Tilkynnt var um úrslit kosninga til stjórnar á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun. Kosið var um sæti formanns og fimm almenn stjórnarsæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. Árni var einn í framboði til formanns, en níu gáfu kost á sér til almennrar stjórnarsetu. Þau fimm sem hlutu sæti eru eftirfarandi:
Arna Arnardóttir, gullsmiður
Bergþóra Halldórsdóttir, Borealis Data Center
Hjörtur Sigurðsson, VSB verkfræðistofa
Jónína Guðmundsdóttir, Coripharma
Vignir Steinþór Halldórsson, Öxar Byggingafélag
Aðrir stjórnarmeðlimir SI eru:
Guðrún Halla Finnsdóttir, Norðurál
Karl Andreassen, Ístak
Magnús Hilmar Helgason, Launafl
Þorsteinn Víglundsson, Eignarhaldsfélagið Hornsteinn