Sala á iPhone-símum hríðfellur í Kína Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. mars 2024 14:05 Sala á iPhone-símum hefur dregist saman í Kína. EPA Sala á iPhone-símum í Kína hefur dregist saman um 24 prósent fyrstu sex vikur ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Kína er einn stærsti markaður fyrirtækisins Apple sem framleiðir iPhone-símana. Á sama tímabili jókst salan þar í landi á símum kínverska fyrirtækisins Huawei um 64 prósent. Heilt yfir dróst sala á snjallsímum í Kína saman um sjö prósent á fyrstu sex vikum ársins, miðað við í fyrra. Þetta kemur fram á vef BBC, en ekki náðist í talsmenn Apple og Huawei við vinnslu fréttarinnar. Hart hefur verið í ári hjá Huawei síðastliðin ár, en fyrirtækið hefur sætt viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna sem hindra aðgang þeirra að tækjum og vörum sem notaðar eru í snjallsímagerð. Um er að ræða meðal annars örflögur sem símar þurfa fyrir 5G-samband. Þetta olli miklum vandræðum í rekstri þeirra þangað til nú í ágúst síðastliðnum þegar Mate 60-síminn þeirra fór á markað og rokseldist. Huawei sækir í sig veðrið Huawei og undirfyrirtæki þess, Honor, voru einu stóru símaframleiðendurnir sem juku sölu sína í Kína á fyrstu vikum ársins. Í skýrslunni kemur einnig fram að hlutdeild Apple á kínverska snjallsímamarkaðnum á síðasta ári hafi fallið úr nítján prósentum niður í 15,7 prósent. Apple fellur úr öðru sætinu niður í fjórða. Markaðshlutdeild Huawei jókst allverulega, fór úr 9,4 prósentum í 16,5 prósent, en þau sitja nú í öðru sæti. Vivo er ennþá með stærstu markaðshlutdeildina þrátt fyrir að sala þeirra hafi hrunið um 15 prósent á síðasta ári. Tekjur Apple minnka Minnkandi eftirspurn í Kína gæti haft áframhaldandi neikvæð áhrif á tekjur Apple í Kína, sem hafa ekki staðið undir væntingum síðastliðna mánuði. Síðustu þrjá mánuði ársins 2023 voru tekjurnar 20,82 milljarðar dollara, en voru árið áður 23,9 milljarðar. Hlutabréfaverð í Apple féll um 2,8 prósent á þriðjudaginn. Huawei Apple Kína Tengdar fréttir Apple sektað um 270 milljarða af ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple um tvo milljarða dala vegna einokunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir hafa beitt mætti þess til að kæfa samkeppni á sviði tónlistarstreymis. 4. mars 2024 17:01 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Á sama tímabili jókst salan þar í landi á símum kínverska fyrirtækisins Huawei um 64 prósent. Heilt yfir dróst sala á snjallsímum í Kína saman um sjö prósent á fyrstu sex vikum ársins, miðað við í fyrra. Þetta kemur fram á vef BBC, en ekki náðist í talsmenn Apple og Huawei við vinnslu fréttarinnar. Hart hefur verið í ári hjá Huawei síðastliðin ár, en fyrirtækið hefur sætt viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna sem hindra aðgang þeirra að tækjum og vörum sem notaðar eru í snjallsímagerð. Um er að ræða meðal annars örflögur sem símar þurfa fyrir 5G-samband. Þetta olli miklum vandræðum í rekstri þeirra þangað til nú í ágúst síðastliðnum þegar Mate 60-síminn þeirra fór á markað og rokseldist. Huawei sækir í sig veðrið Huawei og undirfyrirtæki þess, Honor, voru einu stóru símaframleiðendurnir sem juku sölu sína í Kína á fyrstu vikum ársins. Í skýrslunni kemur einnig fram að hlutdeild Apple á kínverska snjallsímamarkaðnum á síðasta ári hafi fallið úr nítján prósentum niður í 15,7 prósent. Apple fellur úr öðru sætinu niður í fjórða. Markaðshlutdeild Huawei jókst allverulega, fór úr 9,4 prósentum í 16,5 prósent, en þau sitja nú í öðru sæti. Vivo er ennþá með stærstu markaðshlutdeildina þrátt fyrir að sala þeirra hafi hrunið um 15 prósent á síðasta ári. Tekjur Apple minnka Minnkandi eftirspurn í Kína gæti haft áframhaldandi neikvæð áhrif á tekjur Apple í Kína, sem hafa ekki staðið undir væntingum síðastliðna mánuði. Síðustu þrjá mánuði ársins 2023 voru tekjurnar 20,82 milljarðar dollara, en voru árið áður 23,9 milljarðar. Hlutabréfaverð í Apple féll um 2,8 prósent á þriðjudaginn.
Huawei Apple Kína Tengdar fréttir Apple sektað um 270 milljarða af ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple um tvo milljarða dala vegna einokunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir hafa beitt mætti þess til að kæfa samkeppni á sviði tónlistarstreymis. 4. mars 2024 17:01 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Apple sektað um 270 milljarða af ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple um tvo milljarða dala vegna einokunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir hafa beitt mætti þess til að kæfa samkeppni á sviði tónlistarstreymis. 4. mars 2024 17:01