Valskonur riðu á vaðið og tryggði sér sinn níunda bikarmeistaratitil í kvennaflokki er liðið vann þriggja marka sigur gegn Stjörnunni, 25-22.
Seinna í dag var svo komið að körlunum. Valur mætti ÍBV í úrslitum og vann að lokum afar sannfærandi tólf marka sigur, 43-31, þar sem Benedikt Gunnar Óskarsson fór algjörlega á kostum.
Eins og gefur að skilja var því nóg að gera í fagnaðarlátum hjá Valsfólki í Laugardalshöllinni í dag. Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, var í höllinni og fangaði stemninguna sem má sjá á myndunum hér fyrir neðan.















