Nokkrir tugir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi enn fastir á Gasa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2024 13:04 Sema Erla Serdaroglu segir að sjálfboðaliðarnir muni gera sitt allra besta til að koma öllum dvalarleyfishöfum í öruggt skjól. Stofnandi Solaris hjálparsamtakanna gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameingar. Nokkrir tugir Palestínumanna sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn fastir á Gasa. Sjálfboðaliðar hyggjast bjarga þeim ef stjórnvöld gera það ekki. Snemma í gærmorgun bárust fréttir af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að sækja sjötíu og tvo Gasabúa sem hafa dvalarleyfi á Íslandi. Ísraelsk stjórnvöld samþykktu ekki lista íslenskra stjórnvalda í heild seinni og hömluðu för þrettán Gasabúa, sem voru á listanum, yfir landamærin. Rúmlega fimmtíu börn eru í stóra hópnum sem væntanlegur er til Íslands á næstu dögum. Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt og sjálfboðaliði, fagnar því að stjórnvöldum hafi tekist að sækja sjötíu og tvo á Gasa en gerir athugasemdir við að ekki allir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi hafi verið sóttir því frá því listi stjórnvalda var lagður fram í febrúar hefur dvalarleyfishöfum fjölgað að minnsta kosti um þrjátíu. Sjö sjálfboðaliðar eru staddir þessa stundina í Kaíró og ætla að gera sitt besta til að koma fleirum í skjól. „Vonandi gera stjórnvöld það en ef ekki þá gerum við það,“ segir Sema. Útlendingaandúð grasserar Sema hefur áhyggjur af því andrúmslofti sem ríkir í samfélaginu en hvöss orðræða um fólk af erlendum uppruna hefur aukist síðastliðnar vikur. Sema bindur vonir við fólkið sem kemur nú frá stríðshrjáðu Gasasvæðinu verði ekki skotspónn í umræðunni. „Þetta er okkur sem samfélagi til háborinnar skammar að við skulum leyfa okkur að tala svona um hvort annað og annað fólk. Þetta er auðvitað líka afar alvarlegt þegar valdhafar taka þátt í því að afmennska fólk og ýta því á jaðarinn vegna orðræðu sinnar og valdefla þar af leiðandi almenna borgara sem hafa þessar sömu hugmyndir. Ég vona að það muni ekki hafa bein áhrif á þessa einstaklinga eða aðra í samfélaginu en það verður að sporna gegn uppgangi þessara öfgaafla í íslenskri pólitík og íslensku samfélagi.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Táraðist þegar hann heyrði fréttirnar frá Kaíró Félagsmálaráðherra táraðist þegar hann frétti af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að bjarga sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum út af Gasasvæðinu. Hópurinn er væntanlegur til landsins á næstu dögum og það er að mörgu að hyggja. 5. mars 2024 19:30 Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28 Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Snemma í gærmorgun bárust fréttir af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að sækja sjötíu og tvo Gasabúa sem hafa dvalarleyfi á Íslandi. Ísraelsk stjórnvöld samþykktu ekki lista íslenskra stjórnvalda í heild seinni og hömluðu för þrettán Gasabúa, sem voru á listanum, yfir landamærin. Rúmlega fimmtíu börn eru í stóra hópnum sem væntanlegur er til Íslands á næstu dögum. Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt og sjálfboðaliði, fagnar því að stjórnvöldum hafi tekist að sækja sjötíu og tvo á Gasa en gerir athugasemdir við að ekki allir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi hafi verið sóttir því frá því listi stjórnvalda var lagður fram í febrúar hefur dvalarleyfishöfum fjölgað að minnsta kosti um þrjátíu. Sjö sjálfboðaliðar eru staddir þessa stundina í Kaíró og ætla að gera sitt besta til að koma fleirum í skjól. „Vonandi gera stjórnvöld það en ef ekki þá gerum við það,“ segir Sema. Útlendingaandúð grasserar Sema hefur áhyggjur af því andrúmslofti sem ríkir í samfélaginu en hvöss orðræða um fólk af erlendum uppruna hefur aukist síðastliðnar vikur. Sema bindur vonir við fólkið sem kemur nú frá stríðshrjáðu Gasasvæðinu verði ekki skotspónn í umræðunni. „Þetta er okkur sem samfélagi til háborinnar skammar að við skulum leyfa okkur að tala svona um hvort annað og annað fólk. Þetta er auðvitað líka afar alvarlegt þegar valdhafar taka þátt í því að afmennska fólk og ýta því á jaðarinn vegna orðræðu sinnar og valdefla þar af leiðandi almenna borgara sem hafa þessar sömu hugmyndir. Ég vona að það muni ekki hafa bein áhrif á þessa einstaklinga eða aðra í samfélaginu en það verður að sporna gegn uppgangi þessara öfgaafla í íslenskri pólitík og íslensku samfélagi.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Táraðist þegar hann heyrði fréttirnar frá Kaíró Félagsmálaráðherra táraðist þegar hann frétti af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að bjarga sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum út af Gasasvæðinu. Hópurinn er væntanlegur til landsins á næstu dögum og það er að mörgu að hyggja. 5. mars 2024 19:30 Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28 Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Táraðist þegar hann heyrði fréttirnar frá Kaíró Félagsmálaráðherra táraðist þegar hann frétti af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að bjarga sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum út af Gasasvæðinu. Hópurinn er væntanlegur til landsins á næstu dögum og það er að mörgu að hyggja. 5. mars 2024 19:30
Náðu 72 yfir landamærin en 13 á upphaflegum lista stjórnvalda enn fastir á Gasa Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru. 5. mars 2024 12:28
Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. 5. mars 2024 08:39