Besta sætið: Engar afsakanir lengur hjá Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2024 09:00 Valur mætir ÍA í 1. umferð Bestu deildar karla sunnudaginn 7. apríl. vísir/hulda margrét Ekkert annað en Íslandsmeistaratitill kemur til greina hjá Valsmönnum í sumar. Þetta segja Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson. Atli Viðar og Baldur voru gestir í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem fjallað var um Bestu deild karla. Valur endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, á því fyrsta undir stjórn Arnars Grétarssonar, en stefnir á að stíga stærsta skrefið í sumar og verða Íslandsmeistarar. Og ekkert annað er í boði fyrir lið með þennan leikmannahóp. „Þetta er annar séns og í raun lokaséns fyrir þetta lið til að vinna því þessu er púslað saman til að ná árangri strax. Auðvitað eru þeir með allt til alls. Þetta er frábærlega mannað lið. Það eru í raun engar afsakanir lengur. Þetta lið þarf að ná árangri og sækja titil,“ sagði Atli Viðar. „Mér fannst það mjög áhugavert að í þættinum hans Baldurs [Lengsta undirbúningstímabil í heimi] er Arnar Grétarsson mjög hreinskilinn með það að hann langar í titil og vantar titil. Það að hann hafi minnst á það er áhugavert. Það er í raun ekkert en titill sem kemur til greina á Hlíðarenda.“ Vantar varnarmiðjumann Hlynur Freyr Karlsson átti stórgott tímabil með Val í fyrra en er farinn til Haugasunds í Noregi. Valsmenn seldu einnig Birki Heimisson til Þórs, Haukur Páll Sigurðsson er hættur og eru þunnskipaðir í stöðu aftasta miðjumanns. „Þeir eru 3-0 undir í þessari stöðu. Við skulum gefa Hauki Páli virðingu, hann er hættur og hefur verið þeirra besti maður í þessari stöðu í hundrað ár,“ sagði Baldur. „Þetta er áhyggjuefnið. Það er búið að ræða þetta í allan vetur. Þá er búið að vanta þetta lengi og sérstaklega eftir að Birkir fór, þá urðu raddirnar enn háværari. Ef Gylfi [Þór Sigurðsson] kemur - sem væri frábært fyrir Val og deildina - er fjármagnið þá búið? Ætla þeir þá að gera það besta með þeim miðjumönnum sem þeir eru með?“ Baldur sagði að Arnar gæti einnig notað Elfar Frey Helgason á miðjunni sem og Jakob Franz Pálsson sem lék með KR í fyrra. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Valur Besta sætið Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Atli Viðar og Baldur voru gestir í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem fjallað var um Bestu deild karla. Valur endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili, á því fyrsta undir stjórn Arnars Grétarssonar, en stefnir á að stíga stærsta skrefið í sumar og verða Íslandsmeistarar. Og ekkert annað er í boði fyrir lið með þennan leikmannahóp. „Þetta er annar séns og í raun lokaséns fyrir þetta lið til að vinna því þessu er púslað saman til að ná árangri strax. Auðvitað eru þeir með allt til alls. Þetta er frábærlega mannað lið. Það eru í raun engar afsakanir lengur. Þetta lið þarf að ná árangri og sækja titil,“ sagði Atli Viðar. „Mér fannst það mjög áhugavert að í þættinum hans Baldurs [Lengsta undirbúningstímabil í heimi] er Arnar Grétarsson mjög hreinskilinn með það að hann langar í titil og vantar titil. Það að hann hafi minnst á það er áhugavert. Það er í raun ekkert en titill sem kemur til greina á Hlíðarenda.“ Vantar varnarmiðjumann Hlynur Freyr Karlsson átti stórgott tímabil með Val í fyrra en er farinn til Haugasunds í Noregi. Valsmenn seldu einnig Birki Heimisson til Þórs, Haukur Páll Sigurðsson er hættur og eru þunnskipaðir í stöðu aftasta miðjumanns. „Þeir eru 3-0 undir í þessari stöðu. Við skulum gefa Hauki Páli virðingu, hann er hættur og hefur verið þeirra besti maður í þessari stöðu í hundrað ár,“ sagði Baldur. „Þetta er áhyggjuefnið. Það er búið að ræða þetta í allan vetur. Þá er búið að vanta þetta lengi og sérstaklega eftir að Birkir fór, þá urðu raddirnar enn háværari. Ef Gylfi [Þór Sigurðsson] kemur - sem væri frábært fyrir Val og deildina - er fjármagnið þá búið? Ætla þeir þá að gera það besta með þeim miðjumönnum sem þeir eru með?“ Baldur sagði að Arnar gæti einnig notað Elfar Frey Helgason á miðjunni sem og Jakob Franz Pálsson sem lék með KR í fyrra. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Valur Besta sætið Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira