Lífið

Ómótstæðilegir espresso orkubitar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Kristjana töfrar fram hvern girnilega heilsuréttinn á fætur öðrum sem hún deilir með fylgjendum sínum.
Kristjana töfrar fram hvern girnilega heilsuréttinn á fætur öðrum sem hún deilir með fylgjendum sínum.

Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi nýverið einfaldri uppskrift að ómótstæðilegum orkubitum með fylgjendum sínum á Instagram. Bitarnir eru dísætir og hollir sem gott er að grípa í til að svala sykurþörfinni með góðri samvisku. 

Espresso Orkubitar

Innihaldsefni:

1,5 bolli döðlur, steinlausar.

2 msk möndlusmjör

1 bolli heilar pekanhnetur

1 tsk vanilla

1 msk brotin hörfræ

2 msk kakóduft

1/4 tsk salt

Espressó (ég notaði koffínlaust, svo ég gæti nælt mér í bita eftir kvöldmat)

Aðferð:

Setjið allt saman í matvinnsluvél og kveikið og látið vélina ganga þangað til allt er vel blandað saman og úr er orðið þykkt deig. 

Þú gætir þurft að skafa hliðarnar nokkrum sinnum.

Fletjið út deiginu á bökunnarpappír, frystið í um 30 mínútur. 

Takið út úr frysti stráið smá auka kakóduft í yfir og skerið í hæfilega stóra bita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.