Björn Steinar Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Vals, staðfesti við fótbolta.net að Gylfi væri mættur til æfinga hjá Valsmönnum. Þeir eru staddir á Montecastillo á Spáni þar sem liðið verður í æfingabúðum næstu vikuna.
Markhæsti leikmaður íslenska landsliðsins hefur aldrei spilað í efstu deild á Íslandi þar sem hann var farinn mjög ungur út í atvinnumennsku. Gylfi er nú 34 ára og margir vonast til að hann geti spilað með landsliðinu í mikilvægum leikjum í lok mánaðarins.
Gylfi var síðast með Lyngby í Danmörku en fékk sig lausan frá liðinu um áramótin. Hann hefur verið að glíma við meiðsli og var ekki með íslenska landsliðinu í janúarverkefnunum.