Óboðinn gestur færir sig upp á skaftið á Nesinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2024 12:03 Minkurinn virðist horfa í kringum sig eins og versti þjófur. Mögulega er markmiðið að komast í hænsnabú á meðan vinnandi fólk er að heiman. Myndin er tekin við Bakkavör. Sólveig Þórhallsdóttir Íbúar á Seltjarnarnesinu hafa um árabil haft áhyggjur af mink enda kríuvarpið á Gróttu eitt einkennistákn bæjarins. Það vakti því athygli þegar sást til minks skokkandi á milli húsa í bænum í morgun. „Hann fer í fuglana, fer í varpið. Hann eyðilagði það í fyrravor og aðeins örfáar kríur sem náðu flugi. Það er ferlegt að fá hann á Nesið.“ Þetta segir Sólveig Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og íbúi á Nesinu, í samtali við Vísi. Hún var á göngu í morgun og varð vör við hreyfingu. Ekki var það köttur og því síður lítill hvolpur, þó mikið sé af á Nesinu. Minkur var á ferð og fylgdi Sólveig honum eftir vopnuð myndavél. Hún útskýrir fyrir blaðamanni að minnkurinn virðist lifa góðu lífi í fjörunni úti á Nesi þó hann sjáist sjaldan í grennd við einbýlishúsin. Mögulega sé fátt um fína drætti í fjörunni hvað snertir næringu og því sé hann farinn að taka meiri áhættu. Meðvitaður eða ekki um óvinsældir sínar á Nesinu. Minkurinn gjöreyðilagði kríuvarpið á Nesinu 2022 svo ekkert varð úr. Varpið hafði litið vel út framan af vori en úr varð lítið sem ekkert. Minknum var kennt um og skyttu nokkuri gefið skotleyfi frá Umhverfisstofnun til að fækka í minkahópnum. Úr varð að varpið í fyrra var aftur blómlegt. Óðum styttist í komu kríunnar til landsins. Hún lætur yfirleitt sjá sig öðru hvoru megin við mánaðamótin apríl maí. Fjölmargir landsmenn blóta kríunni, þessum hvíta og svarta fugli sem gaggar í hausa ef hún telur sér og sínum ógnað. Krían er hins vegar elskuð á Nesinu. „Krían er yndislegt. Hún tilheyrir Nesinu. Við viljum hafa hana og að hún fái að vera í friði,“ segir Sólveig. Hún segist vona að íbúar sem haldi hænur séu á varðbergi nú þegar minkurinn sé farinn að nánast banka upp á. Dýr Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
„Hann fer í fuglana, fer í varpið. Hann eyðilagði það í fyrravor og aðeins örfáar kríur sem náðu flugi. Það er ferlegt að fá hann á Nesið.“ Þetta segir Sólveig Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og íbúi á Nesinu, í samtali við Vísi. Hún var á göngu í morgun og varð vör við hreyfingu. Ekki var það köttur og því síður lítill hvolpur, þó mikið sé af á Nesinu. Minkur var á ferð og fylgdi Sólveig honum eftir vopnuð myndavél. Hún útskýrir fyrir blaðamanni að minnkurinn virðist lifa góðu lífi í fjörunni úti á Nesi þó hann sjáist sjaldan í grennd við einbýlishúsin. Mögulega sé fátt um fína drætti í fjörunni hvað snertir næringu og því sé hann farinn að taka meiri áhættu. Meðvitaður eða ekki um óvinsældir sínar á Nesinu. Minkurinn gjöreyðilagði kríuvarpið á Nesinu 2022 svo ekkert varð úr. Varpið hafði litið vel út framan af vori en úr varð lítið sem ekkert. Minknum var kennt um og skyttu nokkuri gefið skotleyfi frá Umhverfisstofnun til að fækka í minkahópnum. Úr varð að varpið í fyrra var aftur blómlegt. Óðum styttist í komu kríunnar til landsins. Hún lætur yfirleitt sjá sig öðru hvoru megin við mánaðamótin apríl maí. Fjölmargir landsmenn blóta kríunni, þessum hvíta og svarta fugli sem gaggar í hausa ef hún telur sér og sínum ógnað. Krían er hins vegar elskuð á Nesinu. „Krían er yndislegt. Hún tilheyrir Nesinu. Við viljum hafa hana og að hún fái að vera í friði,“ segir Sólveig. Hún segist vona að íbúar sem haldi hænur séu á varðbergi nú þegar minkurinn sé farinn að nánast banka upp á.
Dýr Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira