Lingard-æði í Suður-Kóreu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2024 19:16 Jesse Lingard er mættur til Suður-Kóreu. MB Media/Getty Images Knattspyrnuferill Jesse Lingard var á hraðri niðurleið undir lok síðasta árs. Ekkert lið vildi semja við þennan 31 árs gamla sóknarþenkjandi leikmann og það virtist sem eini möguleikinn væri að setja skóna upp á hillu. Það er þangað til það barst tilboð frá Suður-Kóreu. Lingard er uppalinn hjá Manchester United og átti að mörgu leyti fínan feril með liðinu. Hann var einnig lánaður hingað og þangað en skipti endanlega til Nottingham Forest fyrir síðustu leiktíð. Hann náði ekki að sýna sínar bestu hliðar þó svo að Forest hafi haldið sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Síðan gekk allt á afturfótunum hjá Lingard, það er þangað til hann samdi við FC Seúl í Suður-Kóreu í upphafi þessa árs. Síðan hefur Lingard-æði gripið um sig í landinu. 'The Lingard Zone' selling only No 10 shirts Tickets gone in 2mins 30secs Average attendance doubled FC Seoul's YouTube channel viewing figures up 800%Jesse Lingard might be a forgotten man in England but he is box office in South Korea, as @stujames75 witnessed....— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 11, 2024 Í aðdraganda fyrsta heimaleiks Lingard með FC Seúl var sett upp svokallað „The Lingard Zone“ fyrir utan heimavöll liðsins. Markmiðið var að reyna anna eftirspurn á varningi tengdum Lingard. Þá aðallega treyjum með nafni hans og númerinu 10 á bakinu. Fólk var mætt í röð fjórum tímum áður en leikurinn hófst. FC Seúl hafði mætt Gwangju á útivelli í 1. umferð deildarinnar, þar seldust allir 7805 miðarnir upp á tveimur og hálfri mínútu. Í fyrsta heimaleiknum – þar sem vitað var að Lingard myndi ekki byrja út af skorti á leikæfingu – voru samtals nærri 52 þúsund manns mætt. Það eru tvöfalt fleiri en voru að meðaltali á leikjum liðsins á síðustu leiktíð. Over 50,000 fans showed up to watch Jesse Lingard s FC Seoul debut on Sunday pic.twitter.com/2pnMXVsIvu— B/R Football (@brfootball) March 11, 2024 The Athletic var á staðnum til að fjalla um Lingard-æðið. Þar segir einnig að áhorf á Youtube-rás félagsins hafi aukist um 800 prósent. Þá er FC Seúl fyrsta liðið í K-League, efstu deild landsins, til að vera með fleiri en 100 þúsund áskrifendur á Youtube. Því miður fyrir FC Seúl, sem er að flestra mati stærsta lið Suður-Kóreu, þá gerði liðið markalaust jafntefli við Incheon United í fyrsta heimaleik Lingards. Að þessu sinni lék Englendingurinn 60 mínútur en í 2-0 tapinu gegn Gwangju lék hann aðeins 13 og fékk gult spjald í uppbótartíma. Næst er bara að spila heilan leik og ná í eins og einn sigur áður en illa fer. Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Sjá meira
Lingard er uppalinn hjá Manchester United og átti að mörgu leyti fínan feril með liðinu. Hann var einnig lánaður hingað og þangað en skipti endanlega til Nottingham Forest fyrir síðustu leiktíð. Hann náði ekki að sýna sínar bestu hliðar þó svo að Forest hafi haldið sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Síðan gekk allt á afturfótunum hjá Lingard, það er þangað til hann samdi við FC Seúl í Suður-Kóreu í upphafi þessa árs. Síðan hefur Lingard-æði gripið um sig í landinu. 'The Lingard Zone' selling only No 10 shirts Tickets gone in 2mins 30secs Average attendance doubled FC Seoul's YouTube channel viewing figures up 800%Jesse Lingard might be a forgotten man in England but he is box office in South Korea, as @stujames75 witnessed....— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 11, 2024 Í aðdraganda fyrsta heimaleiks Lingard með FC Seúl var sett upp svokallað „The Lingard Zone“ fyrir utan heimavöll liðsins. Markmiðið var að reyna anna eftirspurn á varningi tengdum Lingard. Þá aðallega treyjum með nafni hans og númerinu 10 á bakinu. Fólk var mætt í röð fjórum tímum áður en leikurinn hófst. FC Seúl hafði mætt Gwangju á útivelli í 1. umferð deildarinnar, þar seldust allir 7805 miðarnir upp á tveimur og hálfri mínútu. Í fyrsta heimaleiknum – þar sem vitað var að Lingard myndi ekki byrja út af skorti á leikæfingu – voru samtals nærri 52 þúsund manns mætt. Það eru tvöfalt fleiri en voru að meðaltali á leikjum liðsins á síðustu leiktíð. Over 50,000 fans showed up to watch Jesse Lingard s FC Seoul debut on Sunday pic.twitter.com/2pnMXVsIvu— B/R Football (@brfootball) March 11, 2024 The Athletic var á staðnum til að fjalla um Lingard-æðið. Þar segir einnig að áhorf á Youtube-rás félagsins hafi aukist um 800 prósent. Þá er FC Seúl fyrsta liðið í K-League, efstu deild landsins, til að vera með fleiri en 100 þúsund áskrifendur á Youtube. Því miður fyrir FC Seúl, sem er að flestra mati stærsta lið Suður-Kóreu, þá gerði liðið markalaust jafntefli við Incheon United í fyrsta heimaleik Lingards. Að þessu sinni lék Englendingurinn 60 mínútur en í 2-0 tapinu gegn Gwangju lék hann aðeins 13 og fékk gult spjald í uppbótartíma. Næst er bara að spila heilan leik og ná í eins og einn sigur áður en illa fer.
Fótbolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Sjá meira