Helmingshækkun til foreldra Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 8. mars 2024 08:30 Í gær kynnti ríkisstjórnin aðgerðir til stuðnings 4 ára kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Það er mikið fagnaðarefni að tekist hafi að ganga frá langtíma kjarasamningum. Það er ábyrgt af aðilum vinnumarkaðarins að ná langtíma kjarasamning við þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu, þar sem við þurfum að ná niður verðbólgu og styðja við alla þá sem misst hafa heimili sín og atvinnu í Grindavík. Hlutverk vinnumarkaðarins er að semja um kaup og kjör. Það kemur svo í hlut okkar stjórnmálamanna að tryggja að umgjörð launafólks og vinnumarkaðarins sé eins og best sé á kosið; að launin sem fólk vinnur sér fyrir renni ekki öll í skatta, að plægja akurinn fyrir fólk og fyrirtæki til að vaxa og dafna, ýta ekki undir frekari verðbólgu með útgjöldum og loks að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það síðastnefnda gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bætt umgjörð um fæðingarorlof. Hækkun á þaki fæðingarolofsgreiðslna um 50% Það er því afskaplega ánægjulegt að sjá stjórnvöld kynna stórt skref í átt að jafnari tækifærum foreldra á vinnumarkaði með hækkun á hámarki greiðslna í fæðingarorlofi úr 600 í 900 þúsund krónur til ársins 2026. Aðgerðin dregur úr tekjufalli foreldra í fæðingarorlofi og gerir foreldrum betur kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta hefur verið eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins um árabil en hámarkið hefur staðið í stað síðan 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Ísland stendur þegar meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og sérstaklega með tilliti til atvinnuþátttöku kvenna og fæðingarorlofstöku feðra. En betur má ef duga skal. Eftir sem áður er það þannig að barneignir hafa neikvæð áhrif á tekjur mæðra en jákvæð áhrif á tekjur feðra. Að jafnaði taka mæður lengra fæðingarorlof en feður. Á hinni hlið peningsins er biðtími eftir plássi á leikskóla enn of langur í mörgum stærstu sveitarfélögum landsins þrátt fyrir margítrekuð loforð stjórnmálamanna um styttingu biðlista. Eftir stendur því tímabil frá því að fæðingarorlofi sleppir þangað til barnið kemst inn á leikskóla sem fellur oftar í hlut mæðra að brúa. Það verður samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga að brúa þetta bil. Rökrétt næsta skref fyrir ríkið er því að hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi svo foreldrar sjái hag sinn í að fullnýta fæðingarorlofsréttinn í auknum mæli. Þrátt fyrir að vera fremst meðal þjóða heims þegar kemur að launajafnrétti kynjanna þá er launamunur enn til staðar. Það er eitthvað sem verður ekki lagað með jafnlaunavottun heldur fyrst og fremst með því að jafna tækifæri foreldra á vinnumarkaði. Með hærra þaki á fæðingarorlofsgreiðslur erum við taka stórt skref í þá átt. Forgangsröðun í þágu fjölskyldna Langtímakjarasamningar munu stuðla að efnahagslegum stöðugleika og byggja undir aukna hagsæld nú er komið að stjórnvöldum að negla síðasta naglann í kistuna í baráttunni við verðbólguna með að draga úr útgjöldum. Aðgerðapakki stjórnvalda er ákvörðun um að forgangsraða ríkisfjármunum til stuðnings við fjölskyldur í landinu. Það er skynsöm og rétt forgangsröðun en hún gerist ekki í efnahagslegu tómarúmi. Svo þessar aðgerðir samrýmist markmiðum stjórnvalda og vinnumarkaðarins um að ná niður verðbólgu í landinu mun þurfa að ráðast í miklar hagræðingar á öðrum sviðum ríkisrekstrarins. Það mun ekki vera sársaukalaust en er eina leiðin til að ná niður verðbólgu, til hagsbóta fyrir vinnumarkaðinn, fjölskyldur og ófædd börn þessa lands. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í gær kynnti ríkisstjórnin aðgerðir til stuðnings 4 ára kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Það er mikið fagnaðarefni að tekist hafi að ganga frá langtíma kjarasamningum. Það er ábyrgt af aðilum vinnumarkaðarins að ná langtíma kjarasamning við þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu, þar sem við þurfum að ná niður verðbólgu og styðja við alla þá sem misst hafa heimili sín og atvinnu í Grindavík. Hlutverk vinnumarkaðarins er að semja um kaup og kjör. Það kemur svo í hlut okkar stjórnmálamanna að tryggja að umgjörð launafólks og vinnumarkaðarins sé eins og best sé á kosið; að launin sem fólk vinnur sér fyrir renni ekki öll í skatta, að plægja akurinn fyrir fólk og fyrirtæki til að vaxa og dafna, ýta ekki undir frekari verðbólgu með útgjöldum og loks að tryggja jöfn tækifæri foreldra bæði í leik og starfi. Það síðastnefnda gera stjórnvöld best með góðri umgjörð um skóla- og frístundastarf sem og bætt umgjörð um fæðingarorlof. Hækkun á þaki fæðingarolofsgreiðslna um 50% Það er því afskaplega ánægjulegt að sjá stjórnvöld kynna stórt skref í átt að jafnari tækifærum foreldra á vinnumarkaði með hækkun á hámarki greiðslna í fæðingarorlofi úr 600 í 900 þúsund krónur til ársins 2026. Aðgerðin dregur úr tekjufalli foreldra í fæðingarorlofi og gerir foreldrum betur kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta hefur verið eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins um árabil en hámarkið hefur staðið í stað síðan 2019 þrátt fyrir miklar launa- og verðlagshækkanir. Ísland stendur þegar meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og sérstaklega með tilliti til atvinnuþátttöku kvenna og fæðingarorlofstöku feðra. En betur má ef duga skal. Eftir sem áður er það þannig að barneignir hafa neikvæð áhrif á tekjur mæðra en jákvæð áhrif á tekjur feðra. Að jafnaði taka mæður lengra fæðingarorlof en feður. Á hinni hlið peningsins er biðtími eftir plássi á leikskóla enn of langur í mörgum stærstu sveitarfélögum landsins þrátt fyrir margítrekuð loforð stjórnmálamanna um styttingu biðlista. Eftir stendur því tímabil frá því að fæðingarorlofi sleppir þangað til barnið kemst inn á leikskóla sem fellur oftar í hlut mæðra að brúa. Það verður samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga að brúa þetta bil. Rökrétt næsta skref fyrir ríkið er því að hækka hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi svo foreldrar sjái hag sinn í að fullnýta fæðingarorlofsréttinn í auknum mæli. Þrátt fyrir að vera fremst meðal þjóða heims þegar kemur að launajafnrétti kynjanna þá er launamunur enn til staðar. Það er eitthvað sem verður ekki lagað með jafnlaunavottun heldur fyrst og fremst með því að jafna tækifæri foreldra á vinnumarkaði. Með hærra þaki á fæðingarorlofsgreiðslur erum við taka stórt skref í þá átt. Forgangsröðun í þágu fjölskyldna Langtímakjarasamningar munu stuðla að efnahagslegum stöðugleika og byggja undir aukna hagsæld nú er komið að stjórnvöldum að negla síðasta naglann í kistuna í baráttunni við verðbólguna með að draga úr útgjöldum. Aðgerðapakki stjórnvalda er ákvörðun um að forgangsraða ríkisfjármunum til stuðnings við fjölskyldur í landinu. Það er skynsöm og rétt forgangsröðun en hún gerist ekki í efnahagslegu tómarúmi. Svo þessar aðgerðir samrýmist markmiðum stjórnvalda og vinnumarkaðarins um að ná niður verðbólgu í landinu mun þurfa að ráðast í miklar hagræðingar á öðrum sviðum ríkisrekstrarins. Það mun ekki vera sársaukalaust en er eina leiðin til að ná niður verðbólgu, til hagsbóta fyrir vinnumarkaðinn, fjölskyldur og ófædd börn þessa lands. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun