurfi að hugsa sérstaklega vel um kýrnar og fylgjast vel með að mjaltaþjónarnir vinni sína vinnu. „Þetta eru skemmtilegar skepnur og maður er að vinna fyrir sjálfan sig og svo er það bara ræktunin, sjá árangurinn af því sem maður er að gera en þetta er mikið langhlaup,” segir Aðalbjörg. Flestar kýrnar eru með sín eigin númer, ekki nöfn, en það er þó ein og ein með nafn eins og þessi, sem heitir Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra. Vel gert. Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra, sem er ótrúlega vel gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur líka athygli á Stóru Mörk III að bændurnir eru sjálfmenntaðir, ekki með neina búfræðismenntun, þetta er bara í genunum hjá þeim. „Já, ég sagði það náttúrulega í gamni mínu að við hefðum ekki þurft að fara í Bændaskólann að því að við hefðum fundið hvort annað með öðrum leiðum,” segir Aðalbjörg skellihlæjandi. En ætlið þið að halda titlinum næsta árið? „Næstu árin, já, já,” segir Aðalbjörg og hlær enn meira. Fallegur kálfur á bænum, sem á framtíðina fyrir sér hjá þeim Aðalbjörgu og Eyvindi í fjósinu þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Hér erum við að tala um kúabúið á Stóru Mörk III undir Eyjafjöllum hjá þeim Aðalbjörgu Rún og Eyvindi en þau eru með um 130 kýr og tvo mjaltaþjóna. Þau hafa fengið fjölmörg verðlaun í gegnum árin fyrir árangur búsins en sætustu verðlaunin eru að vera afurðahæsta kúabúið á Íslandi árið 2023, auk þess að fá sérstaka viðurkenningu frá Búnaðarsambandi Suðurlands fyrir þennan frábæra árangur en meðal nytin eftir árskú var 8.903 kíló mjólkur. „Já, já, þetta er bara gaman, við erum smá montin,” segir Aðalbjörg hlæjandi. Hverju þakkið þið þennan árangur? „Ég held að það sé númer eitt gróffóður, sem sagt heyið, sem við gefum en það þarf að vera mjög gott. Frá 2012 fórum við mikið að nota belgjurtir í að framleiða köfnunarefni fyrir túnin og minnka þar að leiðandi hluta tilbúins áburðar og það hefur bara gengið vonum framar,” segir Eyvindur. Verðlaunin, sem búið fékk fyrir þennan frábæra árangur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðalbjörg segir að svona góður árangur gerist ekki að sjálfum sér, það sé mikil vinna að vera kúabóndi og að það þurfi að hugsa sérstaklega vel um kýrnar og fylgjast vel með að mjaltaþjónarnir vinni sína vinnu. „Þetta eru skemmtilegar skepnur og maður er að vinna fyrir sjálfan sig og svo er það bara ræktunin, sjá árangurinn af því sem maður er að gera en þetta er mikið langhlaup,” segir Aðalbjörg. Flestar kýrnar eru með sín eigin númer, ekki nöfn, en það er þó ein og ein með nafn eins og þessi, sem heitir Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra. Vel gert. Skjalda en hún er afurðahæst í fjósinu í dag og er að mjólka um fimmtíu lítra, sem er ótrúlega vel gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það vekur líka athygli á Stóru Mörk III að bændurnir eru sjálfmenntaðir, ekki með neina búfræðismenntun, þetta er bara í genunum hjá þeim. „Já, ég sagði það náttúrulega í gamni mínu að við hefðum ekki þurft að fara í Bændaskólann að því að við hefðum fundið hvort annað með öðrum leiðum,” segir Aðalbjörg skellihlæjandi. En ætlið þið að halda titlinum næsta árið? „Næstu árin, já, já,” segir Aðalbjörg og hlær enn meira. Fallegur kálfur á bænum, sem á framtíðina fyrir sér hjá þeim Aðalbjörgu og Eyvindi í fjósinu þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Kýr Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira