Með hjartað á réttum stað Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 5. mars 2024 13:31 Það er óhætt að segja að útlendingamál hafa farið mikinn í samfélagsumræðunni á undanförnum vikum. Mismunandi sjónarmið, áherslur og skoðanir hafa átt sér stað, sem er ekki óeðlilegt í lýðræðissamfélagi. Við megum vera ósammála og við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna um málefni líðandi stundar. En einhvern veginn virðist þetta ekki vera raunin. Það hvarflar hreinlega að manni að við séum ófær um að geta átt samtalið um þessi mál og áhrifin, sama hve lítil eða mikil við teljum þau vera, á samfélagið okkar. Þegar upp er staðið þá hafa orðið gríðarlegar breytingar á okkar samfélagi undanfarin ár, hvort sem við teljum það jákvæðar eða neikvæðar breytingar. Hlutfall þeirra sem hér búa og eru af erlendi bergi brotnir hefur hækkað. Hælisleitendum og flóttafólki hefur fjölgað og öllum breytingum fylgja áskoranir. Við leysum ekki áskoranirnar með því að loka augunum og það er okkur eðlilegt að óttast breytingar eða í það minnsta staldra aðeins við þær. Að því sögðu þá skiptir að sjálfsögðu máli hvernig við tökumst á við þessar áskoranir, en það verður ekki gert með því að úthrópa hvort annað þegar okkur mislíkar orðræðan. Sértu talinn til vinstri í útlendingamálum ertu úthrópaður no-borders aktívisti sem vill bara stjórnleysi. Sértu talinn til hægri í útlendingamálum ertu úthrópaður ómannúðlegur rasisti. Hvernig í ósköpunum á umræðan að geta orðið árangursrík þegar við nálgumst hana svona? Hvoru megin sem fólk er talið þá verðum við að ætla að í grunninn sé þetta fólk sem er annt um samfélagið sitt, þó svo okkur kunni að þykja nálgunin röng. Er við þær aðstæður eina rétta að taka samtalið og beina fólki á rétta braut. Ég fagna umræðunni. Ég fagna því að fólk tjái sig um það sem veldur þeim áhyggjum í þessum málefnum. En um leið og fólk tjáir sig þá verðum við líka að huga að því hvernig við svörum því. Sé tjáningin vitlaus eða að fólk fari með rangt mál þá getur það ekki verið rétt viðbragð að úthrópa viðkomandi sem fáfróðan rasista, eða á hinn bóginn að úthrópa viðkomandi “góða fólkið” sem hefur ekki skilning á aðstæðum. Það gengur ekki. Við eigum að fagna því að fólk spyrji spurninga og tjái sig um það sem veldur þeim áhyggjum, það er svo á okkar ábyrgð að leiðbeina og taka samtalið. Ég trúi því að við séum flest með hjartað á réttum stað. Ég trúi því að hvort sem fólk tjáir sig svona eða hinsegin í málefnum útlendinga, þá liggi í grunninn góð hugsun að baki, ekki eintómt hatur og mannvonska. Ég vona að við sem samfélag getum tekið umræðuna á hærra plan og nálgast samtalið út frá málefnum, rökum, tölum og gögnum. Það gagnast umræðunni engan veginn að skapa sér andstæðinga í öllum hornum. Höfundur er formaður ASÍ-UNG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að útlendingamál hafa farið mikinn í samfélagsumræðunni á undanförnum vikum. Mismunandi sjónarmið, áherslur og skoðanir hafa átt sér stað, sem er ekki óeðlilegt í lýðræðissamfélagi. Við megum vera ósammála og við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna um málefni líðandi stundar. En einhvern veginn virðist þetta ekki vera raunin. Það hvarflar hreinlega að manni að við séum ófær um að geta átt samtalið um þessi mál og áhrifin, sama hve lítil eða mikil við teljum þau vera, á samfélagið okkar. Þegar upp er staðið þá hafa orðið gríðarlegar breytingar á okkar samfélagi undanfarin ár, hvort sem við teljum það jákvæðar eða neikvæðar breytingar. Hlutfall þeirra sem hér búa og eru af erlendi bergi brotnir hefur hækkað. Hælisleitendum og flóttafólki hefur fjölgað og öllum breytingum fylgja áskoranir. Við leysum ekki áskoranirnar með því að loka augunum og það er okkur eðlilegt að óttast breytingar eða í það minnsta staldra aðeins við þær. Að því sögðu þá skiptir að sjálfsögðu máli hvernig við tökumst á við þessar áskoranir, en það verður ekki gert með því að úthrópa hvort annað þegar okkur mislíkar orðræðan. Sértu talinn til vinstri í útlendingamálum ertu úthrópaður no-borders aktívisti sem vill bara stjórnleysi. Sértu talinn til hægri í útlendingamálum ertu úthrópaður ómannúðlegur rasisti. Hvernig í ósköpunum á umræðan að geta orðið árangursrík þegar við nálgumst hana svona? Hvoru megin sem fólk er talið þá verðum við að ætla að í grunninn sé þetta fólk sem er annt um samfélagið sitt, þó svo okkur kunni að þykja nálgunin röng. Er við þær aðstæður eina rétta að taka samtalið og beina fólki á rétta braut. Ég fagna umræðunni. Ég fagna því að fólk tjái sig um það sem veldur þeim áhyggjum í þessum málefnum. En um leið og fólk tjáir sig þá verðum við líka að huga að því hvernig við svörum því. Sé tjáningin vitlaus eða að fólk fari með rangt mál þá getur það ekki verið rétt viðbragð að úthrópa viðkomandi sem fáfróðan rasista, eða á hinn bóginn að úthrópa viðkomandi “góða fólkið” sem hefur ekki skilning á aðstæðum. Það gengur ekki. Við eigum að fagna því að fólk spyrji spurninga og tjái sig um það sem veldur þeim áhyggjum, það er svo á okkar ábyrgð að leiðbeina og taka samtalið. Ég trúi því að við séum flest með hjartað á réttum stað. Ég trúi því að hvort sem fólk tjáir sig svona eða hinsegin í málefnum útlendinga, þá liggi í grunninn góð hugsun að baki, ekki eintómt hatur og mannvonska. Ég vona að við sem samfélag getum tekið umræðuna á hærra plan og nálgast samtalið út frá málefnum, rökum, tölum og gögnum. Það gagnast umræðunni engan veginn að skapa sér andstæðinga í öllum hornum. Höfundur er formaður ASÍ-UNG.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun