Sjómannafélag Íslands - stéttarfélag til málamynda? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 7. mars 2024 11:47 Öll stéttarfélög sjómanna hafa nú samþykkt kjarasamninga til langs tíma við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Með hinum nýju samningum er kveðið á um töluverðar kjarabætur og aukin réttindi til handa félagsmönnum allra þessara stéttarfélaga. Þrátt fyrir fyrrgreint er nokkur fjöldi sjómanna á skipum sem gerð eru út af fyrirtækjum innan vébanda SFS með lausa kjarasamninga og hafa verið allt frá árslokum 2019. Um er að ræða sjómenn sem eiga aðild að Sjómannafélagi Íslands, félagi sem virðist vera málamyndastéttarfélag. Fyrir það líða hlutaðeigandi sjómenn. Fyrirsvarsmenn hins svokallaða stéttarfélags hafa engan vilja sýnt til þess að semja um kaup og kjör sinna félagsmanna. Ekki hefur verið óskað funda, ekki hafa verið lagðar fram tillögur og ekkert hefur í raun verið lagt til málanna af hálfu fyrirsvarsmanna hins svokallaða stéttarfélags á þeim langa tíma sem liðinn er frá því kjarasamningar losnuðu fyrir ríflega fjórum árum síðan. Við alvarlegt athafnaleysi hins svokallaða stéttarfélags bætist síðan, að fyrirsvarsmenn þess hafa ítrekað farið með rangt mál í skemmdarstarfsemi sinni gagnvart þeim stéttarfélögum sem hafa unnið í þágu sinna félagsmanna við að ná hagfelldum kjarasamningum og þar með bættum kjörum fyrir sína félagsmenn. Engir kjarasamningar eru yfir gagnrýni hafnir og í samningum tveggja nær hvorugur öllu sínu fram. Skoðanir eru því vafalaust skiptar á kröfugerðum og kjarasamningum, bæði á meðal félagsmanna stéttarfélaganna og félagsmanna SFS. Undan þeim veruleika verður ekki vikist. Það má hins vegar gera þá kröfu að í skoðanaskiptum sé farið rétt með staðreyndir og málefnaleg rök sett fram. Þess hefur ekki orðið vart í orðræðu fyrirsvarsmanna Sjómannafélags Íslands. Svo virðist sem hið svokallaða stéttarfélag hafi ætlað að leika sambærilegan leik nú og fyrir ríflega ári síðan, þegar öll stéttarfélög sjómanna skrifuðu undir kjarasamninga við SFS. Þeir samningar voru felldir af öllum félögum nema Félagi skipstjórnarmanna. Í aðdraganda þeirra samninga lagði Sjómannafélag Íslands ekkert til málanna. Félagið skrifaði hins vegar undir hlutaðeigandi samninga og hóf síðan linnulausa niðurrifsstarfsemi um sömu samninga. Eftir að kjarasamningarnir voru felldir hefur ekkert heyrst frá félaginu og allt er á huldu um hvers háttar kjarabætur félagsmenn þess óskuðu sér. Af þeim sökum hefur SFS nú gert kjarasamninga við þau félög sem tefldu fram skýrum kröfum og tillögum til úrbóta á þeim samningum sem felldir voru. Það gerði Sjómannafélag Íslands ekki og við það situr. Það er ábyrgðarhluti að starfrækja stéttarfélag. Slíkt félag er mikilvægur hirðir bæði réttinda og fjármuna félagsmanna sinna. Það félag sem sinnir ekki grunnskyldum gagnvart félagsmönnum, sem starfa á skipum innan vébanda SFS, getur ekki átt heimtingu á því að við það séu gerðir kjarasamningar. Á þeim stað er Sjómannafélag Íslands. Hjá hinu svokallaða stéttarfélagi þurfa fyrirsvarsmenn einfaldlega að gera hreint fyrir sínum dyrum gagnvart SFS og ekki síður gagnvart sínum félagsmönnum. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Öll stéttarfélög sjómanna hafa nú samþykkt kjarasamninga til langs tíma við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Með hinum nýju samningum er kveðið á um töluverðar kjarabætur og aukin réttindi til handa félagsmönnum allra þessara stéttarfélaga. Þrátt fyrir fyrrgreint er nokkur fjöldi sjómanna á skipum sem gerð eru út af fyrirtækjum innan vébanda SFS með lausa kjarasamninga og hafa verið allt frá árslokum 2019. Um er að ræða sjómenn sem eiga aðild að Sjómannafélagi Íslands, félagi sem virðist vera málamyndastéttarfélag. Fyrir það líða hlutaðeigandi sjómenn. Fyrirsvarsmenn hins svokallaða stéttarfélags hafa engan vilja sýnt til þess að semja um kaup og kjör sinna félagsmanna. Ekki hefur verið óskað funda, ekki hafa verið lagðar fram tillögur og ekkert hefur í raun verið lagt til málanna af hálfu fyrirsvarsmanna hins svokallaða stéttarfélags á þeim langa tíma sem liðinn er frá því kjarasamningar losnuðu fyrir ríflega fjórum árum síðan. Við alvarlegt athafnaleysi hins svokallaða stéttarfélags bætist síðan, að fyrirsvarsmenn þess hafa ítrekað farið með rangt mál í skemmdarstarfsemi sinni gagnvart þeim stéttarfélögum sem hafa unnið í þágu sinna félagsmanna við að ná hagfelldum kjarasamningum og þar með bættum kjörum fyrir sína félagsmenn. Engir kjarasamningar eru yfir gagnrýni hafnir og í samningum tveggja nær hvorugur öllu sínu fram. Skoðanir eru því vafalaust skiptar á kröfugerðum og kjarasamningum, bæði á meðal félagsmanna stéttarfélaganna og félagsmanna SFS. Undan þeim veruleika verður ekki vikist. Það má hins vegar gera þá kröfu að í skoðanaskiptum sé farið rétt með staðreyndir og málefnaleg rök sett fram. Þess hefur ekki orðið vart í orðræðu fyrirsvarsmanna Sjómannafélags Íslands. Svo virðist sem hið svokallaða stéttarfélag hafi ætlað að leika sambærilegan leik nú og fyrir ríflega ári síðan, þegar öll stéttarfélög sjómanna skrifuðu undir kjarasamninga við SFS. Þeir samningar voru felldir af öllum félögum nema Félagi skipstjórnarmanna. Í aðdraganda þeirra samninga lagði Sjómannafélag Íslands ekkert til málanna. Félagið skrifaði hins vegar undir hlutaðeigandi samninga og hóf síðan linnulausa niðurrifsstarfsemi um sömu samninga. Eftir að kjarasamningarnir voru felldir hefur ekkert heyrst frá félaginu og allt er á huldu um hvers háttar kjarabætur félagsmenn þess óskuðu sér. Af þeim sökum hefur SFS nú gert kjarasamninga við þau félög sem tefldu fram skýrum kröfum og tillögum til úrbóta á þeim samningum sem felldir voru. Það gerði Sjómannafélag Íslands ekki og við það situr. Það er ábyrgðarhluti að starfrækja stéttarfélag. Slíkt félag er mikilvægur hirðir bæði réttinda og fjármuna félagsmanna sinna. Það félag sem sinnir ekki grunnskyldum gagnvart félagsmönnum, sem starfa á skipum innan vébanda SFS, getur ekki átt heimtingu á því að við það séu gerðir kjarasamningar. Á þeim stað er Sjómannafélag Íslands. Hjá hinu svokallaða stéttarfélagi þurfa fyrirsvarsmenn einfaldlega að gera hreint fyrir sínum dyrum gagnvart SFS og ekki síður gagnvart sínum félagsmönnum. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun