Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Árni Sæberg skrifar 10. mars 2024 09:20 Helgi Magnús vararíkissaksóknari hefur lengi mátt sæta hótunum af hálfu mannsins. Vísir Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. Fólskuleg hnífstunguárás versluninni OK Market á fimmtudag hefur vakið nokkurn óhug. Myndband úr öryggismyndavél verslunarinnar sýnir mann ganga inn í verslunina og ráðast að því er virðist tilefnislaust á tvo menn bakvið afgreiðslukassa verslunarinnar með hníf. DV greindi frá því í morgun að árásarmaðurinn, sem á að baki töluverðan brotaferil, sé maðurinn sem hefur lengi staðið í hótunum við Helga Magnús og fjölskyldu hans. Helgi Magnús greinir sjálfur frá þessu í lokaðri færslu á Facebook. „Þessi maður hefur verið að hóta að drepa mig og mína fjölskyldu í 3 ár og hlaut dóm í Landsrétti fyrir ári síðan,“ hefur DV eftir Helga Magnúsi. Langur brotaferill Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum, sem staðfestur var af Landsrétti, segir að maðurinn sé af erlendu bergi brotinn og hafi komið hingað til lands árið 2017. Á árunum 2017 til 2021 hafi lögregla haft til meðferðar 91 tilvik þar sem maðurinn hafi verið grunaður um refsiverða háttsemi, meðal annars hótanir, líkamsárásir, húsbrot, eignaspjöll og brot gegn nálgunarbanni. Helgi Magnús bar fyrir dómi á sínum tíma að maðurinn hafi kært annan hælisleitanda til lögreglu en málið hafi verið fellt niður, hann hafi staðfest niðurfellinguna fyrir hönd embættis síns. Skömmu síðar hafi sér borist fjöldi tölvupósta frá fleiri en einu netfangi og efni þeirra hafi bent til þess að þeir væru frá manninum. „I will kill you!“ „This is our last messaga … Remember if Kourani dies … you and your family will die … clans,“ segir í einum skilaboðunum en sambærileg skilaboð voru fleiri en eitt. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa komið að skrifstofum ríkissaksóknara og verið þar með háreysti. Þegar hann hafi séð Helga Magnús hafi hann hrópað „I will kill you!“ eða „Ég mun myrða þig!“ á íslensku. Úrskurðaður í gæsluvarðhald og Helgi Magnús rólegri Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudag að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ég þarf ekki að búast við honum við útidyrnar með hníf í hönd, né börnin mín og konan, næstu fjórar vikur ef þetta stendur,“ er haft eftir Helga Magnúsi. Lögreglumál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Fólskuleg hnífstunguárás versluninni OK Market á fimmtudag hefur vakið nokkurn óhug. Myndband úr öryggismyndavél verslunarinnar sýnir mann ganga inn í verslunina og ráðast að því er virðist tilefnislaust á tvo menn bakvið afgreiðslukassa verslunarinnar með hníf. DV greindi frá því í morgun að árásarmaðurinn, sem á að baki töluverðan brotaferil, sé maðurinn sem hefur lengi staðið í hótunum við Helga Magnús og fjölskyldu hans. Helgi Magnús greinir sjálfur frá þessu í lokaðri færslu á Facebook. „Þessi maður hefur verið að hóta að drepa mig og mína fjölskyldu í 3 ár og hlaut dóm í Landsrétti fyrir ári síðan,“ hefur DV eftir Helga Magnúsi. Langur brotaferill Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum, sem staðfestur var af Landsrétti, segir að maðurinn sé af erlendu bergi brotinn og hafi komið hingað til lands árið 2017. Á árunum 2017 til 2021 hafi lögregla haft til meðferðar 91 tilvik þar sem maðurinn hafi verið grunaður um refsiverða háttsemi, meðal annars hótanir, líkamsárásir, húsbrot, eignaspjöll og brot gegn nálgunarbanni. Helgi Magnús bar fyrir dómi á sínum tíma að maðurinn hafi kært annan hælisleitanda til lögreglu en málið hafi verið fellt niður, hann hafi staðfest niðurfellinguna fyrir hönd embættis síns. Skömmu síðar hafi sér borist fjöldi tölvupósta frá fleiri en einu netfangi og efni þeirra hafi bent til þess að þeir væru frá manninum. „I will kill you!“ „This is our last messaga … Remember if Kourani dies … you and your family will die … clans,“ segir í einum skilaboðunum en sambærileg skilaboð voru fleiri en eitt. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa komið að skrifstofum ríkissaksóknara og verið þar með háreysti. Þegar hann hafi séð Helga Magnús hafi hann hrópað „I will kill you!“ eða „Ég mun myrða þig!“ á íslensku. Úrskurðaður í gæsluvarðhald og Helgi Magnús rólegri Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudag að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ég þarf ekki að búast við honum við útidyrnar með hníf í hönd, né börnin mín og konan, næstu fjórar vikur ef þetta stendur,“ er haft eftir Helga Magnúsi.
Lögreglumál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Stungumaðurinn í Hlíðarenda úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Karlmaður um þrítugt var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stunguárás sem framin var í Hlíðarendahverfinu í Reykjavík í gær. Var það að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2024 19:52