Kennir kynlífi með kærastanum um fall á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2024 07:31 Ysaora Thibus er ekki búin að gefa upp vonina um að fá að keppa á ÓL í París í sumar. Getty/Antoine Flament Franska skylmingakonan Ysaora Thibus er ekki búin að gefa upp vonina um að keppa á Ólympíuleikunum á heimavelli í sumar. Vandamálið er að Thibus féll á lyfjaprófi í janúar þegar efnið ostarine fannst í sýni hennar. Lyfið er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins. Í febrúar fékk hún að vita að hún hefði fallið á prófinu og um leið að leikarnir í París væru úr sögunni. Thibus reynir nú að fá keppnisleyfið aftur og heldur staðfastlega fram sakleysi sínu. Vörn hennar hefur vakið athygli. Hún kennir kynlífi með kærastanum um fallið á lyfjaprófinu. Tveimur vikum eftir að hún féll á prófinu taldi hún sig hafa fundið það út hvaðan efnið kom. Thibus segist hreinlega hafa fengið efnið í sig eftir kynlíf með manni sínum. Kærasti hennar er líka þekktur skylmingamaður eða Bandaríkjamaðurinn Race Imboden. Þau trúlofuðu sig á hóteli í París eftir Ólympíuleikana í Tókýó. „Við vitum nú hvaðan efnið kom og það kom frá kærasta hennar Race Imboden. Hann tók inn efni sem innihélt ostarine. Hún hefur því fengið það í sig í gegnum skipti þeirra á líkamsvessum,“ sagði Joëlle Monlouis, lögfræðingur hennar við franska blaðið L´Equipe. Thibus er 32 ára gömul og vann silfur í liðakeppni á Ólympíuleikunum í Tókýo 2020. Hún hefur gull á HM og fullt af verðlaunum á Evrópumótum. Imboden vann brons með bandaríska liðinu á sömu leikum. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Ólympíuleikar 2024 í París Skylmingar Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Sjá meira
Vandamálið er að Thibus féll á lyfjaprófi í janúar þegar efnið ostarine fannst í sýni hennar. Lyfið er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins. Í febrúar fékk hún að vita að hún hefði fallið á prófinu og um leið að leikarnir í París væru úr sögunni. Thibus reynir nú að fá keppnisleyfið aftur og heldur staðfastlega fram sakleysi sínu. Vörn hennar hefur vakið athygli. Hún kennir kynlífi með kærastanum um fallið á lyfjaprófinu. Tveimur vikum eftir að hún féll á prófinu taldi hún sig hafa fundið það út hvaðan efnið kom. Thibus segist hreinlega hafa fengið efnið í sig eftir kynlíf með manni sínum. Kærasti hennar er líka þekktur skylmingamaður eða Bandaríkjamaðurinn Race Imboden. Þau trúlofuðu sig á hóteli í París eftir Ólympíuleikana í Tókýó. „Við vitum nú hvaðan efnið kom og það kom frá kærasta hennar Race Imboden. Hann tók inn efni sem innihélt ostarine. Hún hefur því fengið það í sig í gegnum skipti þeirra á líkamsvessum,“ sagði Joëlle Monlouis, lögfræðingur hennar við franska blaðið L´Equipe. Thibus er 32 ára gömul og vann silfur í liðakeppni á Ólympíuleikunum í Tókýo 2020. Hún hefur gull á HM og fullt af verðlaunum á Evrópumótum. Imboden vann brons með bandaríska liðinu á sömu leikum. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen)
Ólympíuleikar 2024 í París Skylmingar Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Sjá meira