Bjartsýn á að þeim takist að koma öllum dvalarleyfishöfum í skjól Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2024 13:00 María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp er stödd í Kaíró þar sem hún heldur áfram að aðstoða palestínskt fólk með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar að komast út af Gasa. Vísir/Vilhelm/Vísir/Getty Tvær íslenskar konur, sem eru úti í Kaíró í sjálfboðaliðastarfi, eru bjartsýnar á að þeim takist á næstu dögum að bjarga þeim sem hafa dvalarleyfi á Íslandi, og enn eru fastir á Gasa, út af svæðinu. Þær hafi í dag komið öllum 49 dvalarleyfishöfunum á svokallaðan landamæralista. Síðastliðinn föstudag lenti hópur 72 Palestínumanna á Keflavíkurflugvelli en þriggja manna sendinefnd utanríkisráðuneytisins og utanríkisráðherra tókst með diplómatískum leiðum í síðustu viku að koma þessum stóra hópi yfir Rafah-landamærastöðina og voru miklir fagnaðarfundir þegar fjölskyldur sameinuðust í Reykjavík fyrir helgi. Gleðin réði ríkjum þegar fjölskyldur sameinuðustu síðastliðin föstudag.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld lögðu fram lista með nöfnum dvalarleyfishafanna í febrúar en frá því sá listi var lagður fram hefur þeim fjölgað sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar en það er einkum vegna þeirra sem tvær íslenskar konur eru enn í sjálfboðavinnu úti í Kaíró í Egyptalandi. „Við erum svona að fara að huga að því ljúka okkar aðkomu að þessu verkefni í ljósi þess að þessir dvalarleyfishafar eru nú flestir komnir. Íslensk stjórnvöld skildu eftir hluta af þeim hópi og það er nú ástæðan fyrir því að við erum hér enn en okkur hefur tekist núna með þeim sem komust á lista í dag að ná 49 einstaklingum sem voru utan þessa lista íslenskra stjórnvalda,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sjálfboðaliði. Hún er bjartsýn á að á næstu dögum komist fólkið yfir landamærin en hún segir að vanalega taki það um viku til tíu daga fyrir fólk að fá leyfi til að komast yfir landamærin frá því nöfn þeirra komast á lista. Hún segist fegin að stór hópur hafi komist til Íslands á dögunum en skilur ekki hvers vegna stjórnvöld hafi ekki hjálpað öllum. „Það er náttúrulega stórkostlega ámælisvert að íslensk stjórnvöld hafi farið heim án þess að tryggja öryggi þessa fólks, og þessa hóps og án þess að gefa nokkuð út um það hvort þau hafi í hyggju að snúa til baka eða stuðla með einhverum hætti að því að þau kæmust í öruggt skjól.“ Palestína Egyptaland Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32 Palestínskar fjölskyldur í skýjunum með langþráða endurfundi Fjölskyldur Palestínumannanna sem komu frá Gasa til Íslands í dag bíða óþreyjufull eftir að sjá ástvini sína eftir margra ára aðskilnað í tilfelli þeirra margra í húsnæði á vegum Rauða krossins í Reykjavík. 8. mars 2024 18:01 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Síðastliðinn föstudag lenti hópur 72 Palestínumanna á Keflavíkurflugvelli en þriggja manna sendinefnd utanríkisráðuneytisins og utanríkisráðherra tókst með diplómatískum leiðum í síðustu viku að koma þessum stóra hópi yfir Rafah-landamærastöðina og voru miklir fagnaðarfundir þegar fjölskyldur sameinuðust í Reykjavík fyrir helgi. Gleðin réði ríkjum þegar fjölskyldur sameinuðustu síðastliðin föstudag.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld lögðu fram lista með nöfnum dvalarleyfishafanna í febrúar en frá því sá listi var lagður fram hefur þeim fjölgað sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar en það er einkum vegna þeirra sem tvær íslenskar konur eru enn í sjálfboðavinnu úti í Kaíró í Egyptalandi. „Við erum svona að fara að huga að því ljúka okkar aðkomu að þessu verkefni í ljósi þess að þessir dvalarleyfishafar eru nú flestir komnir. Íslensk stjórnvöld skildu eftir hluta af þeim hópi og það er nú ástæðan fyrir því að við erum hér enn en okkur hefur tekist núna með þeim sem komust á lista í dag að ná 49 einstaklingum sem voru utan þessa lista íslenskra stjórnvalda,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sjálfboðaliði. Hún er bjartsýn á að á næstu dögum komist fólkið yfir landamærin en hún segir að vanalega taki það um viku til tíu daga fyrir fólk að fá leyfi til að komast yfir landamærin frá því nöfn þeirra komast á lista. Hún segist fegin að stór hópur hafi komist til Íslands á dögunum en skilur ekki hvers vegna stjórnvöld hafi ekki hjálpað öllum. „Það er náttúrulega stórkostlega ámælisvert að íslensk stjórnvöld hafi farið heim án þess að tryggja öryggi þessa fólks, og þessa hóps og án þess að gefa nokkuð út um það hvort þau hafi í hyggju að snúa til baka eða stuðla með einhverum hætti að því að þau kæmust í öruggt skjól.“
Palestína Egyptaland Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32 Palestínskar fjölskyldur í skýjunum með langþráða endurfundi Fjölskyldur Palestínumannanna sem komu frá Gasa til Íslands í dag bíða óþreyjufull eftir að sjá ástvini sína eftir margra ára aðskilnað í tilfelli þeirra margra í húsnæði á vegum Rauða krossins í Reykjavík. 8. mars 2024 18:01 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Yndisleg stund sem allir sem eigi fjölskyldur hljóti að skilja Rúmlega sjötíu manna hópur frá Gasa lenti á Keflavíkurflugvelli í dag og hitti loks ástvini og fjölskyldur á Íslandi. Aðstandendur mættu með blóm og í sínu fínasta pússi til að taka á móti fólkinu sínu en þeir þurftu þó að bíða í dágóðan tíma. Baráttufeðgin segja allt fjölskyldufólk á Íslandi hljóta að sjá fegurðina í sameiningu fjölskyldna eftir margra ára aðskilnað. 9. mars 2024 07:32
Palestínskar fjölskyldur í skýjunum með langþráða endurfundi Fjölskyldur Palestínumannanna sem komu frá Gasa til Íslands í dag bíða óþreyjufull eftir að sjá ástvini sína eftir margra ára aðskilnað í tilfelli þeirra margra í húsnæði á vegum Rauða krossins í Reykjavík. 8. mars 2024 18:01