Orkunýtni er alltaf fyrsta val Jóna Bjarnadóttir skrifar 14. mars 2024 10:02 Við Íslendingar höfum lengi búið við þann munað að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort við fáum straum þegar við stingum í samband. Næg og ódýr orka hefur valdið ýmsum ósiðum, til dæmis opnum við glugga upp á gátt til að lofta út þótt við þurfum þá að kynda enn meira. Mörg okkar hafa líka gjarnan ljós kveikt í öllum herbergjum, líka þeim mannlausu. Orkuþörf íbúanna í landi hreinnar og öruggrar orku hefur ávallt verið uppfyllt. En jafnvel þótt gnótt sé orku ber okkur skylda til að umgangast orkuauðlindirnar af virðingu og með því hugarfari að þær séu með dýrmætustu auðlindum þjóðarinnar. Ísland á aðild að yfirlýsingu um endurnýjanlega orku og orkunýtni sem fjallar um að unnið verði að því að þrefalda uppsett afl af endurnýjanlegri orku og tvöfalda hraða aðgerða til bættrar orkunýtni á heimsvísu. Þriðja lykilatriðið í þeirri yfirlýsingu er að bætt orkunýtni verði fyrsti valkostur. Með því er vísað til þess að við þurfum ávallt að horfa til allra mögulegra leiða til að nýta betur þá orku og orkuauðlindir sem við höfum til umráða áður en við horfum til annarra orkukosta. Bætt nýtni eykur framboð Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, víkur aldrei frá því markmiði sínu að hámarka nýtingu orkuauðlindanna sem okkur hefur verið trúað fyrir. Bætt orkunýtni eykur framboð af raforku og dregur þannig úr þörf á virkjunum, þótt vissulega nægi bætt nýtni ekki ein og sér til að mæta orkuþörf framtíðar. Fyrirsjáanleiki í bæði framboði og eftirspurn raforku er mikilvægur. Við leitumst við að nýta fjárfestingar þjóðarinnar í orkumannvirkjum sem allra best og hámarka nýtingu á þeim svæðum sem tekin eru undir orkuvinnslu. Við notum miðlunarlón til að jafna sveiflur á milli árstíða og höfum náð að bregðast við auknu rennsli, sem rekja má til hlýnunar, gegnum virkjanir okkar. Við þurfum sífellt að aðlaga okkur að náttúrulegum breytileika, til dæmis að jafna árstíðabundnar sveiflur í úrkomu og rennsli á milli ára. Þetta samspil getur verið nokkuð flókið en frábært starfsfólk Landsvirkjunar gerir allt sem hægt er til að tryggja að það komi straumur þegar stungið er í samband. Sumt auðsótt, annað ekki Á síðasta ári var skýrt frá niðurstöðum erlends ráðgjafarfyrirtækis sem greindi tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi. Þau tækifæri reyndust sannarlega mörg og fjölbreytileg, en afar misjafnt er hversu auðsótt er að hrinda þeim í framkvæmd. Auðsóttu tækifærin liggja flest í fjölbreyttum geirum verslunar og þjónustu. Þau felast í lýsingu og rekstri bygginga svo sem skóla, sjúkrahúsa og skrifstofubygginga, kælingu í smásöluverslunum og ýmissi notkun raftækja, s.s. þvottavéla í þvottahúsum, ofna í bakaríum o.s.frv. Ef hagkvæmasti háttur væri ætíð hafður á mætti draga úr notkun um 356 GWst á ári. Það jafngildir um 10% af notkun heimila og smærri fyrirtækja á ári hverju, þ.e. allra nema stórnotenda. Og jafngildir líka orkunni frá hálfri Hvammsvirkjun. Það munar um minna! Þá er bent á leiðir til að spara 800 GWst til viðbótar á næstu 10 árum. Það er mun torsóttara, en samt talið framkvæmanlegt. Hér munar mestu um nýtingu glatvarma í iðnaði og endurskoðun á nýtingu rafmagns til húshitunar, t.d. með því að færa sig yfir í varmadælur eða jarðhita. Í þessum flokki þarf að grípa til kostnaðarsamra aðgerða og tæknin í sumum tilvikum jafnvel ekki fullþróuð. Atbeina stjórnvalda þarf til, með hvata og stuðning. Betur má ef duga skal Aukið framboð raforku er nauðsynlegt til að tryggja orkuöryggi, ná loftslagsmarkmiðum og knýja áfram orkuskipti. Einnig til að mæta vaxandi orkuþörf samfélags, fólksfjölgun og grænni atvinnuuppbyggingu. Bætt nýting raforku dregur úr þörf á nýjum virkjunum. En hve langt munu þessar aðgerðir, ef þær raungerast, skila okkur? Ef horft er til raforkuspár Landsnets er ljóst að orkuþörf til náinnar framtíðar verður ekki uppfyllt nema með nýjum virkjunum samhliða bættri nýtingu auðlinda. Við hjá Landsvirkjun áformum að taka tvær nýjar virkjanir í notkun og vinna að stækkun tveggja núverandi virkjana fyrir árið 2030. Þessar framkvæmdir geta skilað 1.750 GWst. Auðsótt tækifæri til orkunýtni gætu skilað 356 GWst til viðbótar. Miðað við raforkuspá Landsnets vantar þá enn um 1.000 GWst, sem jafnast á við Blöndustöð. Ef við horfum fimm árum lengra fram í tímann, eða til 2035, þá myndi bætt orkunýtni, sú torsótta en samt framkvæmanlega, skila um 800 GWst til viðbótar. Þær 800 GWst jafngilda þó aðeins um 23% af aukinni orkuþörf á tímabilinu 2030-2035. Orkuframleiðendur verða að útvega það sem upp á vantar eða um 2.500 GWst. Þetta er engin óyfirstíganleg stærð. Vissulega þarf að láta hendur standa fram úr ermum, en þetta er vel framkvæmanlegt ef það er vilji samfélagsins. Raforka er einstök vara og við búum við einstakt raforkukerfi, sem aðrar þjóðir horfa til. Orkunýtni þarf alltaf að vera okkar fyrsta val. Við nýtum auðlindirnar vel og þekkjum nú hvar tækifæri bættrar orkunýtni liggja og hve stór þau eru. Við sjáum að með bættri orkunýtni og aukinni orkuvinnslu er vel framkvæmanlegt að tryggja framboð sem dugar fyrir komandi orkuskipti, vöxt í samfélaginu og stuðla þannig að áframhaldandi raforkuöryggi hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum lengi búið við þann munað að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort við fáum straum þegar við stingum í samband. Næg og ódýr orka hefur valdið ýmsum ósiðum, til dæmis opnum við glugga upp á gátt til að lofta út þótt við þurfum þá að kynda enn meira. Mörg okkar hafa líka gjarnan ljós kveikt í öllum herbergjum, líka þeim mannlausu. Orkuþörf íbúanna í landi hreinnar og öruggrar orku hefur ávallt verið uppfyllt. En jafnvel þótt gnótt sé orku ber okkur skylda til að umgangast orkuauðlindirnar af virðingu og með því hugarfari að þær séu með dýrmætustu auðlindum þjóðarinnar. Ísland á aðild að yfirlýsingu um endurnýjanlega orku og orkunýtni sem fjallar um að unnið verði að því að þrefalda uppsett afl af endurnýjanlegri orku og tvöfalda hraða aðgerða til bættrar orkunýtni á heimsvísu. Þriðja lykilatriðið í þeirri yfirlýsingu er að bætt orkunýtni verði fyrsti valkostur. Með því er vísað til þess að við þurfum ávallt að horfa til allra mögulegra leiða til að nýta betur þá orku og orkuauðlindir sem við höfum til umráða áður en við horfum til annarra orkukosta. Bætt nýtni eykur framboð Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, víkur aldrei frá því markmiði sínu að hámarka nýtingu orkuauðlindanna sem okkur hefur verið trúað fyrir. Bætt orkunýtni eykur framboð af raforku og dregur þannig úr þörf á virkjunum, þótt vissulega nægi bætt nýtni ekki ein og sér til að mæta orkuþörf framtíðar. Fyrirsjáanleiki í bæði framboði og eftirspurn raforku er mikilvægur. Við leitumst við að nýta fjárfestingar þjóðarinnar í orkumannvirkjum sem allra best og hámarka nýtingu á þeim svæðum sem tekin eru undir orkuvinnslu. Við notum miðlunarlón til að jafna sveiflur á milli árstíða og höfum náð að bregðast við auknu rennsli, sem rekja má til hlýnunar, gegnum virkjanir okkar. Við þurfum sífellt að aðlaga okkur að náttúrulegum breytileika, til dæmis að jafna árstíðabundnar sveiflur í úrkomu og rennsli á milli ára. Þetta samspil getur verið nokkuð flókið en frábært starfsfólk Landsvirkjunar gerir allt sem hægt er til að tryggja að það komi straumur þegar stungið er í samband. Sumt auðsótt, annað ekki Á síðasta ári var skýrt frá niðurstöðum erlends ráðgjafarfyrirtækis sem greindi tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi. Þau tækifæri reyndust sannarlega mörg og fjölbreytileg, en afar misjafnt er hversu auðsótt er að hrinda þeim í framkvæmd. Auðsóttu tækifærin liggja flest í fjölbreyttum geirum verslunar og þjónustu. Þau felast í lýsingu og rekstri bygginga svo sem skóla, sjúkrahúsa og skrifstofubygginga, kælingu í smásöluverslunum og ýmissi notkun raftækja, s.s. þvottavéla í þvottahúsum, ofna í bakaríum o.s.frv. Ef hagkvæmasti háttur væri ætíð hafður á mætti draga úr notkun um 356 GWst á ári. Það jafngildir um 10% af notkun heimila og smærri fyrirtækja á ári hverju, þ.e. allra nema stórnotenda. Og jafngildir líka orkunni frá hálfri Hvammsvirkjun. Það munar um minna! Þá er bent á leiðir til að spara 800 GWst til viðbótar á næstu 10 árum. Það er mun torsóttara, en samt talið framkvæmanlegt. Hér munar mestu um nýtingu glatvarma í iðnaði og endurskoðun á nýtingu rafmagns til húshitunar, t.d. með því að færa sig yfir í varmadælur eða jarðhita. Í þessum flokki þarf að grípa til kostnaðarsamra aðgerða og tæknin í sumum tilvikum jafnvel ekki fullþróuð. Atbeina stjórnvalda þarf til, með hvata og stuðning. Betur má ef duga skal Aukið framboð raforku er nauðsynlegt til að tryggja orkuöryggi, ná loftslagsmarkmiðum og knýja áfram orkuskipti. Einnig til að mæta vaxandi orkuþörf samfélags, fólksfjölgun og grænni atvinnuuppbyggingu. Bætt nýting raforku dregur úr þörf á nýjum virkjunum. En hve langt munu þessar aðgerðir, ef þær raungerast, skila okkur? Ef horft er til raforkuspár Landsnets er ljóst að orkuþörf til náinnar framtíðar verður ekki uppfyllt nema með nýjum virkjunum samhliða bættri nýtingu auðlinda. Við hjá Landsvirkjun áformum að taka tvær nýjar virkjanir í notkun og vinna að stækkun tveggja núverandi virkjana fyrir árið 2030. Þessar framkvæmdir geta skilað 1.750 GWst. Auðsótt tækifæri til orkunýtni gætu skilað 356 GWst til viðbótar. Miðað við raforkuspá Landsnets vantar þá enn um 1.000 GWst, sem jafnast á við Blöndustöð. Ef við horfum fimm árum lengra fram í tímann, eða til 2035, þá myndi bætt orkunýtni, sú torsótta en samt framkvæmanlega, skila um 800 GWst til viðbótar. Þær 800 GWst jafngilda þó aðeins um 23% af aukinni orkuþörf á tímabilinu 2030-2035. Orkuframleiðendur verða að útvega það sem upp á vantar eða um 2.500 GWst. Þetta er engin óyfirstíganleg stærð. Vissulega þarf að láta hendur standa fram úr ermum, en þetta er vel framkvæmanlegt ef það er vilji samfélagsins. Raforka er einstök vara og við búum við einstakt raforkukerfi, sem aðrar þjóðir horfa til. Orkunýtni þarf alltaf að vera okkar fyrsta val. Við nýtum auðlindirnar vel og þekkjum nú hvar tækifæri bættrar orkunýtni liggja og hve stór þau eru. Við sjáum að með bættri orkunýtni og aukinni orkuvinnslu er vel framkvæmanlegt að tryggja framboð sem dugar fyrir komandi orkuskipti, vöxt í samfélaginu og stuðla þannig að áframhaldandi raforkuöryggi hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun