Kom til landsins á þriðja eftirnafninu og í tvöföldu endurkomubanni Árni Sæberg skrifar 7. mars 2024 12:15 Maðurinn var stöðvaður við komuna til Keflavíkurflugvallar. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. þessa mánaðar á meðan hugsanleg brottvísun hans af landinu er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hann hefur ítrekað komið hingað til lands á þremur mismunandi eftirnöfnum. Maðurinn sætir tvöföldu endurkomubanni inn á Schengen-svæðið. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var af Landsrétti á mánudag, segir að í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi atvikum verið lýst svo að maðurinn hafi komið til landsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Við komuna til landsins hafi Tollgæslan í flugstöð Leifs Eiríkssonar haft afskipti af manninum þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði til að koma inn í landið. Við afskipti lögreglu og Tollgæslu hafi hann kveðist heita [afmáð] og framvísað gildu vegabréfi ánöfnuðu honum. Í vegabréfinu hafi mátt sjá innstimplun á Schengensvæðið, í Ungverjalandi þann 18. febrúar 2024. Hann hafi kveðist vera kominn til landsins sem ferðamaður ásamt eiginkonu sinni. Sagðist hafa tekið upp nafn glænýrrar eiginkonu sinnar Maðurinn hafi ítrekað komið til landsins og notast við tvö eftirnöfn og nú það þriðja. Við skoðun á málum hans í lögreglukerfinu hafi komið í ljós ítrekuð afskipti af honum hér á landi og að hann væri í endurkomubanni á Schengen svæðið frá 12.6.2019 til 22.5.2025. Við uppflettingu í eftirlitskerfum Schengen hafi einnig komið í ljós að hann væri raunar í tvöföldu endurkomubanni, hið síðara til 17.7.2026. Við komuna til landsins hafi hann framvísað nýju vegabréfi með nýtilkomnu eftirnafni sem hann sagst hafa tekið upp eftir að hafa kvænst eiginkonu sinni í febrúar. Hann hafi verið skyldaður til að halda sig á ákveðnum stað innan flugstöðvarinnar við komuna til landsins þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði komu til landsins. Eftir að framangreint kom við ljós og fyrri saga hjá lögreglu, hafi manninum verið birt hugsanleg brottvísun frá landinu og mál hans verði sent Útlendingastofnun til ákvörðunar, lögum samkvæmt. Þá segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telji að sú hegðun sem maðurinn hefur sýnt fyrr og nú gefi til kynna að hann ógni allsherjarreglu, öryggi ríkisins og almannahagsmunum. Vísað brott vegna ógnar við almannahagsmuni Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að fyrirliggjandi upplýsingar lögreglu bendi eindregið til þess að tilvitnað ákvæði laga um útlendinga eigi við um manninn en uppfletting í lögreglukerfum sýni ítrekuð afskipti af honum auk þess sem rannsóknargögn beri með sér að honum hafi verið vísað frá landinu þar sem hann taldist vera ógn við almannahagsmuni. Með vísan til þess, meðal annars, féllst héraðsdómur á að manninum yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 14. mars næstkomandi. Landsréttur hefur sem áður segir staðfest úrskurðinn. Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var af Landsrétti á mánudag, segir að í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi atvikum verið lýst svo að maðurinn hafi komið til landsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Við komuna til landsins hafi Tollgæslan í flugstöð Leifs Eiríkssonar haft afskipti af manninum þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði til að koma inn í landið. Við afskipti lögreglu og Tollgæslu hafi hann kveðist heita [afmáð] og framvísað gildu vegabréfi ánöfnuðu honum. Í vegabréfinu hafi mátt sjá innstimplun á Schengensvæðið, í Ungverjalandi þann 18. febrúar 2024. Hann hafi kveðist vera kominn til landsins sem ferðamaður ásamt eiginkonu sinni. Sagðist hafa tekið upp nafn glænýrrar eiginkonu sinnar Maðurinn hafi ítrekað komið til landsins og notast við tvö eftirnöfn og nú það þriðja. Við skoðun á málum hans í lögreglukerfinu hafi komið í ljós ítrekuð afskipti af honum hér á landi og að hann væri í endurkomubanni á Schengen svæðið frá 12.6.2019 til 22.5.2025. Við uppflettingu í eftirlitskerfum Schengen hafi einnig komið í ljós að hann væri raunar í tvöföldu endurkomubanni, hið síðara til 17.7.2026. Við komuna til landsins hafi hann framvísað nýju vegabréfi með nýtilkomnu eftirnafni sem hann sagst hafa tekið upp eftir að hafa kvænst eiginkonu sinni í febrúar. Hann hafi verið skyldaður til að halda sig á ákveðnum stað innan flugstöðvarinnar við komuna til landsins þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði komu til landsins. Eftir að framangreint kom við ljós og fyrri saga hjá lögreglu, hafi manninum verið birt hugsanleg brottvísun frá landinu og mál hans verði sent Útlendingastofnun til ákvörðunar, lögum samkvæmt. Þá segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telji að sú hegðun sem maðurinn hefur sýnt fyrr og nú gefi til kynna að hann ógni allsherjarreglu, öryggi ríkisins og almannahagsmunum. Vísað brott vegna ógnar við almannahagsmuni Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að fyrirliggjandi upplýsingar lögreglu bendi eindregið til þess að tilvitnað ákvæði laga um útlendinga eigi við um manninn en uppfletting í lögreglukerfum sýni ítrekuð afskipti af honum auk þess sem rannsóknargögn beri með sér að honum hafi verið vísað frá landinu þar sem hann taldist vera ógn við almannahagsmuni. Með vísan til þess, meðal annars, féllst héraðsdómur á að manninum yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 14. mars næstkomandi. Landsréttur hefur sem áður segir staðfest úrskurðinn.
Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum