Taka Bændasamtökin þátt í baráttunni fyrir stöðugleika? Ólafur Stephensen skrifar 13. mars 2024 09:00 Við undirritun kjarasamninga í desember 2022 gerðu Félag atvinnurekenda og viðsemjendur þess innan Alþýðusambands Íslands sérstaka bókun um að aðilar myndu í sameiningu óska eftir því við stjórnvöld að farið yrði í vinnu við að lækka og afnema tolla í þágu neytenda. Lækkun tolla væri ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega og draga úr verðbólgu. Að mati samningsaðila hefði verið góð byrjun að afnema tolla, sem vernda enga hefðbundna landbúnaðarframleiðslu. Í framhaldinu efndu FA og stéttarfélögin til funda með matvælaráðherra og fjármálaráðherra. Þau fundahöld skiluðu engum árangri þótt undirtektir væru jákvæðar; engar tollalækkanir komu til framkvæmda. Stjórnvöld mega hins vegar eiga það að á sama tíma urðu þau ekki við kröfum Bændasamtaka Íslands, sem settar voru fram í viðræðum um endurskoðun búvörusamninga, um að tollar yrðu hækkaðir. Víðtæk samstaða í baráttu við verðbólgu Nú hafa náðst víðtækir samningar á vinnumarkaði um hóflegar hækkanir launa, sem hafa að markmiði að ná niður verðbólgunni og stuðla þannig jafnframt að því að Seðlabankinn geti lækkað vexti í landinu. Slíkur stöðugleiki er gríðarlegt hagsmunamál bæði heimila og fyrirtækja. Hátt vaxtastig þyngir greiðslubyrði heimila og hefur bitnað illa á rekstri og afkomu fjölda fyrirtækja, ekki sízt þeirra smærri. Ríkið og sveitarfélögin hafa komið að borðinu með fyrirheit um að halda gjaldskrárhækkunum í skefjum. Mörg fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til að koma í veg fyrir verðhækkanir. Flest skuldsett fyrirtæki eiga mikið undir því að ná vöxtunum niður. Þetta á við um rekstur bænda rétt eins og annarra minni og meðalstórra atvinnurekenda. Það kemur því á óvart að heyra nýkjörinn formann Bændasamtaka Íslands leggja til stjórnvaldsaðgerðir sem myndu hækka verðlag á nauðsynjum og þar með draga úr svigrúmi Seðlabankans til vaxtalækkana. Hærri tolla – án umhugsunar Í viðtali við Bændablaðið er Trausti Hjálmarsson, formaður BÍ, beðinn að nefna eitt atriði sem hann vildi breyta í starfsumhverfi landbúnaðarins ef hann hefði fullkomið vald til þess. Hann segir „án umhugsunar“ að það væri tollaumhverfið. „Það verður að viðurkenna sem fyrst tollverndina sem hluta af starfsskilyrðum landbúnaðarins og endurskoða það sem okkur er boðið upp á þar,“ segir Trausti. Hækkun tolla – sem er væntanlega það sem Trausti á við með endurskoðun – þjónar þeim eina tilgangi að hækka verð á innfluttri vöru til þess að gera innlendum framleiðendum kleift að hækka verð á sinni vöru. „Endurskoðun“ tollverndarinnar myndi því leiða af sér hærra matarverð fyrir fjölskyldur í landinu. Slíkar aðgerðir kynda undir verðbólgu og draga úr líkum á því að Seðlabankinn lækki vexti – en vaxtalækkun er einmitt eitt stærsta hagsmunamál skuldsettra bænda. Formaður Bændasamtakanna hefði því mögulega átt að gefa sér örlítið lengri umhugsunartíma áður en hann svaraði spurningu Bændablaðsins. Bændasamtökin hljóta að vilja taka þátt í að ná niður verðlagi í landinu og þar með vaxtastiginu – eða er það ekki annars? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Landbúnaður Verðlag Skattar og tollar Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við undirritun kjarasamninga í desember 2022 gerðu Félag atvinnurekenda og viðsemjendur þess innan Alþýðusambands Íslands sérstaka bókun um að aðilar myndu í sameiningu óska eftir því við stjórnvöld að farið yrði í vinnu við að lækka og afnema tolla í þágu neytenda. Lækkun tolla væri ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega og draga úr verðbólgu. Að mati samningsaðila hefði verið góð byrjun að afnema tolla, sem vernda enga hefðbundna landbúnaðarframleiðslu. Í framhaldinu efndu FA og stéttarfélögin til funda með matvælaráðherra og fjármálaráðherra. Þau fundahöld skiluðu engum árangri þótt undirtektir væru jákvæðar; engar tollalækkanir komu til framkvæmda. Stjórnvöld mega hins vegar eiga það að á sama tíma urðu þau ekki við kröfum Bændasamtaka Íslands, sem settar voru fram í viðræðum um endurskoðun búvörusamninga, um að tollar yrðu hækkaðir. Víðtæk samstaða í baráttu við verðbólgu Nú hafa náðst víðtækir samningar á vinnumarkaði um hóflegar hækkanir launa, sem hafa að markmiði að ná niður verðbólgunni og stuðla þannig jafnframt að því að Seðlabankinn geti lækkað vexti í landinu. Slíkur stöðugleiki er gríðarlegt hagsmunamál bæði heimila og fyrirtækja. Hátt vaxtastig þyngir greiðslubyrði heimila og hefur bitnað illa á rekstri og afkomu fjölda fyrirtækja, ekki sízt þeirra smærri. Ríkið og sveitarfélögin hafa komið að borðinu með fyrirheit um að halda gjaldskrárhækkunum í skefjum. Mörg fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum til að koma í veg fyrir verðhækkanir. Flest skuldsett fyrirtæki eiga mikið undir því að ná vöxtunum niður. Þetta á við um rekstur bænda rétt eins og annarra minni og meðalstórra atvinnurekenda. Það kemur því á óvart að heyra nýkjörinn formann Bændasamtaka Íslands leggja til stjórnvaldsaðgerðir sem myndu hækka verðlag á nauðsynjum og þar með draga úr svigrúmi Seðlabankans til vaxtalækkana. Hærri tolla – án umhugsunar Í viðtali við Bændablaðið er Trausti Hjálmarsson, formaður BÍ, beðinn að nefna eitt atriði sem hann vildi breyta í starfsumhverfi landbúnaðarins ef hann hefði fullkomið vald til þess. Hann segir „án umhugsunar“ að það væri tollaumhverfið. „Það verður að viðurkenna sem fyrst tollverndina sem hluta af starfsskilyrðum landbúnaðarins og endurskoða það sem okkur er boðið upp á þar,“ segir Trausti. Hækkun tolla – sem er væntanlega það sem Trausti á við með endurskoðun – þjónar þeim eina tilgangi að hækka verð á innfluttri vöru til þess að gera innlendum framleiðendum kleift að hækka verð á sinni vöru. „Endurskoðun“ tollverndarinnar myndi því leiða af sér hærra matarverð fyrir fjölskyldur í landinu. Slíkar aðgerðir kynda undir verðbólgu og draga úr líkum á því að Seðlabankinn lækki vexti – en vaxtalækkun er einmitt eitt stærsta hagsmunamál skuldsettra bænda. Formaður Bændasamtakanna hefði því mögulega átt að gefa sér örlítið lengri umhugsunartíma áður en hann svaraði spurningu Bændablaðsins. Bændasamtökin hljóta að vilja taka þátt í að ná niður verðlagi í landinu og þar með vaxtastiginu – eða er það ekki annars? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun