Kennir kynlífi með kærastanum um fall á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2024 07:31 Ysaora Thibus er ekki búin að gefa upp vonina um að fá að keppa á ÓL í París í sumar. Getty/Antoine Flament Franska skylmingakonan Ysaora Thibus er ekki búin að gefa upp vonina um að keppa á Ólympíuleikunum á heimavelli í sumar. Vandamálið er að Thibus féll á lyfjaprófi í janúar þegar efnið ostarine fannst í sýni hennar. Lyfið er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins. Í febrúar fékk hún að vita að hún hefði fallið á prófinu og um leið að leikarnir í París væru úr sögunni. Thibus reynir nú að fá keppnisleyfið aftur og heldur staðfastlega fram sakleysi sínu. Vörn hennar hefur vakið athygli. Hún kennir kynlífi með kærastanum um fallið á lyfjaprófinu. Tveimur vikum eftir að hún féll á prófinu taldi hún sig hafa fundið það út hvaðan efnið kom. Thibus segist hreinlega hafa fengið efnið í sig eftir kynlíf með manni sínum. Kærasti hennar er líka þekktur skylmingamaður eða Bandaríkjamaðurinn Race Imboden. Þau trúlofuðu sig á hóteli í París eftir Ólympíuleikana í Tókýó. „Við vitum nú hvaðan efnið kom og það kom frá kærasta hennar Race Imboden. Hann tók inn efni sem innihélt ostarine. Hún hefur því fengið það í sig í gegnum skipti þeirra á líkamsvessum,“ sagði Joëlle Monlouis, lögfræðingur hennar við franska blaðið L´Equipe. Thibus er 32 ára gömul og vann silfur í liðakeppni á Ólympíuleikunum í Tókýo 2020. Hún hefur gull á HM og fullt af verðlaunum á Evrópumótum. Imboden vann brons með bandaríska liðinu á sömu leikum. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Ólympíuleikar 2024 í París Skylmingar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Sjá meira
Vandamálið er að Thibus féll á lyfjaprófi í janúar þegar efnið ostarine fannst í sýni hennar. Lyfið er á bannlista Alþjóða lyfjaeftirlitsins. Í febrúar fékk hún að vita að hún hefði fallið á prófinu og um leið að leikarnir í París væru úr sögunni. Thibus reynir nú að fá keppnisleyfið aftur og heldur staðfastlega fram sakleysi sínu. Vörn hennar hefur vakið athygli. Hún kennir kynlífi með kærastanum um fallið á lyfjaprófinu. Tveimur vikum eftir að hún féll á prófinu taldi hún sig hafa fundið það út hvaðan efnið kom. Thibus segist hreinlega hafa fengið efnið í sig eftir kynlíf með manni sínum. Kærasti hennar er líka þekktur skylmingamaður eða Bandaríkjamaðurinn Race Imboden. Þau trúlofuðu sig á hóteli í París eftir Ólympíuleikana í Tókýó. „Við vitum nú hvaðan efnið kom og það kom frá kærasta hennar Race Imboden. Hann tók inn efni sem innihélt ostarine. Hún hefur því fengið það í sig í gegnum skipti þeirra á líkamsvessum,“ sagði Joëlle Monlouis, lögfræðingur hennar við franska blaðið L´Equipe. Thibus er 32 ára gömul og vann silfur í liðakeppni á Ólympíuleikunum í Tókýo 2020. Hún hefur gull á HM og fullt af verðlaunum á Evrópumótum. Imboden vann brons með bandaríska liðinu á sömu leikum. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen)
Ólympíuleikar 2024 í París Skylmingar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Sjá meira