Ársmiðarnir rjúka út: „Það er allt brjálað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2024 16:16 Gylfi Þór hefur hresst vel upp á ársmiðasölu á Hlíðarenda. Valur Árskort á heimaleiki hjá Val í sumar rjúka út í ljósi nýjustu tíðinda. Gylfi Þór Sigurðsson samdi við félagið í morgun. Óhætt er að segja að sala á fótboltakortum hjá Knattspyrnudeild Vals hafi tekið kipp í morgun þegar félagið kynnti um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri Vals, er með karlaliði félagsins í för í æfingaferð á Spáni og hefur unnið hörðum höndum að því að ná samningum við Gylfa síðustu daga. Hann var léttur þegar Vísir sló á þráðinn síðdegis. „Það er allt brjálað og við erum að setja sölumet í ársmiðum eins og staðan er núna. Það virðist sem mannskapurinn sé spenntur fyrir komu Gylfa. Það er auðvitað ekkert skrýtið, deildin er að fara að lyftast á næsta plan með hans komu,“ segir Styrmir. Styrmir Þór Bragason er framkvæmdastjóri Vals.Valur Valsmenn eru með afslátt á ársmiðunum sem verður í gildi næstu daga og það virðist skila sér samhliða tíðindunum. Ársmiðarnir eru á 50 prósenta afslætti og kosta því aðeins 9.500 kr. sem er töluvert lægra en sést annars staðar í Bestu deildinni. „Það er algjör metsala á kortum og rauk af stað í dag þegar tilkynnt var að Gylfi væri að koma. Við vonumst auðvitað til að sjá foreldra mæta með iðkendum á völlinn. Þetta er einstakt tækifæri.“ „Ég fékk tölur í hádeginu. Við erum að sjá tölur sem við höfum aldrei séð. Það sem við seldum fyrir hádegi í dag er á við það sem við seljum á einu ári,“ segir Styrmir. Valsmenn hefja leik í Bestu deildinni þann 7. apríl er ÍA kemur í heimsókn á Hlíðarenda og kann að vera að Gylfi þreyti frumraun sína þá. Besta deildin hefst degi fyrr með leik Víkings og Stjörnunnar. Öllu mótinu verður fylgt eftir á Vísi og allir leikir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Valur Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Óhætt er að segja að sala á fótboltakortum hjá Knattspyrnudeild Vals hafi tekið kipp í morgun þegar félagið kynnti um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri Vals, er með karlaliði félagsins í för í æfingaferð á Spáni og hefur unnið hörðum höndum að því að ná samningum við Gylfa síðustu daga. Hann var léttur þegar Vísir sló á þráðinn síðdegis. „Það er allt brjálað og við erum að setja sölumet í ársmiðum eins og staðan er núna. Það virðist sem mannskapurinn sé spenntur fyrir komu Gylfa. Það er auðvitað ekkert skrýtið, deildin er að fara að lyftast á næsta plan með hans komu,“ segir Styrmir. Styrmir Þór Bragason er framkvæmdastjóri Vals.Valur Valsmenn eru með afslátt á ársmiðunum sem verður í gildi næstu daga og það virðist skila sér samhliða tíðindunum. Ársmiðarnir eru á 50 prósenta afslætti og kosta því aðeins 9.500 kr. sem er töluvert lægra en sést annars staðar í Bestu deildinni. „Það er algjör metsala á kortum og rauk af stað í dag þegar tilkynnt var að Gylfi væri að koma. Við vonumst auðvitað til að sjá foreldra mæta með iðkendum á völlinn. Þetta er einstakt tækifæri.“ „Ég fékk tölur í hádeginu. Við erum að sjá tölur sem við höfum aldrei séð. Það sem við seldum fyrir hádegi í dag er á við það sem við seljum á einu ári,“ segir Styrmir. Valsmenn hefja leik í Bestu deildinni þann 7. apríl er ÍA kemur í heimsókn á Hlíðarenda og kann að vera að Gylfi þreyti frumraun sína þá. Besta deildin hefst degi fyrr með leik Víkings og Stjörnunnar. Öllu mótinu verður fylgt eftir á Vísi og allir leikir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport.
Valur Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira