Umfjöllun: ÍBV - Haukar 33-27 | Eyjamenn í bikarúrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2024 19:33 Arnór Viðarsson gerði sex mörk í leiknum Vísir/Diego Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. Spennustigið var hátt þegar leikurinn fór af stað og mikil læti inni á vellinum, eins og við var að búast. Liðin spiluðu bæði sterka vörn í upphafi leiks en það voru þó Eyjamenn sem tóku frumkvæðið, þrátt fyrir að missa einn sinn besta varnarmann, Ívar Bessa Viðarsson, í meiðsli snemma leiks. Vörn Eyjamanna hélt Haukum í skefjum og ÍBV náði fimm marka forskoti í stöðunni 7-2 þegar rétt rúmar tíu mínútur voru liðnar. Þá tók Ásgeir Örn Hallgrímsson leikhlé fyrir Hafnarfjarðarliðið og við það virtust Haukar vakna til lífsins. Reynsluboltinn Tjörvi Þorgeirsson reyndist drjúgur fyrir Hauka í fyrri hálfleik, skoraði fimm mörk og dró vagninn sóknarlega. Haukar náðu að minnka muninn niður í eitt mark í stöðunni 10-9, en þá náðu Eyjamenn stjórn á leiknum á ný og leiddu með fjórum mörkum þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 17-13. Síðari hálfleikur spilaðist svo að miklu leyti á svipaðan hátt og sá fyrri. Eyjamenn tóku frumkvæðið og náðu sjö marka forskoti í stöðunni 20-13 áður en Haukar náðu áhlaupi og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk. Þrátt fyrir góð áhlaup Hauka kostar slíkt gríðarlega orku og það sást bersýnilega þegar leið á leikinn að það dró af Haukaliðinu. Haukar komust næst því að ógna forskoti Eyjamanna þegar þeir minnkuðu muninn niður í 28-26 þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, en þá hrökk Eyjaliðið í gang og keyrði yfir Hauka á lokamínútunum. Niðurstaðan varð því að lokum sex marka sigur ÍBV, 33-27, og Eyjamenn eru á leið í bikarúrslit á kostnað Hauka. Af hverju vann ÍBV? Eins og svo oft áður mættu Eyjamenn dýrvitlausir til leiks þegar þeir finna lyktina af bikar. Liðið gerði virkilega vel í að hægja á sóknarleik Hauka og fyrir aftan vörnina átti Petar Jokanovic góðan leik. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að velja einhvern sem skaraði fram úr sóknarlega hjá ÍBV, en framan af leik dró Daniel Vieira vagninn í markaskorun. Elmar Elingsson og Arnór Viðarsson skiluðu einnig sínu og eins og áður segir stóð Petar Jokanovic sína plikt í marki ÍBV. Hvað gekk illa? Haukar áttu oft og tíðum í erfiðleikum með að finna lausnir á varnarleik ÍBV og spiluðu margar langar og vandræðalegar sóknir, sem þó enduðu ótrúlega oft með mörkum í síðari hálfleik. Hvað gerist næst? Það er í raun ekki flókið að segja frá því. ÍBV er á leið í bikarúrslit næstkomandi laugardag gegn annað hvort Stjörnunni eða Val, en Haukar eru úr leik í Powerade-bikarnum. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar
Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með sex marka sigri gegn Haukum, 33-27. Spennustigið var hátt þegar leikurinn fór af stað og mikil læti inni á vellinum, eins og við var að búast. Liðin spiluðu bæði sterka vörn í upphafi leiks en það voru þó Eyjamenn sem tóku frumkvæðið, þrátt fyrir að missa einn sinn besta varnarmann, Ívar Bessa Viðarsson, í meiðsli snemma leiks. Vörn Eyjamanna hélt Haukum í skefjum og ÍBV náði fimm marka forskoti í stöðunni 7-2 þegar rétt rúmar tíu mínútur voru liðnar. Þá tók Ásgeir Örn Hallgrímsson leikhlé fyrir Hafnarfjarðarliðið og við það virtust Haukar vakna til lífsins. Reynsluboltinn Tjörvi Þorgeirsson reyndist drjúgur fyrir Hauka í fyrri hálfleik, skoraði fimm mörk og dró vagninn sóknarlega. Haukar náðu að minnka muninn niður í eitt mark í stöðunni 10-9, en þá náðu Eyjamenn stjórn á leiknum á ný og leiddu með fjórum mörkum þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 17-13. Síðari hálfleikur spilaðist svo að miklu leyti á svipaðan hátt og sá fyrri. Eyjamenn tóku frumkvæðið og náðu sjö marka forskoti í stöðunni 20-13 áður en Haukar náðu áhlaupi og minnkuðu muninn niður í þrjú mörk. Þrátt fyrir góð áhlaup Hauka kostar slíkt gríðarlega orku og það sást bersýnilega þegar leið á leikinn að það dró af Haukaliðinu. Haukar komust næst því að ógna forskoti Eyjamanna þegar þeir minnkuðu muninn niður í 28-26 þegar um fimm mínútur voru til leiksloka, en þá hrökk Eyjaliðið í gang og keyrði yfir Hauka á lokamínútunum. Niðurstaðan varð því að lokum sex marka sigur ÍBV, 33-27, og Eyjamenn eru á leið í bikarúrslit á kostnað Hauka. Af hverju vann ÍBV? Eins og svo oft áður mættu Eyjamenn dýrvitlausir til leiks þegar þeir finna lyktina af bikar. Liðið gerði virkilega vel í að hægja á sóknarleik Hauka og fyrir aftan vörnina átti Petar Jokanovic góðan leik. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að velja einhvern sem skaraði fram úr sóknarlega hjá ÍBV, en framan af leik dró Daniel Vieira vagninn í markaskorun. Elmar Elingsson og Arnór Viðarsson skiluðu einnig sínu og eins og áður segir stóð Petar Jokanovic sína plikt í marki ÍBV. Hvað gekk illa? Haukar áttu oft og tíðum í erfiðleikum með að finna lausnir á varnarleik ÍBV og spiluðu margar langar og vandræðalegar sóknir, sem þó enduðu ótrúlega oft með mörkum í síðari hálfleik. Hvað gerist næst? Það er í raun ekki flókið að segja frá því. ÍBV er á leið í bikarúrslit næstkomandi laugardag gegn annað hvort Stjörnunni eða Val, en Haukar eru úr leik í Powerade-bikarnum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti