„Mín tilfinning er sú að Gylfi spili í Bestu deildinni í sumar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 11:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með íslenska landsliðinu. Skorar hann í Bestu deildinni í sumar? Vísir/Hulda Margrét Hvar spilar Gylfi Þór Sigurðsson sumarið 2024? Besta sætið ræddi framtíð eins besta knattspyrnumanns Íslandssögunnar. Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum. Margir bíða spenntir eftir því hvar Gylfi Þór Sigurðsson spilar í sumar og markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi var til umræðu í þættinum. „Talandi um landsliðið. Gylfi Sigurðsson. Hann er án félags og að æfa með Fylki. Menn eru að bíða eftir því að hann byrji að æfa með Val,“ sagði Henry Birgir. „Hann er víst á leiðinni yfir til Montecastillo. Ég held að hann sé á leiðinni þangað og æfa með Val á næstunni,“ sagði Stefán Árni. Hvert ætti hann að fara? „Erum við að fara að sjá Gylfa Sigurðsson í Bestu deildinni í sumar,“ spurði Henry. „Þetta er risaspurning en ég ætla bara að bara að fá að segja já. Hann er að reyna að jafna sig af meiðslum og hann er að reyna að koma sér í stand. Ég er ekki samt að sjá það í kortunum að hann sé að fara í eitthvað lið erlendis,“ sagði Stefán. „Hvert ætti hann að fara ef hann væri að fara erlendis? Sandinn,“ spurði Henry. „Ég myndi alltaf reyna við sandinn ef ég væri hann. Hann á alveg heima þar,“ sagði Stefán. „Þau eru flutt heim, hann og eiginkonan. Hún er byrjuð með rekstur. Er ekki bara eðlilegt framhald að þau flytji heim og hann spili bara með Valsörum,“ spurði Henry. Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi „Er það ekki eini kosturinn í stöðunni í rauninni. Hann var að æfa þarna og hann er að fara í þessa æfingaferð með þeim. Hann réð ekki nógu vel við álagið á því stigi sem danska úrvalsdeildin er á. Hann meiddist aftur,“ sagði Valur. „Ísland er lægra stig, Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi,“ sagði Valur en Henry skaut inn: „Meira gervigras samt,“ sagði Henry. „Já vissulega en maður sér ekki marga kosti í stöðunni í Evrópu. Þeir hjá Lyngby töluðu samt um að hann væri alltaf velkominn þangað aftur,“ sagði Valur. „Það er spurning hvað Freyr gerir. Kannski reynir hann að fá Gylfa til Kortrijk,“ sagði Stefán. Yrði þau stærstu í sögunni „Ég held bara að Gylfi sé kominn á þann stað í lífinu. Hann átti alltaf draum um að fara til Bandaríkjanna og allt það enda góðir golfvellir þar og Gylfi ansi góður í golfi. Mín tilfinning er sú að Gylfi spili í Bestu deildinni í sumar. Það eru bara frábær tíðindi fyrir Bestu deildina að fá eitt stykki Gylfa Sig í deildina,“ sagði Henry. „Það yrði þau stærstu í sögunni. Hann er ekki það gamall. Þegar Arnór Guðjohnsen kemur heim þá er hann orðinn frekar gamall,“ sagði Stefán. Það má heyra spjallið um Gylfa sem og allan þáttinn hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Valur Besta sætið Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum. Margir bíða spenntir eftir því hvar Gylfi Þór Sigurðsson spilar í sumar og markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi var til umræðu í þættinum. „Talandi um landsliðið. Gylfi Sigurðsson. Hann er án félags og að æfa með Fylki. Menn eru að bíða eftir því að hann byrji að æfa með Val,“ sagði Henry Birgir. „Hann er víst á leiðinni yfir til Montecastillo. Ég held að hann sé á leiðinni þangað og æfa með Val á næstunni,“ sagði Stefán Árni. Hvert ætti hann að fara? „Erum við að fara að sjá Gylfa Sigurðsson í Bestu deildinni í sumar,“ spurði Henry. „Þetta er risaspurning en ég ætla bara að bara að fá að segja já. Hann er að reyna að jafna sig af meiðslum og hann er að reyna að koma sér í stand. Ég er ekki samt að sjá það í kortunum að hann sé að fara í eitthvað lið erlendis,“ sagði Stefán. „Hvert ætti hann að fara ef hann væri að fara erlendis? Sandinn,“ spurði Henry. „Ég myndi alltaf reyna við sandinn ef ég væri hann. Hann á alveg heima þar,“ sagði Stefán. „Þau eru flutt heim, hann og eiginkonan. Hún er byrjuð með rekstur. Er ekki bara eðlilegt framhald að þau flytji heim og hann spili bara með Valsörum,“ spurði Henry. Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi „Er það ekki eini kosturinn í stöðunni í rauninni. Hann var að æfa þarna og hann er að fara í þessa æfingaferð með þeim. Hann réð ekki nógu vel við álagið á því stigi sem danska úrvalsdeildin er á. Hann meiddist aftur,“ sagði Valur. „Ísland er lægra stig, Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi,“ sagði Valur en Henry skaut inn: „Meira gervigras samt,“ sagði Henry. „Já vissulega en maður sér ekki marga kosti í stöðunni í Evrópu. Þeir hjá Lyngby töluðu samt um að hann væri alltaf velkominn þangað aftur,“ sagði Valur. „Það er spurning hvað Freyr gerir. Kannski reynir hann að fá Gylfa til Kortrijk,“ sagði Stefán. Yrði þau stærstu í sögunni „Ég held bara að Gylfi sé kominn á þann stað í lífinu. Hann átti alltaf draum um að fara til Bandaríkjanna og allt það enda góðir golfvellir þar og Gylfi ansi góður í golfi. Mín tilfinning er sú að Gylfi spili í Bestu deildinni í sumar. Það eru bara frábær tíðindi fyrir Bestu deildina að fá eitt stykki Gylfa Sig í deildina,“ sagði Henry. „Það yrði þau stærstu í sögunni. Hann er ekki það gamall. Þegar Arnór Guðjohnsen kemur heim þá er hann orðinn frekar gamall,“ sagði Stefán. Það má heyra spjallið um Gylfa sem og allan þáttinn hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Valur Besta sætið Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira