Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir heimildum.
Guðmundur St. Ragnarsson er verjandi eins karlmannsins í hópnum. Í samtali við fréttstofu vill hann lítið gefa upp um skjólstæðing sinn eða þær sakir sem á hann eru bornar, en tekur þó fram að ekki sé um Davíð Viðarson að ræða.
Aðspurður um hvernig málið blasi við sér segir Guðmundur erfitt að tjá sig á meðan skjólstæðingur hans sitji í einangrun í gæsluvarðhaldi. Lögregla haldi spilunum þétt að sér og verjendur hafi ekki aðgang að upplýsingum öðrum en þeim sem fram koma í kröfum um gæsluvarðhald.
Hafnar sök
Sex einstaklingar, þrjár konur og þrír karlmenn, voru í gær úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Fólkið er grunað um peningaþvætti, mansal og skipulagða glæpastarfsemi sem nú er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu.
Guðmundur hefur, fyrir hönd skjólstæðings síns, kært úrskurðinn til Landsréttar og segir hann neita sök í málinu.
Fréttin hefur verið uppfærð.