Sammæltust um starfslok í kjölfar rasískra ummæla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2024 10:48 Helgi var dönskukennari við Menntaskólann á Laugarvatni, en gengið hefur verið frá starfslokasamning við hann í kjölfar ummæla sem hann viðhafði á samfélagsmiðlum á dögunum. Samkomulag um starfslok hefur verið gert við Helga Helgason, kennara við Menntskólann að Laugarvatni, vegna ummæla hans á samfélagsmiðlum. Helgi kallaði Bashar Murad meðal annars „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Skólameistari segir starfsfólk og nemendur afar slegna vegna málsins og að Helgi hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. Ummæli Helga féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar þar sem hann gaf til kynna að RÚV myndi hagræða úrslitunum í Söngvakeppni sjónvarpsins í hag Bashar Murad. Hann hélt því fram að Bashar væri að taka þátt í keppninni fyrir hönd Hamas-samtakanna og kallaði hann „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Í tilkynningu frá skólameistara segir að mál Helga hafi verið tekin til umræðu hjá stjórn skólans. Sú orðræða sem Helgi hafi viðhaft samræmist ekki stefnu eða einkennum skólans. „Stjórn skólans og Helgi hafa sammælst um að hann fari í leyfi frá og með deginum í dag og í kjölfarið verði gengið frá starfslokum,“ segir í tilkynningunni. Viðurkenndi að hafa orðið á mistök Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi haft gríðarleg áhrif á starfsmannahópinn, en ekki síst á nemendahópinn. Fundað var með öllum nemendum skólans í morgun og þeim greint frá starfslokum Helga áður en tilkynning var send á fjölmiðla. „Við fórum fyrir hvaða línur er búið að leggja. Við viljum leggja áherslu á að Menntaskólinn á Laugarvatni stendur fyrir mannkærleika og virðingu. Við erum að berjast fyrir mannréttindum, réttindum hinsegin samfélagsins og þetta endurspeglar á engan hátt það sem við viljum standa fyrir.“ Ummæli Helga sem féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar, en Helgi er fyrrverandi formaður og frambjóðandi flokksins.Skjáskot/Facebook Stjórn skólans fundaði með Helga í gær. Jóna segir að hann hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. „Við sammældumst um að hann myndi hætta störfum, það er niðurstaða málsins. Það er alveg skýrt að það sem fólk segir og gerir og þær skoðanir sem fólk hefur í sínum frítíma, er ekki grundvöllur til uppsagnar. Mér hefði ekki verið stætt á því að segja manninum upp. Þetta er samkomulag okkar á milli." Varhugavert að stöðva rétt fólks til að tjá sig Jóna tekur fram að réttur fólks til tjáningarfrelsis sé sterkur og varhugavert að fara þá leið að reyna að stöðva rétt fólks til að tjá sig. „Hinsvegar er annað sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag og það er þessi harkalega umræða sem fer af stað í kringum viðkvæm mál, eins og kynþátt, innflytjendur og hælisleitendur. Ég held að við verðum öll að gera töluvert betur og vanda umræðu um viðkvæm mál. Það þarf að tala af virðingu og kærleika. Ég held að það séu okkar skilaboð, okkar á Menntaskólanum á Laugarvatni inn í þessa umræðu alla.“ En upplifðurðu að nemendur væru slegnir og vildu jafnvel ekki að hann myndi kenna þeim áfram? „Já, meðal annars voru það viðbrögð nemenda. Það fékk helst á mig hvað þeim þótti þetta þungt. Þetta eru ungir, ómótaðir krakkar og þeirra réttlætiskennd er mjög sterk,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Jónu Katrínu. Skóla - og menntamál Bláskógabyggð Kynþáttafordómar Eurovision Framhaldsskólar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Ummæli Helga féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar þar sem hann gaf til kynna að RÚV myndi hagræða úrslitunum í Söngvakeppni sjónvarpsins í hag Bashar Murad. Hann hélt því fram að Bashar væri að taka þátt í keppninni fyrir hönd Hamas-samtakanna og kallaði hann „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Í tilkynningu frá skólameistara segir að mál Helga hafi verið tekin til umræðu hjá stjórn skólans. Sú orðræða sem Helgi hafi viðhaft samræmist ekki stefnu eða einkennum skólans. „Stjórn skólans og Helgi hafa sammælst um að hann fari í leyfi frá og með deginum í dag og í kjölfarið verði gengið frá starfslokum,“ segir í tilkynningunni. Viðurkenndi að hafa orðið á mistök Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi haft gríðarleg áhrif á starfsmannahópinn, en ekki síst á nemendahópinn. Fundað var með öllum nemendum skólans í morgun og þeim greint frá starfslokum Helga áður en tilkynning var send á fjölmiðla. „Við fórum fyrir hvaða línur er búið að leggja. Við viljum leggja áherslu á að Menntaskólinn á Laugarvatni stendur fyrir mannkærleika og virðingu. Við erum að berjast fyrir mannréttindum, réttindum hinsegin samfélagsins og þetta endurspeglar á engan hátt það sem við viljum standa fyrir.“ Ummæli Helga sem féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar, en Helgi er fyrrverandi formaður og frambjóðandi flokksins.Skjáskot/Facebook Stjórn skólans fundaði með Helga í gær. Jóna segir að hann hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. „Við sammældumst um að hann myndi hætta störfum, það er niðurstaða málsins. Það er alveg skýrt að það sem fólk segir og gerir og þær skoðanir sem fólk hefur í sínum frítíma, er ekki grundvöllur til uppsagnar. Mér hefði ekki verið stætt á því að segja manninum upp. Þetta er samkomulag okkar á milli." Varhugavert að stöðva rétt fólks til að tjá sig Jóna tekur fram að réttur fólks til tjáningarfrelsis sé sterkur og varhugavert að fara þá leið að reyna að stöðva rétt fólks til að tjá sig. „Hinsvegar er annað sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag og það er þessi harkalega umræða sem fer af stað í kringum viðkvæm mál, eins og kynþátt, innflytjendur og hælisleitendur. Ég held að við verðum öll að gera töluvert betur og vanda umræðu um viðkvæm mál. Það þarf að tala af virðingu og kærleika. Ég held að það séu okkar skilaboð, okkar á Menntaskólanum á Laugarvatni inn í þessa umræðu alla.“ En upplifðurðu að nemendur væru slegnir og vildu jafnvel ekki að hann myndi kenna þeim áfram? „Já, meðal annars voru það viðbrögð nemenda. Það fékk helst á mig hvað þeim þótti þetta þungt. Þetta eru ungir, ómótaðir krakkar og þeirra réttlætiskennd er mjög sterk,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Jónu Katrínu.
Skóla - og menntamál Bláskógabyggð Kynþáttafordómar Eurovision Framhaldsskólar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira