Er endilega sælla að þiggja? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. mars 2024 09:01 Það er ástæða til að fagna því að á dögunum hafi náðst kjarasamningar fyrir stóran hluta launafólks, og það til fjögurra ára. Það er sjaldséður árangur hér á landi. Það er erfitt að setja verðmiða á stöðugleikann sem fylgir vonandi í kjölfarið. Óhætt að segja að hann geti skipt sköpum fyrir fólk og fyrirtæki. Það er hins vegar ástæða til að setja spurningamerki við nýja normið sem aðkoma stjórnvalda er orðin að slíkum samningum. Aðkoma sem endurspeglast í sameiginlegum tilkynningum og myndatökum vegna því sem á að heita samningar aðila vinnumarkaðarins. Það er þó ekki meginefni þessarar greinar. Ekki heldur að hið opinbera telji fjármunum vel varið í að niðurgreiða skólamáltíðir að fullu fyrir börnin mín. Á blaðamannafundi þar sem stjórnvöld og fulltrúi sveitarfélaga kynntu aðgerðir sínar í tengslum við samningana þótti tilefni til að gleðjast sérstaklega yfir fjölgun bótaþega barnabótakerfisins. Stjórnvöld lögðu ríka áherslu á barnafólk í þeim aðgerðum sem kynntar voru og undirrituð tekur heilshugar undir brýna þörf þar. Við þurfum að halda vel utan um barnafjölskyldur sem hafa tekist á við erfiðleika, ekki hvað síst í dagvistunarmálum. Sjálfstæðismenn hafa t.a.m. lagt áherslu á að hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna og er það mjög jákvætt skref. Þakið hefur enda staðið í stað um árabil og er úr takti við laun og verðlag. Millifærsla frá ríkinu í stað skattalækkana Ég fæ reglulega fyrirspurnir og hvatningar frá barnafólki um barna- og vaxtabótakerfið. Ég fæ hins vegar mun færri um lækkun skatta. Hvað veldur því að fólk vill afhenda ríkinu fjármuni til þess að fá þá færða til baka? Eflaust spilar þar margt inn í, m.a. aftenging fólks við greiðsluskatta þar eð þeir eru sjálfkrafa dregnir frá launum fyrir útborgun. Stór ástæða er væntanlega áhersla á og áróður stjórnmálamanna fyrir millifærslukerfi í stað lækkunar og einföldunar skatta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnt að því að beina stuðningi annað en í bótakerfin við litlar og lágstemmdar undirtektir. Ég fagna forgangsröðun stjórnvalda í þágu fjölskyldna og áherslu fjármála- og efnahagsráðherra á aðhald og hagræðingu á móti. Tiltekt í ríkisfjármálunum er enda lykilatriði ef markmiðið er að draga úr verðbólgu. Það væri samt óskandi að fleiri kölluðu eftir yfirráðum sjálfsaflafjár síns í stað þess að komast á millifærslulista ríkisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Efnahagsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að fagna því að á dögunum hafi náðst kjarasamningar fyrir stóran hluta launafólks, og það til fjögurra ára. Það er sjaldséður árangur hér á landi. Það er erfitt að setja verðmiða á stöðugleikann sem fylgir vonandi í kjölfarið. Óhætt að segja að hann geti skipt sköpum fyrir fólk og fyrirtæki. Það er hins vegar ástæða til að setja spurningamerki við nýja normið sem aðkoma stjórnvalda er orðin að slíkum samningum. Aðkoma sem endurspeglast í sameiginlegum tilkynningum og myndatökum vegna því sem á að heita samningar aðila vinnumarkaðarins. Það er þó ekki meginefni þessarar greinar. Ekki heldur að hið opinbera telji fjármunum vel varið í að niðurgreiða skólamáltíðir að fullu fyrir börnin mín. Á blaðamannafundi þar sem stjórnvöld og fulltrúi sveitarfélaga kynntu aðgerðir sínar í tengslum við samningana þótti tilefni til að gleðjast sérstaklega yfir fjölgun bótaþega barnabótakerfisins. Stjórnvöld lögðu ríka áherslu á barnafólk í þeim aðgerðum sem kynntar voru og undirrituð tekur heilshugar undir brýna þörf þar. Við þurfum að halda vel utan um barnafjölskyldur sem hafa tekist á við erfiðleika, ekki hvað síst í dagvistunarmálum. Sjálfstæðismenn hafa t.a.m. lagt áherslu á að hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna og er það mjög jákvætt skref. Þakið hefur enda staðið í stað um árabil og er úr takti við laun og verðlag. Millifærsla frá ríkinu í stað skattalækkana Ég fæ reglulega fyrirspurnir og hvatningar frá barnafólki um barna- og vaxtabótakerfið. Ég fæ hins vegar mun færri um lækkun skatta. Hvað veldur því að fólk vill afhenda ríkinu fjármuni til þess að fá þá færða til baka? Eflaust spilar þar margt inn í, m.a. aftenging fólks við greiðsluskatta þar eð þeir eru sjálfkrafa dregnir frá launum fyrir útborgun. Stór ástæða er væntanlega áhersla á og áróður stjórnmálamanna fyrir millifærslukerfi í stað lækkunar og einföldunar skatta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnt að því að beina stuðningi annað en í bótakerfin við litlar og lágstemmdar undirtektir. Ég fagna forgangsröðun stjórnvalda í þágu fjölskyldna og áherslu fjármála- og efnahagsráðherra á aðhald og hagræðingu á móti. Tiltekt í ríkisfjármálunum er enda lykilatriði ef markmiðið er að draga úr verðbólgu. Það væri samt óskandi að fleiri kölluðu eftir yfirráðum sjálfsaflafjár síns í stað þess að komast á millifærslulista ríkisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun