Er endilega sælla að þiggja? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. mars 2024 09:01 Það er ástæða til að fagna því að á dögunum hafi náðst kjarasamningar fyrir stóran hluta launafólks, og það til fjögurra ára. Það er sjaldséður árangur hér á landi. Það er erfitt að setja verðmiða á stöðugleikann sem fylgir vonandi í kjölfarið. Óhætt að segja að hann geti skipt sköpum fyrir fólk og fyrirtæki. Það er hins vegar ástæða til að setja spurningamerki við nýja normið sem aðkoma stjórnvalda er orðin að slíkum samningum. Aðkoma sem endurspeglast í sameiginlegum tilkynningum og myndatökum vegna því sem á að heita samningar aðila vinnumarkaðarins. Það er þó ekki meginefni þessarar greinar. Ekki heldur að hið opinbera telji fjármunum vel varið í að niðurgreiða skólamáltíðir að fullu fyrir börnin mín. Á blaðamannafundi þar sem stjórnvöld og fulltrúi sveitarfélaga kynntu aðgerðir sínar í tengslum við samningana þótti tilefni til að gleðjast sérstaklega yfir fjölgun bótaþega barnabótakerfisins. Stjórnvöld lögðu ríka áherslu á barnafólk í þeim aðgerðum sem kynntar voru og undirrituð tekur heilshugar undir brýna þörf þar. Við þurfum að halda vel utan um barnafjölskyldur sem hafa tekist á við erfiðleika, ekki hvað síst í dagvistunarmálum. Sjálfstæðismenn hafa t.a.m. lagt áherslu á að hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna og er það mjög jákvætt skref. Þakið hefur enda staðið í stað um árabil og er úr takti við laun og verðlag. Millifærsla frá ríkinu í stað skattalækkana Ég fæ reglulega fyrirspurnir og hvatningar frá barnafólki um barna- og vaxtabótakerfið. Ég fæ hins vegar mun færri um lækkun skatta. Hvað veldur því að fólk vill afhenda ríkinu fjármuni til þess að fá þá færða til baka? Eflaust spilar þar margt inn í, m.a. aftenging fólks við greiðsluskatta þar eð þeir eru sjálfkrafa dregnir frá launum fyrir útborgun. Stór ástæða er væntanlega áhersla á og áróður stjórnmálamanna fyrir millifærslukerfi í stað lækkunar og einföldunar skatta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnt að því að beina stuðningi annað en í bótakerfin við litlar og lágstemmdar undirtektir. Ég fagna forgangsröðun stjórnvalda í þágu fjölskyldna og áherslu fjármála- og efnahagsráðherra á aðhald og hagræðingu á móti. Tiltekt í ríkisfjármálunum er enda lykilatriði ef markmiðið er að draga úr verðbólgu. Það væri samt óskandi að fleiri kölluðu eftir yfirráðum sjálfsaflafjár síns í stað þess að komast á millifærslulista ríkisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Efnahagsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Það er ástæða til að fagna því að á dögunum hafi náðst kjarasamningar fyrir stóran hluta launafólks, og það til fjögurra ára. Það er sjaldséður árangur hér á landi. Það er erfitt að setja verðmiða á stöðugleikann sem fylgir vonandi í kjölfarið. Óhætt að segja að hann geti skipt sköpum fyrir fólk og fyrirtæki. Það er hins vegar ástæða til að setja spurningamerki við nýja normið sem aðkoma stjórnvalda er orðin að slíkum samningum. Aðkoma sem endurspeglast í sameiginlegum tilkynningum og myndatökum vegna því sem á að heita samningar aðila vinnumarkaðarins. Það er þó ekki meginefni þessarar greinar. Ekki heldur að hið opinbera telji fjármunum vel varið í að niðurgreiða skólamáltíðir að fullu fyrir börnin mín. Á blaðamannafundi þar sem stjórnvöld og fulltrúi sveitarfélaga kynntu aðgerðir sínar í tengslum við samningana þótti tilefni til að gleðjast sérstaklega yfir fjölgun bótaþega barnabótakerfisins. Stjórnvöld lögðu ríka áherslu á barnafólk í þeim aðgerðum sem kynntar voru og undirrituð tekur heilshugar undir brýna þörf þar. Við þurfum að halda vel utan um barnafjölskyldur sem hafa tekist á við erfiðleika, ekki hvað síst í dagvistunarmálum. Sjálfstæðismenn hafa t.a.m. lagt áherslu á að hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna og er það mjög jákvætt skref. Þakið hefur enda staðið í stað um árabil og er úr takti við laun og verðlag. Millifærsla frá ríkinu í stað skattalækkana Ég fæ reglulega fyrirspurnir og hvatningar frá barnafólki um barna- og vaxtabótakerfið. Ég fæ hins vegar mun færri um lækkun skatta. Hvað veldur því að fólk vill afhenda ríkinu fjármuni til þess að fá þá færða til baka? Eflaust spilar þar margt inn í, m.a. aftenging fólks við greiðsluskatta þar eð þeir eru sjálfkrafa dregnir frá launum fyrir útborgun. Stór ástæða er væntanlega áhersla á og áróður stjórnmálamanna fyrir millifærslukerfi í stað lækkunar og einföldunar skatta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnt að því að beina stuðningi annað en í bótakerfin við litlar og lágstemmdar undirtektir. Ég fagna forgangsröðun stjórnvalda í þágu fjölskyldna og áherslu fjármála- og efnahagsráðherra á aðhald og hagræðingu á móti. Tiltekt í ríkisfjármálunum er enda lykilatriði ef markmiðið er að draga úr verðbólgu. Það væri samt óskandi að fleiri kölluðu eftir yfirráðum sjálfsaflafjár síns í stað þess að komast á millifærslulista ríkisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun