Erlent

Viður­kenna að hafa greitt Swift fyrir að koma bara fram í Singa­por­e

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Aðdáendur tónlistarkonunnar í Asíu urðu fyrir miklum vonbrigðum með ákvörðun hennar að koma aðeins fram í Singapore.
Aðdáendur tónlistarkonunnar í Asíu urðu fyrir miklum vonbrigðum með ákvörðun hennar að koma aðeins fram í Singapore. Getty/TAS24/Ashok Kumar

Forsætisráðherra Singapore hefur viðurkennt að hafa niðurgreitt kostnað við tónleika Taylor Swift, gegn því að tónlistarkonan héldi ekki tónleika annars staðar í suðausturhluta Asíu.

Lee Hsien Loong sagði á blaðamannafundi í Melbourne í Ástralíu í gær að stjórnvöld í Singapore og fulltrúar Swift hefðu komist að samkomulagi um að hún héldi tónleika í borgríkinu en hvergi annars staðar á svæðinu, gegn ákveðinni fyrirgreiðslu.

„Þetta fyrirkomulag hefur reynst mjög vel,“ sagði ráðherrann. „Ég sé þetta ekki sem óvinsamlegt“.

Sex tónleikar eru á dagskránni í Singapore og uppselt á þá alla.

Nágrannar Singapore eru hins vegar ekki sammála Lee og hefur fyrirkomulagið meðal annars verið gagnrýnt af ráðamönnum í Taílandi og á Filippseyjum. Þetta væri ekki eitthvað sem góðir grannar gerðu.

Þá hafa aðdáendur súperstjörnunnar einnig lýst vonbrigðum.

Talsmenn Swift hafa ekki tjáð sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×